Fréttablaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 38
Um er að ræða 50 % starfshlutfall eða samkv. nánara sam-
komulagi.
Starfslýsing:
Framkvæmdastjóri hefur umsjón með og ber ábyrgð á öllum
daglegum rekstri félagsins, fjárreiðum, mannahaldi, útgáfu-
starfsemi og þjónustu við félagsmenn. Framkvæmdastjóri
tekur virkan þátt í norrænu samstarfi systursamtaka og við
aðra þá sem eflt geta og stutt félagið. Framkvæmdastjóri
mótar markmið og stefnu félagsins í samvinnu við stjórn.
Hæfniskröfur:
Framkvæmdastjóri þarf helst hafa þekkingu á heyrnarskerð-
ingu, afleiðingum hennar og úrræðum.
Hann þarf að vera vel ritfær á íslensku, geta tekið að sér
ritstjórn og skrif og metið fagleg gæði upplýsinga.
Góð samskipta-og rithæfni í norðurlandamáli og ensku.
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á kolbun@heyrnarhjalp.is
Umsóknafrestur er til 10. febrúar
Heyrnarhjálp
óskar eftir að ráða
framkvæmdastjóra
fyrir félagið.
Við leitum að jákvæðum, drífandi og skipulögðum einstaklingi með
framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Starfið er laust frá og með 1. mars n.k. eða eftir nánara samkomulagi.
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu og fjárreiðum félagsins,
gerð áætlana og styður við deildir félagsins í þeirra starfi.
Framkvæmdastjóri er tengiliður félagsins við ÍS, ÍSÍ, UMFÍ og
Grindavíkurbæ sem á og rekur þau mannvirki sem félagið hefur aðgang að.
Menntun/þekking: Reynsla af fyrirtækjarekstri æskileg, þekking á mannauðsmálum
er kostur sem og þekking á starfsemi íþróttafélaga.
Einnig er kostur að hafa unnið með börnum og unglingum.
UMFG er stækkandi íþróttafélag með 9 deildir og ríflega 500 iðkendur.
Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar.
Umsóknir ásamt starfsferilskrá og meðmælum skulu sendar á stjornumfg@gmail.com
Ungmennafélag Grindavíkur
auglýsir eftir framkvæmdastjóra.
Fjármálastjóri
Vestmannaeyjabæjar
Vestmannaeyjabær auglýsir starf fjármálastjóra bæjar-
ins laust til umsóknar. Um er að ræða fullt starf og er æski-
legt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst á nýju ári.
Fjármálastjóri hefur umsjón með áætlanagerð og fjármála-
stjórnun í samvinnu við bæjarstjóra og framkvæmdastjóra
sviðanna.
Helstu verkefni:
- Umsjón með árlegri fjárhagsáætlanagerð, langtíma-
áætlun og forsendum áætlana
- Annast greiðslu á útgjöldum Vestmannaeyjabæjar í sam-
ráði við bæjarstjóra og framkvæmdastjóra sviða
- Útgreiðsla launa og launatengdra gjalda
- Umsjón með ávöxtun fjármuna bæjarins ásamt fram-
kvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og sam-
skipti við eignastýringaraðila banka
- Annast regluvörslu Vestmannaeyjabæjar.
- Umsýsla og eftirlit með fjármálum stofnanna bæjarins.
Gætir samræmis í vinnulagi um fjármálasýslu bæjarins.
- Frágangur ársreiknings í samráði við bæjarstjóra, aðal-
bókara, endurskoðendur og framkvæmdastjóra bæjarins.
- Samráð og ráðgjöf til stjórnenda um fjármálastjórnun
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi, svo sem viðskipta- eða hag-
fræðimenntun.
- Viðbótarmenntun í reikningshaldi eða endurskoðun er
kostur
- Víðtæk reynsla af fjárhagsáætlanagerð og fjármála-
stjórnun
- Þekking á reikningshaldi
- Þekking og reynsla af opinberum fjármálum, sérstaklega
sveitarfélaga
- Góð þekking, færni og reynsla af fjárhagskerfum
(Navision, Oracle eða annarra sambærilegra kerfa).
- Kunnátta og færni í Excel og Word
- Samskiptahæfni, jákvæðni og lipurð í mannlegum
samsktipum
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Sigurbergur Ármanssson, fjármálastjóri eða á netfangið:
sigurbergur@vestmannaeyjar.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttar-
félags og launanefndar sveitarfélaga.
Vestmannaeyjabær hvetur jafnt konur sem karla til að
sækja um starfið.
Umsóknum ásamt menntunar- og starfsferilskrám skal
skila til Bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, Bárustíg 16, 900
Vestmannaeyjum og merkja „fjármálastjóri Vestmanna-
eyjabæjar“. Einnig er hægt að skila umsóknum á net-
fangið postur@vestmannaeyjar.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin
Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar nk.
Stjórnarráðsfulltrúi
Atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytið
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf
stjórnarráðsfulltrúa í afgreiðslu ráðuneytisins.
Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem
reynir á frumkvæði og vönduð vinnubrögð. Stjórnarráðsfulltrúi heyrir undir skrif-
stofustjóra skrifstofu fjárlaga, rekstrar og innri þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felur í sér þjónustu og aðstoð við viðskiptavini og starfsmenn
ráðuneytisins. Auk móttöku gesta sinnir stjórnarráðsfulltrúi öflun upplýsinga
og gagna, svörun erinda, skráningu og frágangi mála í málaskrá ráðuneytisins,
þátttöku í undirbúningi ýmissa viðburða ásamt öðrum almennum skrifstofu- og
ritarastörfum og afleysingum innan ráðuneytisins.
Hæfnikröfur
• Stúdentspróf
• Reynsla af móttökustörfum eða öðrum þjónustustörfum
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Sveigjanleiki og færni til að vinna undir álagi
• Þekking á helstu Office365 forritum
• Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli
• Færni til að tjá sig á ensku
• Þjónustulund ásamt færni og lipurð í mannlegum samskiptum
Æskilegt er að umsækjandi hafi
• Reynslu úr stjórnsýslunni
• Reynslu af skrifstofu- og ritarastörfum
Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráð-
herra og Félag starfsmanna stjórnarráðsins hafa gert.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Stefánsdóttir: margret.stefansdottir@anr.is -
545 9700. Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfshlutfall er 100%
Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur
rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum,
með síðari breytingum, nr. 464/1996, sem settar eru samkvæmt heimild í 3. mgr. 7.
gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Umsóknarfrestur er til og með 27.01.2020
Sækja skal um starfið gegnum www.starfatorg.is. Umsókn skal fylgja kynningar-
bréf og starfsferilskrá.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
8 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 8 . JA N ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R