Fréttablaðið - 04.12.2019, Page 18

Fréttablaðið - 04.12.2019, Page 18
Það kom aldrei annað til greina en að leita til fjárfesta sem höfðu byggt upp alþjóðlegt vörumerki. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Því fylgir mikil ábyrgð að eiga og reka 93 ára gamalt fyrirtæki, eins og 66°Norður. Við sem erum með keflið núna erum að treysta stoð­ irnar svo fyrirtækið geti lifað önnur 100 ár,“ segir Bjarney Harðardóttir og fer að ræða þær áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir. „Því fylgir mikil ábyrgð að reka fyrirtæki í dag svo það starfi í sátt við umhverfið. Við hjá 66°Norður tökum því hlutverki alvarlega og höfum sjálf bærni að leiðarljósi í okkar framleiðslu. Á Íslandi höfum við tækifæri til að vera leiðandi þegar kemur að umhverfismálum. Við erum með hreina orku og náttúru, jafnrétti og mannréttindi. Við erum þrautseig þjóð og fámenn. Ég hef trú á að við getum staðið saman að vissri sýn og aðgerðum sem geta verið til fyrirmyndar fyrir aðrar þjóðir. Til að það geti orðið verður að eiga sér stað uppbyggilegt samtal um áherslur og aðgerðir. Við þurfum að tala um þær áskoranir sem eru fram undan í loftslagsmál­ um á lausnamiðaðan og uppbyggi­ legan hátt,“ segir hún. Bjarney og eiginmaður hennar, Helgi Rúnar Óskarsson, fjárfestu í fyrirtækinu árið 2011 og eiga meiri­ hluta. Frá árinu 2011 til 2018 tvö­ földuðust tekjur fyrirtækisins í rúm­ lega fjóra milljarða króna. Fjár fest ingar sjóður inn Mous se Partners, sem stýrt er af fjöl skyld­ unni sem á tísku húsið Chanel, festi kaup á tæp lega helm ings hlut í Sjó­ klæðagerðinni 66°Norður fyr ir lið­ lega 30 millj ón ir evra, eða um fjóra millj arða ís lenskra króna, sumarið 2018, eins og Markaðurinn sagði frá á þeim tíma. Kennarinn horfði til 66°Norður Hvernig kom það til að þið hjónin keyptuð 66°Norður? „Ég hef alla tíð unnið við markaðs­ mál og kenndi um tíma vörumerkja­ stjórnun við Tækniháskólann, sem síðar sameinaðist Háskólanum í Reykjavík. Við kennsluna var ég sífellt að vísa í stór erlend vörumerki en langaði að taka íslensk dæmi í kennslunni. Árið 2003 áttum við Íslendingar því miður ekki vöru­ merki sem skaraði fram úr alþjóð­ lega, ólíkt til dæmis frændum okkar Svíum og Dönum. Ég fór því að huga að því hvaða íslensku vörumerki gætu rutt brautina og orðið vöru­ merki okkar Íslendinga. Þá varð mér hugsað til 66°Norður. Það var vörumerki sem landsmenn höfðu alist upp við, rammíslenskt og tengt norðurslóðum, hafði yfir sér mikinn sjarma og fatnaðurinn vandaður og glæsilegur. Ég hef því lengi haft miklar mætur á fyrir­ tækinu. Þegar við hjónin keyptum fyrir­ tækið stóðum við bæði á krossgöt­ um. Ég hafði unnið við markaðsmál frá 1995 og til dæmis hjá Íslands­ banka frá árinu 2004 og lærði mikið á því. Tók til dæmis þátt í að breyta nafni bankans í Glitni og að móta hvernig vörumerkið talaði eftir þá miklu sorg sem bankahrunið olli þjóðinni og bankar féllu í ónáð. Ég var sem sagt orðin fertug og langaði að gera eitthvað sem skipti máli og eiga hlut í næsta vinnustað. Eiginmaður minn var á sama stað. Hann hafði allar götur verið í eigin rekstri ef litið er fram hjá stuttri dvöl hjá Glitni í uppsveiflunni. Helgi Rúnar starfaði á þeim tíma sem ráðgjafi fyrir 66°Norður sem var í söluferli. Við áttum engan pen­ ing á lausu, seldum því húsið okkar og fengum til liðs við okkur sjóð á vegum Stefnis til að geta keypt fyrir­ tækið af Sigurjóni Sighvatssyni.