Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 10
Þegar kæra á hendur forseta Bandaríkjanna er til meðferðar skal forseti hæsta- réttar vera í forsæti; skal enginn sekur fundinn nema tveir þriðju viðstaddra þing- manna veiti því samþykki. n Landráða, tryggðarofs n Mútuþægni n Alvarlegra glæpa Hver og einn þingmaður getur lagt fram ákærur á hendur for- seta til embættismissis vegna: Öldungadeildarþingmenn Ákærum hafnað Einfaldur meirihluti nefndarinnar 51% Semja lagafrumvarp um embættismissi Upplýsa forsetann Atkvæðagreiðsla (opin) Lokaður kviðdómur öldungadeildar Ákærum hafnað með kosningum Einfaldur meirihluti fulltrúadeildar 51% Ákærum hafnað og forseti ekki sakfelldurTveir þriðju öldungadeildar- innar sakfella forsetann 67% Fulltrúadeild rökræðir og greiðir atkvæði um ákærur Sakfelling og brottvikning Donalds Trumps úr embætti Fulltrúadeild Bandaríkjaþings Fulltrúadeild Bandaríkjaþings Öldungadeild Bandaríkjaþings Öldungadeild Bandaríkjaþings Ákærur gefnar út og sendar öldungadeildinni Réttarhald öldungadeildarinnar 1 3 4 5 6 7 8 BANDARÍKIN Möguleg brottvikning Donalds Trump Bandaríkjafor- seta fyrir embættisglöp hefur vakið miklar umræður í f jölmiðlum. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa kynnt ákærur á hendur Trump til embættismissis þar sem hann er sakaður um tálmun og misbeitingu valds þegar hann setti þrýsting á stjórnvöld í Úkraínu í þeim tilgangi að ráðast gegn pólitískum andstæð- ingum sínum í komandi forsetakosn- ingum að ári. Búist er við að fulltrúadeild þingsins greiði atkvæði um ákær- urnar í dag. Verði þær samþykktar verður Trump þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem verður ákærður fyrir brot í embætti og þarf að svara til saka fyrir öldungadeild þingsins. Jerry Nadler, formaður dómsmála- nefndar fulltrúadeildarinnar, sagði að forsetinn yrði að njóta fulls trausts þjóðarinnar. Brygðist hann því og setti sjálfan sig framar þjóðinni, færi hann gegn stjórnarskrá landsins, lýð- ræðinu og þjóðaröryggi. Töluverðar líkur eru á að fulltrúa- deildin samþykki ákæruna. Til þess þarf einfaldan meirihluta og Demó- kratar eru þegar í meirihluta. Þaðan færi ákæran til öldungadeildar þings- ins, en þar eru þingmenn Repúblik- ana, flokks forsetans, í meirihluta. Stjórnarskrá Bandaríkjanna er nokkuð nákvæm um hvaða feril skal viðhafa við mögulegan emb- ættismissi forseta. „Öldungadeildin hefur ein vald til að dæma í kæru- málum til embættismissis. Þegar hún heldur fundi í þeim tilgangi skal vinna eið eða drengskaparheit. Þegar kæra á hendur forseta Banda- ríkjanna er til meðferðar skal for- seti hæstaréttar vera í forsæti; skal enginn sekur fundinn nema tveir þriðju viðstaddra þingmanna veiti því samþykki.“ Það er talið mjög ólíklegt eins og staðan er í dag að tveir þriðju þing- manna öldungadeildarinnar dæmi forsetann fyrir embættisglöp. Einungis tvö mál hafa farið alla leið til atkvæða í öldungadeildinni. Það var mál Andrews Johnson for- seta árið 1868 og Bills Clinton for- seta á árunum 1998-99. Hvorugt málið náði samþykki tveggja þriðju öldungadeildarþingmanna en ákær- urnar sjálfar höfðu mikil áhrif á valdatíð þeirra og dró mikinn kraft og athygli frá öðrum málum. Richard Nixon forseti sagði af sér árið 1974 og kom því í veg fyrir að honum yrði vikið frá fyrir embættisglöp. Hann hafði þá tapað verulegum stuðningi eigin flokks svo að hann átti fárra kosta völ. Meðfylgjandi mynd sýnir langan feril mögulegrar brottvikningar Bandaríkjaforseta fyrir embættis- glöp. david@frettabladid.is Embættismissir ólíklegur Eftir að meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt ákærur á hendur forsetanum fer málið til öldungadeildarinnar sem þykir ólíkleg til að samþykkja að víkja honum frá fyrir embættisglöp. Flokkur Sæti n Demókratar 233 n Repúblikanar 197 n Annað 5 Samtals 435 Flokkur Sæti n Repúblikanar 53 n Demókratar 45 n Annað 2 Samtals 100 n Skoðar ásakanir n Skrifar og ræðir ákærur til embættismissis 2 Dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar