Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2019, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 04.12.2019, Qupperneq 9
Landssamband veiðifélaga berst gegn uppbyggingu á laxeldi í sjó. Erlendir auðkýfingar hafa keypt laxveiðiréttindi og jarðir hér á landi og vinna leynt og ljóst gegn atvinnuuppbyggingunni. Stjórn- völd hafa frá upphafi verið var- kár gagnvart sjókvíaeldinu. Lax- eldið er aðeins leyft á afmörkuðum svæðum, einkum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Annars staðar er það bannað. Það er gert til að vernda innlenda laxastofna fyrir mögulegri blöndun við eldisstofninn, sem er upprunalega norskur. Uppbygging sjókvíaeldisins hefur að öllu leyti fylgt þessum ráðstöfunum. Efnahagslegar stærðir skipta máli. Útflutningsverðmæti eldislax frá Vestfjörðum fer hratt vaxandi og getur orðið 70 milljarðar króna á ári innan fárra ára. Nokkur svæði hafa ekki enn verið burðarþolsmetin og framleiðslugeta á Vestfjörðum gæti því orðið enn meiri og farið yfir 100 milljarða króna. Það eru svipuð verðmæti fyrir þjóðarbúið og allar tekjur af þorskveiðum, mikilvæg- asta fiskistofni landsmanna. Laxveiði í vestfirskum ám er lítil og tekjur óverulegar. Enda er það ástæða þess að laxeldið var leyft á Vestfjörðum. Tekjur af allri stang- veiði í landinu eru aðeins 4,9 millj- arðar króna á ári. Það er því ólíku saman að jafna framlagi þessara tveggja atvinnugreina til lífskjara íslensku þjóðarinnar. Nái Lands- samband veiðifélaga markmiði sínu og kæfi í fæðingu laxeldi á Íslandi verða afleiðingarnar alvarlegar og almenningur fer á mis við mjög bætt lífskjör á næstu árum. Fyrir Vestfirðinga yrði slík niður- staða reiðarslag. Eftir tuttugu ára stöðuga afturför í fjórðungnum hefur laxeldið veitt viðspyrnu, fólki hefur fjölgað lítillega og fyrirsjáan- legur vöxtur laxeldisfyrirtækjanna á næstu árum mun valda straum- hvörfum í efnahags- og byggða- þróun á Vestfjörðum. Rökin gegn laxeldinu eru veik. Umhverfismengun er lítil. Kol- efnisspor er lágt. Hvergi á Íslandi hafa laxastofnar spillst eða eyði- lagst vegna blöndunar við eldislax. Þrátt fyrir langvarandi markvissa blöndun innlendra stofna í fjöl- mörgum laxveiðiám um langt ára- bil á vegum veiðiréttarhafa er ekki talin ástæða til að hafa áhyggjur af varanlegri erfðablöndun. Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga skrifaði grein í Fréttablaðið fyrir réttri viku gegn laxeldinu með fyrirsögninni að spila lottó með náttúruna. Þar eru fullyrðingar sem ástæða er til að gera athugasemd við. Jón Helgi segir að greinst hafi erfðamengun í villtum laxastofn- um á sunnanverðum Vestfjörðum. Þarna á hann væntanlega við Botnsá í Tálknafirði og Sunndalsá í Trostansfirði. Þarna er verulega ofmælt. Í hvorugri ánni er til sjálf- stæður nytjastofn laxa og ekki til tölur um neina laxveiði. Stofnum sem eru ekki til verður ekki spillt. Rannsókn Hafrannsóknastofnunar byggist auk þess á fáum fiskum og stofnunin segir aðeins að í fiskinum séu skýrar vísbendingar um erfða- blöndun. Ein mæling á fáum fiskum uppfyllir ekki vísindalegar kröfur um víðtækar ályktanir. Blöndun milli eldisfiska og villtra á sér stað en til þess að áhrifin leiði til varan- legra breytinga þarf hún að vera mjög víðtæk og langvarandi. Ann- ars ganga áhrifin til baka tiltölulega f ljótt fyrir tilstilli náttúruvalsins. Þá er því haldið fram að tilkynnt hafi verið um tvær slysasleppingar á frjóum laxi á árinu. Ekki finnast upplýsingar um þetta. Hins vegar var tilkynnt tvisvar um gat á neti í kví. Það er tvennt ólíkt. Matvæla- stofnun tilkynnti í báðum tilvikum eftir athugun að enginn lax hefði veiðst. Það er því ekki vitað til þess að lax hafi sloppið. Jón Helgi Björnsson vísar til lax- eldis í Noregi og setur fram fullyrð- ingar um laxeldið þar. Þar er ólíku saman að jafna. Norskt laxeldi er um 100 sinnum umfangsmeira og staðsetning eldiskvía þar er víða nálægt gjöfulum laxveiðiám. Því er mun meiri