Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 48
Fyrir okkur krakkana var þetta tími ævintýra en fullorðna fólkið sem bar ábyrgðina var líklega ekki eins sátt. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Steindórsdóttir andaðist á hjúkrunarheimilinu Hömrum laugardaginn 14. desember. Útför hennar fer fram frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 19. desember kl. 15.00. Steindór Hálfdánarson Sólrún Björnsdóttir Stella Petra Hálfdánardóttir Lárus Halldórsson Kristín Hálfdánardóttir Gunnar H. Sigurðsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Svövu Þórdísar Baldvinsdóttur Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Siglufjarðar fyrir góða umönnun. Baldvin Júlíusson Margrét Sveinbergsdóttir Theodór Júlíusson Guðrún Stefánsdóttir Hörður Júlíusson Sigurlaug J. Hauksdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elsku pabbi minn, fóstri og afi, Halldór Sigurður Guðmundsson Kópavogsbraut 1b, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 13. desember. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 23. desember kl. 13.00. Halla Ósk Halldórsdóttir og synir Jónas H. Bragason og fjölskylda Elín Hulda Halldórsdóttir og fjölskylda Stefán Halldórsson Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Með okkar bestu þökkum fyrir vináttu, stuðning og allan ykkar hlýhug við fráfall föður okkar, sonar, bróður, mágs, frænda og vinar, Margeirs Dire Sigurðarsonar Mía og Nói Margeirs Ásrúnarbörn Halla Stefánsdóttir Sigurður Gestsson og Kristín Kristjánsdóttir Stefán Sigurðsson, Harpa Hlín Þórðardóttir og börn Friðfinnur Sigurðsson, Saadia Auður Dhour og dætur Antonía Hölludóttir og Elmar Freyr Aðalheiðarson Ana Karen Jiménez Barba Hornfirðingurinn Sigur-páll Ingibergsson var átta ára gamall þegar rafmagnsleysi hrelldi f lesta íbúa Hafnar og nærsveita um jólaleytið árið 1973. Ekki vegna illviðris heldur vatnsskorts. En rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson kom samfélaginu til bjargar og framleiddi rafmagn líkt og varðskipið Þór gerði á Dalvík í liðinni viku. „Það skapaðist geysileg stemning á Hornafirði þegar von var á skipinu. Fólk streymdi út í Ósland til að sjá það sigla inn Ósinn og að bryggju. Bílaröðin var óslitin þangað frá Hvamminum, sem á þeim tíma var kallaður Skakkinn.“ Rafmagnið fór alveg af á aðfangadags- kvöld, að sögn Sigurpáls. „Vatnslónin gáfu ekkert af sér vegna þurrks og frosta þannig að Smyrlabjargarárvirkjun náði lítið að framleiða, dísilvélar staðarins voru ekki nógu öflugar og byggðalínan ekki komin. Það hafði verið skömmtun í gangi um tíma. Ég man að eitt sinn þegar ég kom í skólann klukkan átta var ég sá eini sem mætti. Þá hafði ég misst af til- kynningu um að skólahald félli niður. Það var náttúrlega myrkur yfir öllum bænum og enginn á ferli. Þá upplifði ég mig virkilega eins og Palli sem var einn í heiminum.“ Fyrir krakkana í bænum segir Sigur- páll skömmtunartímann samt hafa verið spennandi. „Þegar rafmagnið var tekið af mínu hverfi þá fór ég til félaga í næsta hverfi sem hafði rafmagn.“ Hann minnist sunnudags í desember, eina dags vikunnar sem barnaefni var í sjón- varpinu. „Þá voru þarna bifvélavirkjar sem tóku geymi úr bíl og tengdu hann inn þannig að ég gat horft á Stundina okkar. Það var geggjað. Öllum krökkum á Fiskhólnum var boðið að horfa á Glám og Skrám. Fyrir okkur krakkana var þetta tími ævintýra en fullorðna fólkið sem bar ábyrgðina var líklega ekki eins sátt. Atvinnulíf fór úr skorðum en virð- ing var borin fyrir aðstæðum og hugsað um allt samfélagið. Ekki mátti elda stór- steikur vegna rafmagnssparnaðar. Hús voru kynt með rafmagni og urðu fljótt köld, á þessum tíma áttu samt einhverjir steinolíulampa- og ofna og fólk var flutt á Hótel Höfn úr húsum sem ekki var búandi í. Í frétt í Þjóðviljanum 8. janúar 1974 stendur að lífið sé aftur komið í eðli- legar skorður á Höfn. Bjarni Sæm farinn og Smyrla byrjuð að rokka,“ segir Sigur- páll. gun@frettabladid.is Bjarni Sæmunds kom til Hafnar með birtu og yl Það rifjaðist upp þegar Þór var fenginn til að framleiða rafmagn á Dalvík á dögunum að um jólaleytið árið 1973 gerði rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson slíkt hið sama austur á Hornafirði. Sigurpáll Ingibergsson minnist þess tíma með mikilli ánægju. Sigurpáll bauð öllum krökkum sem bjuggu á Fiskhólnum að horfa á Glám og Skrám í sjónvarpinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Merkisatburðir 1897 Leikfélag Reykjavíkur sýnir sína fyrstu uppsetningu en það var stofnað í byrjun þessa árs. 1939 Í bifreiðaskála Steindórs í Reykjavík fer fram fyrsti flutningur óratoríu á Íslandi. Það er Sköpunin eftir Haydn. 1949 Laugarneskirkja í Reykjavík er vígð. 1970 Evrópska flugvélasmiðjan Airbus er stofnuð. 1970 Skilnaður verður löglegur á Ítalíu eftir að ný lög ganga í gildi. 1973 Stjörnubíó brennur til kaldra kola er eldur kemur upp skömmu eftir að sýningu lýkur. 1974 Hitaveita Suðurnesja er stofnuð af sveitarfélögum á Suðurnesjum og íslenska ríkinu. 1982 Í Ríkisútvarpinu eru lesnar auglýsingar samfellt í sjö klukkustundir og er það met. 1982 Kvikmyndin Með allt á hreinu eftir Stuðmenn, í leik- stjórn Ágústs Guðmundssonar, er frumsýnd. 1998 Vísindamenn geta í fyrsta sinn fylgst með eldgosi undir stórum jökli er gos hefst í Grímsvötnum. 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.