Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 26
Ég hef aldrei skilið verslanir sem koma fram við kúnna eins og ótakmarkaða auðlind,“ segir
Björn Þór Heiðdal, verslunarstjóri í
Rúmföt.is.
„Fyrir nokkrum árum fór ég í
Kringluna og keypti mér par af
skóm. Þegar ég var búinn að borga
og gekk út um búðardyrnar með
skóna í poka snerist mér hugur
og vildi skipta yfir í aðra tegund.
„Nei, ekki hægt,“ var svarið. „Við
tökum ekki við notuðum skóm“,“
rifjar Björn upp en slík leiðindi fær
fólk ekki að upplifa í versluninni
Rúmföt.is.
„Mitt mottó er að sælla er að gefa
en þiggja. Bara í síðustu viku kom
í búðina kona með ítölsk Quagl
iottirúmföt sem hún hafði fengið
í jólagjöf í fyrra og spurði hvort
hún mætti skipta þeim því liturinn
passaði ekki. Það var auðvitað sjálf
sagt og allir glaðir,“ segir Björn.
Lúxus rúmföt frá Ítalíu
Talandi um ítölsk hágæða rúm
föt, sem Björn segir að séu með
þeim bestu í heiminum, þá var ný
sending af Quagliottirúmfötum að
lenda í Rúmföt.is.
„Quagliotti er heimsklassa vefari
á NorðurÍtalíu, nánar tiltekið í
Chieri, litlum smábæ fyrir utan
Tórínó. Ég sel kannski ekki mikið
af þessum rúmfötum því þau eru í
dýrari kantinum en að sama skapi
vönduð. Samt finnst mér gaman
að bjóða upp á þau því þetta eru
ein vönduðustu rúmföt sem ég hef
komist í tæri við,“ segir Björn um
Quagliottisængurfötin.
„Hótel á borð við Ritz í París, The
Mark í New York, MGM í Macau,
The Peninsula í Hong Kong og
Armani í Mílanó bjóða gestum
sínum upp á rúmfatnað frá þessum
vandaða vefara á Ítalíu. Einnig
sefur kóngafólk og stórstjörnur í
Hollywood í Quagliotti,“ upplýsir
Björn.
Sængin leikur stórt hlutverk
Rúmföt.is selur einnig hágæða
sængur frá Þýskalandi.
„Góð rúmföt skipta máli en
sængin leikur líka stórt hlutverk í
góðum nætursvefni. Sængin verður
að vera létt en samt að hafa smá
fyllingu og einangrun í samræmi
við hitastigið í herberginu hjá
manni. Sængurnar sem við seljum
eru virkilega góðar og þó sængin
kosti smá pening er hún þess virði.
Dúnninn í sænginni er í mjög háum
gæðaflokki og sama gildir um ytra
byrðið,“ segir Björn með áherslu.
Vöruúrvalið hefur vaxið jafnt og
þétt frá því Rúmföt.is var opnuð í
október í fyrra.
„Eins og ég sagði hér áðan vil ég
veita frábæra þjónustu og hluti af
því er að hafa eitthvað fyrir alla.
Við seljum heimasaumuð vöggu
sett úr 600 þráða ítölsku satíni sem
Magga saumakona saumar af sinni
alkunnu snilld. Einnig vorum við að
fá skemmtileg krakkarúmföt í full
orðinsstærðum,“ upplýsir Björn.
90 ára reynsla
„Ekki að það skipti neinu höfuð
máli en við Margrét Guðlaugs
dóttir saumakona búum saman
lagt að nálægt 90 ára starfsreynslu
sem tengist rúmfötum með einum
eða öðrum hætti. Ég í gegnum
þvott og innflutning á rúmfötum
hjá Þvottahúsi A. Smith, sem
afi minn stofnaði, og Margrét í
gegnum sinn saumaskap, meðal
annars fyrir Fatabúðina og fleiri
búðir, en eftir að Fatabúðin hætti
starfsemi hefur verið vöntun á
almennilegum gæðarúmfötum og
þeirri þörf svarar Rúmföt.is,“ segir
Björn.
Í desember hefur verið mikið að
gera í Rúmföt.is
„Já, og eiginlega meira en ég átti
von á. Góður vinur minn, sem rak
verslun á Laugaveginum í mörg ár,
sagði að það tæki þrjú ár að kenna
fólki á nýja búð. Með það í huga
get ég ekki annað en litið björtum
augum á framtíðina,“ segir Björn í
jólaskapi.
Rúmföt.is er á Nýbýlavegi 28 í
Kópavogi. Sími 565 1025. Opið alla
virka daga frá klukkan 11 til 15 og á
laugardögum frá klukkan 11 til 15.
Skoðið úrvalið á rumfot.is. Ítalskur rúmfatnaður úr gæða damaski sem er sérofið fyrir Rúmföt.is.
Í Rúmföt.is fæst
glæsilegt úrval
rúmfata og sérof-
inna koddavera
við allra hæfi.
Þau bæði gleðja
og umvefja þá
sem þiggja þau í
jólapakka og sofa
í þeim sælir á jóla-
nótt. FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Rúmföt.is tók nýlega upp sendingu af dásamlegum barnarúmfatnaði.
Jólarúmföt úr vönduðu satíni fást í úrvali fyrir alla í Rúmföt.is.
Mitt mottó er að
sælla er að gefa en
þiggja. Ég vil veita frá-
bæra þjónustu og bjóða
eitthvað fyrir alla.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R