hætta á varanlegri erfðablöndun í Noregi en á Íslandi. Laxeldið er bannað á Íslandi nálægt öllum helstu laxveiðiám landsins. Á Vestfjörðum er nánast engin lax- veiði. Það er ekki hægt að draga ályktanir af stöðu í Noregi og færa þær óbreyttar yfir á Ísland. Það er óvenjulegt að málflutning- ur fyrir hönd landssamtaka sé jafn óvandaður og þessi grein. Það er mikið lottó að spila svona frjálslega með sannleikann. Í því lottói eru fáir sem geta unnið en þjóðin getur tapað miklu. Stefna Landssamtaka veiðifélaga er andstæð staðreynd- um. Forystumenn samtakanna eiga frekar að breyta áherslum sínum en að ástunda rangan og skaðlegan málflutning. Að spila lottó með sannleikann Það er óvenjulegt að mál- flutningur fyrir hönd lands- samtaka sé jafn óvandaður og þessi grein. Það er mikið lottó að spila svona frjáls- lega með sannleikann. Í því lottói eru fáir sem geta unnið en þjóðin getur tapað miklu. Kristinn H. Gunnarsson Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkur-borgar um styttingu vinnu- vikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík aft- urför yrði raunin. Tilraunaverkefn- ið hafði verið í gangi síðan í október 2016 og hafði gefið góða raun. Fyrst nam styttingin f jórum tímum en seinna meir var hún minnkuð niður í þrjá. Það skipti sköpum fyrir starfsfólk hverfastöðvarinnar að komast fyrr heim. Þrátt fyrir að vinnuvikan hefði verið stytt um aðeins þrjá tíma gátum við tekið meiri þátt í fjölskyldulífinu. Við gátum sótt börnin í leikskólann eða skólann, farið í verslanir og almennt sinnt þeim hlutum sem gefa lífinu lit. Einnig urðu yfirmenn ekki varir við minni framleiðni í vinnu. Til- raunaverkefnið virtist því vera vel heppnað, enda öllum í hag. Þrátt fyrir þá góðu reynslu sem hafði gefist af vinnutímastytting- unni endaði verkefnið skyndilega, án þess að við fengjum nokkurn rökstuðning fyrir því að það gæti ekki haldið áfram. Eftir að vinnu- dagurinn lengdist aftur upp í níu og hálfan tíma breyttist margt til hins verra. Foreldrar gátu ekki lengur sótt börn í skóla- og leik- skólastarf, andleg þreyta jókst og erfiðara reyndist að sinna öllu öðru en vinnunni. Það má því segja að vinnustaðurinn hafi hratt farið úr því að vera fjölskylduvænn yfir í það að vera nær fjandsam- legur fjölskyldu- og einkalífinu. Við svöruðum ótal viðhorfskönn- unum sem lagðar voru fyrir starfs- menn Reykjavíkurborgar á meðan vinnutímastyttingin var í gildi. Eftir að styttingunni lauk hefur viðhorf okkar gagnvart starfinu ekkert verið kannað. Nú stendur Ef ling í kjarasamn- ingum við Reykjavíkurborg og illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir þessa góðu útkomu úr tilraunaverkefninu virðist vera lítill sem enginn vilji af hendi Reykjavíkurborgar til þess að hafa vinnutímastyttinguna inni í kjara- samningum. Lengd vinnudagsins hefur verið starfsmönnum hér ofarlega í huga síðan vinnutíma- styttingin var tekin af. Missirinn af þessum verðmæt a f r ítíma hefur reynst mörgum þungur. Við höldum þó f lestir enn í vonina um að í kjarasamningsviðræð- unum náist sátt um raunverulega vinnutímastyttingu og að hlut- irnir færist aftur í svipað horf og á meðan á tilraunaverkefninu stóð. Með bestu kveðju starfsmenn Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu. Kæri borgarstjóri Benedikt Birgisson trúnaðarmaður Hverfastöðvar- innar við Njarðargötu Þrátt fyrir þá góðu reynslu sem hafði gefist af vinnu- tímastyttingunni endaði verkefnið skyndilega, án þess að við fengjum nokk- urn rökstuðning fyrir því að það gæti ekki haldið áfram. VATN, HÚSASKJÓL OG BETRI HEILSA MEÐ ÞINNI HJÁLP! • Valgreiðsla í heimabanka: 2.500 krónur • Söfnunarsími 907 2003: 2.500 krónur • Framlag að eigin vali á framlag.is • Söfnunarreikningur 0334-26-50886 kennitala 450670-0499 HJÁLP TIL SJÁLFSHJÁLPAR Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna – Action by Churches Together S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.