“ Á leigumarkaði í níu ár Selduð þið heimilið ykkar til að fjár- magna ykkar hlut í fyrirtækinu? Það er falleg saga um þær fórnir sem þarf að færa til að koma undir sig fót- unum í atvinnulífinu. „Já, við vorum á leigumarkaði í níu ár og f luttum sjö sinnum! Ég mæli ekki með því þegar maður er með sjö börn. Við fundum f ljótlega að sjóður með takmarkaðan líftíma var ekki hentugur samstarfsaðili. Um var að ræða sjóð sem þurfti að losa sig út úr fjárfestingunni eftir þrjú til fimm ár. Rekstur 66°Norður þurfti á þolinmóðu fjármagni að halda. Það varð að horfa til lengri tíma, að minnsta kosti tíu til fimmtán ára. Við keyptum hlut Stefnis árið 2012. Landsbankinn aðstoðaði okkur við kaupin á sínum tíma og stóð við bakið á okkur uns við fundum réttu fjárfestana. Á þessum tíma varð að leggja umtalsvert af fjármunum inn í félag­ ið í því skyni að fjárfesta í innviðum, hönnun og vörumerkinu. Það er slæmt þegar fyrirtæki eru í söluferli í langan tíma því þá er reksturinn í biðstöðu og hætt er að fjárfesta í rekstrinum. Að byggja upp vöru­ merki er langhlaup og það krefst þess að þú hafir skýra sýn og stað­ festu. Við vissum hver staðan var við kaupin því Helgi Rúnar þekkti vel til fyrirtækisins. Til að setja uppbyggingu undan­ farinna ára í samhengi þá starfaði einn hönnuður hjá fyrirtækinu þegar við tókum við rekstrinum en í dag eru hönnuðir og tæknifólk sem starfar með þeim samtals fimmtán. Við fjárfestum ríkulega í versl­ ununum, vörumerkinu og vöru­ línunni. Við höfum innleitt mark­ visst hringrásarkerfi til að draga úr sóun og höfum jafnframt verið að nota bestu efni sem völ er á eins og Goretex. Við héldum ein á keflinu þar til í Horfa til næstu hundrað ára í rekstri Fjár fest inga rsjóður sem stýrt er af fjöl skyld unni sem á tísku húsið Chanel á tæp lega helm ings hlut í 66°Norður. Eiginfjárhlutfallið jókst í 73 prósent við hlutafjáraukningu fjárfestingarsjóðsins. Fjöldi erlendra aðila vill vinna með fyrirtækinu eftir kaupin. „Fyrirtæki eins og okkar getur ekki verið mikið skuldsett. Það er svo kostnaðarsamt,“ segir Bjarney Harðardóttir, sem keypti 66°Norður ásamt eiginmanni sínum árið 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslendingar horfi til Danmerkur „Við Íslendingar gætum sótt í meiri mæli fyrirmyndir til Danmerkur. Danir búa ekki yfir sambærilegum auðlindum og við Íslendingar og hafa þess í stað byggt upp áhugavert og sterkt hönnunarsamfélag. Dönsk hönnun og danskur lífsstíll er það sem margir sækja í og líta til. Við hins vegar erum auðlindasam- félag með sjávarútveginn sem hefur verið burðarás, orkugeirann og nú ferðamannageirann sem hefur verið grundvöllur fyrir út- flutningstekjur. Skapandi greinar hafa verið nokkuð veikur sproti en gætu orðið öflugur atvinnu- vegur og fjórði burðarásinn undir íslenskt hagkerfi. Við hjá 66°Norður viljum vera hluti af þeirri vegferð. Það þarf einfaldlega að fóstra skapandi atvinnugreinar. Það eru mörg íslensk fyrirtæki sem falla þarna undir en þau eiga það sameiginlegt að byggja á hugviti og nýsköpun. Það eru einnig mörg áhugaverð fyrirtæki að koma fram núna með lausnir tengdar umhverfismálum eins og Carbfix á Hellisheiði og Klappir. Margt ungt fólk vill starfa við skapandi greinar. Það þekki ég vel sem móðir. Við þurfum að huga að spennandi starfstækifærum fyrir ungt fólk svo það geti fengið störf við hæfi á Íslandi, störf sem eru í sátt við umhverfið,“ segir Bjarney. 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.