Fréttablaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 28
Í þáttunum reynir hann að afsanna að Frakkar séu á niður- leið í matargerðinni. Rick ferðast einn í bíl sínum á milli héraða í leit að góðum veitinga- húsum og matarmörk- uðum. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Þeir sem fylgst hafa með sjón-varpsþáttum Ricks Stein á RÚV undanfarið geta bæði dáðst að landslagi og fjölbreyttum réttum sem hann bragðar á. Í þáttunum, ferðast hann um Frakk- land en í síðustu þáttaseríu, Rick Stein’s Long Weekends, ferðaðist hann á milli landa og kom meðal annars til Íslands sem hann bar vel söguna þótt honum þætti kalt í veðri. Hann var þó ekkert hrifinn af hákarli og þorramat. Rick þykir einstaklega góður sjónvarpsmaður enda fer hann létt með að tala í myndavélar. Hann á að baki þrjátíu þáttaraðir í sjón- varpi. Bretar eru afar ánægðir með hversu hann er duglegur að kynna breskar afurðir. Hann hefur einnig sérstakan áhuga á Frakklandi þar sem hann á sitt annað heimili. Rick og frú eiga einnig heimili í Ástralíu. Rick fæddist í Oxfordshire en flutti með fjölskyldu sinni til Cornwall þar sem hann settist að. Hann útskrifaðist í ensku frá háskólanum í Oxford eftir að hafa farið á milli skóla. Áður hafði hann meðal annars menntað sig Gefum Frökkum séns Rick Stein er einn þekktasti og jafnframt vinsælasti sjónvarpskokkur Bretlands. Hann er að auki veitingahúsa- og hóteleigandi ásamt því að hafa gefið út tuttugu vinsælar matreiðslubækur. Rick Stein hefur gert yfir 30 sjónvarpsseríur og þótt hann sé orðinn 73 ára er hann ekkert að slá af. MYNDIR/ GETTY Rick Stein og kona hans, Sarah, á heimili sínu Ástralíu. Sjávarréttastaður Ricks Stein í Cornwall er geysivinsæll. í hótelstjórnun og starfaði sem matreiðslumaður í sex mánuði á Great Western Royal hótelinu í Paddington. Hefur lyft Cornwall upp Rick sem er fæddur 1947 hóf eigin rekstur sem diskótekseigandi í Padstow í Cornwall eftir nám í Oxford. Þegar hann opnaði fyrsta veitingahúsið á sama stað sérhæfði hann sig í nýveiddum fiskafurðum sem fiskimenn komu með til hans beint af sjónum. Hann hefur rekið veitingastaðinn í meira en 25 ár og hefur hann náð einstökum vin- sældum. Núna er hann einnig með gistiheimili, bistró og kaffihús ásamt Fish and chips stað þar sem fólk tekur matinn með sér. Þar fyrir utan rekur hann matreiðslu- skóla sem sérhæfir sig í kennslu í sjávarréttum og kennir þar sjálfur. Það má segja að öflugt starf hans í heimabyggð hafi byggt upp Pad- stow sem ferðamannastað. Hann á einnig veitingastaði í Ástralíu. Rick er tvígiftur og á þrjá syni með fyrr- verandi eiginkonu sem reyndar rekur veitingahús hans í Corn- wall. Núverandi eiginkona hans heitir Sarah Burns. Þau kynntust í Ástralíu þar sem hún starfaði sem kynningarstjóri tímaritsins Aust- ralia Gourmet Traveller. Þau voru í leynilegu sambandi fyrstu fimm árin enda var Rick enn kvæntur konu sinni Jill Newstead. Þau skildu árið 2007 en gerðu samning um að halda áfram rekstri fyrir- tækjanna saman. Rick kvæntist Söruh árið 2011 sem er 20 árum yngri en hann. Enn á fullu 73 ára Þótt Rick sé orðinn 73 ára slær hann hvergi af, hvorki á ferða- lögum né í bókaskrifum. Nýjasta bók hans, Secret France, kom út í október. Þá sagði hann í viðtali við tímaritið GQ að mörgum þætti franskur matur ekki jafngóður og hann var áður fyrr. „Þegar ég ferðaðist um Frakkland í fyrsta skipti var maturinn magnaður. Ég tel þó að hægt sé að finna frábæra gimsteina um allt landið. Maður verður bara að vita hvar á að leita,“ segir hann. Rick viðurkennir við blaðið að miklar breytingar hafi orðið á franskri matargerð undanfarin ár en biðlar til fólks að gefa Frökkum áfram séns. Frönsk matargerð er í mikilli samkeppni við þá ítölsku. Dýrmætir gimsteinar Nýjustu þættirnir sem nú eru sýndir á RÚV, Rick Stein’s Secret France, voru frumsýndir hjá BBC í haust en í þeim reynir hann að afsanna að Frakkar séu á niðurleið í matargerðinni. Rick ferðast einn í bíl sínum á milli héraða í leit að góðum veitingahúsum og matar- mörkuðum. „Við fundum nokkra staði sem voru alveg einstakir,“ segir Rick um sjónvarpsþættina á GQ. „Frakkar eru líka komnir skrefi lengra þegar kemur að ost- unum,“ bætir hann við. „Farðu á markaðinn í Périgueux og þá sérðu hvað ég meina.“ Rick mælir sérstaklega með einni uppskrift úr þáttunum sem einnig er í bók hans, Secret France, en hann segist hafa verið verulega hamingjusamur með hana. „Þetta er baka með andar confit en ofan á hana er sett kartöflumús, mikill ostur og síðan bakað í ofni,“ segir hann. Uppskriftin heitir Duck cott age pie og hægt er að finna hana á netinu með því að setja nafn Ricks Stein með. Þess má geta að Rick hefur eldað fyrir Elísabetu drottningu og mann hennar, Filippus prins, Tony Blair, Margréti Thatcher og Jacques Chirac, forseta Frakklands. Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . JA N ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.