n Stýrt af forseta Hæstaréttar n Söfnun sönnunargagna og skýrslutaka Bandaríkjaþing sem fer með löggjafarvald á alríkisstigi starfar í tveimur deildum, efri deildin nefnist öldungadeild en sú neðri fulltrúadeild. ✿ Langur ferill til embættismissis Bandaríkjaforseta FRAKKLAND Verkalýðshreyfingin í Frakklandi hélt í gær áfram baráttu sinni gegn fyrirhuguðum breytingum Emmanuels Macron, forseta landsins, á eftirlauna- kerfinu. Hundruð þúsunda mót- mælenda fylltu götur Parísar þar sem miklar truf lanir urðu á sam- göngum og lá skólahald einnig víða niðri. Mótmæli og verkföll hafa staðið yfir í tæpar tvær vikur en verka- lýðshreyfingin vill stöðva áform Macrons um að hækka eftirlauna- aldurinn úr 62 árum í 64 ár. Meiri kraftur var settur í aðgerðir gær- dagsins með það að markmiði að fá forsetann til að falla frá áform- um sínum fyrir jól. Um f jórðungur grunnskóla- kennara í opinberum skólum lagði niður störf í gær og litlu færri menntaskólakennarar. Þá fór um þriðjungur starfsmanna opinbera járnbrautafélagsins SNCF í verk- fall en meðal lestarstjóra var þátt- takan 75 prósent. Miklar truflanir urðu einnig á samgöngum innan Parísar en átta af fjórtán línum neðanjarðarlestakerfisins voru lokaðar. Lögregla beitti táragasi á mót- mælendur í miðborg Parísar þar sem unnin voru skemmdarverk á verslunum. Edouard Philippe forsætis- ráðherra sagði í franska þinginu að lýðræðisleg andstaða verka- lýðsfélaga væri fullkomlega lög- mæt. Hins vegar hefðu stjórn- völd greint með skýrum hætti frá áformum sínum og ríkisstjórnin væri ákveðin í að framfylgja þeim. Markmiðið væri að koma á fjárhagslegu jafnvægi innan eftir- launakerfisins. Philippe Martinez, leiðtogi verkalýðsfélagsins CGT, sagði hins vegar að þegar öll verkalýðsfélög væru á móti breytingunum yrðu stjórnvöld að opna augun og hugsa málið upp á nýtt. – sar Verkalýðshreyfingin vill stöðva áform Macrons fyrir jól Fjölmenn mótmæli fóru fram í París og víðar í gær. NORDICPHOTOS/GETTY PÓLLAND Áform pólskra stjórn- valda um breytingar á dómskerfi landsins gætu orðið til þess að Pól- land yfirgefi Evrópusambandið (ESB). Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu frá hæstarétti landsins. Verði frumvarp stjórnarflokksins Laga og réttlætis, sem nú er til með- ferðar hjá pólska þinginu, samþykkt yrði opnað á þann möguleika að þeir dómarar sem efast um lögmæti breytinganna verði reknir úr starfi. Í yfirlýsingu hæstaréttar segir að mótsagnir í pólskum lögum og lögum ESB muni að öllum líkindum leiða til íhlutunar af hálfu stofnana ESB. Fyrirhuguð lagasetning stríði gegn sáttmálum ESB og muni til lengri tíma þýða að Pólverjar þyrftu að yfirgefa sambandið. Þá lýsir hæstiréttur yfir áhyggj- um af því að forseti landsins og bandamaður Laga og réttlætis, Andrzej Duda, geti með breyting- unum valið nýjan forseta réttarins áður en forsetakosningar sem fyrir- hugaðar eru í maí næstkomandi fara fram. Frá því að Lög og réttlæti komst til valda 2015 hefur f lokkurinn sætt gagnrýni frá ESB fyrir pólitísk afskipti af dómskerfinu. Flokkur- inn telur hins vegar að umræddar breytingar séu nauðsynlegar til að auka skilvirkni kerfisins. Christian Wigand, talsmaður framkvæmdastjórnar ESB, sagði í samtali við Reuters fréttastofuna að það væri mjög skýr stefna að vernda þyrfti dómskerfi aðildarríkja frá pólitískum afskiptum. „Framk væmdastjórnin mun halda áfram að fylgjast náið með ástandinu. Við verðum áfram reiðu- búin til að ræða við pólsk stjórnvöld um leiðir til að leysa úr þessum málum,“ sagði Christian. Í yfirlýsingu ESB frá því í fyrradag sagði að rannsakað yrði hvort laga- frumvarpið ógnaði sjálfstæði dóms- kerfisins í Póllandi. – sar Gæti þýtt að Pólland fari úr ESB Frá mótmælafundi í Kraká um síðustu helgi. NORDICPHOTOS/GETTY Við verðum áfram reiðubúin til að ræða við pólsk stjórnvöld um leiðir til að leysa úr þessum málum. Christian Wigard, talsmaður Framkvæmdastjórnar ESB 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.