Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 26

Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 26
Ég hef aldrei skilið verslanir sem koma fram við kúnna eins og ótakmarkaða auðlind,“ segir Björn Þór Heiðdal, verslunarstjóri í Rúmföt.is. „Fyrir nokkrum árum fór ég í Kringluna og keypti mér par af skóm. Þegar ég var búinn að borga og gekk út um búðardyrnar með skóna í poka snerist mér hugur og vildi skipta yfir í aðra tegund. „Nei, ekki hægt,“ var svarið. „Við tökum ekki við notuðum skóm“,“ rifjar Björn upp en slík leiðindi fær fólk ekki að upplifa í versluninni Rúmföt.is. „Mitt mottó er að sælla er að gefa en þiggja. Bara í síðustu viku kom í búðina kona með ítölsk Quagl­ iotti­rúmföt sem hún hafði fengið í jólagjöf í fyrra og spurði hvort hún mætti skipta þeim því liturinn passaði ekki. Það var auðvitað sjálf­ sagt og allir glaðir,“ segir Björn. Lúxus rúmföt frá Ítalíu Talandi um ítölsk hágæða rúm­ föt, sem Björn segir að séu með þeim bestu í heiminum, þá var ný sending af Quagliotti­rúmfötum að lenda í Rúmföt.is. „Quagliotti er heimsklassa vefari á Norður­Ítalíu, nánar tiltekið í Chieri, litlum smábæ fyrir utan Tórínó. Ég sel kannski ekki mikið af þessum rúmfötum því þau eru í dýrari kantinum en að sama skapi vönduð. Samt finnst mér gaman að bjóða upp á þau því þetta eru ein vönduðustu rúmföt sem ég hef komist í tæri við,“ segir Björn um Quagliotti­sængurfötin. „Hótel á borð við Ritz í París, The Mark í New York, MGM í Macau, The Peninsula í Hong Kong og Armani í Mílanó bjóða gestum sínum upp á rúmfatnað frá þessum vandaða vefara á Ítalíu. Einnig sefur kóngafólk og stórstjörnur í Hollywood í Quagliotti,“ upplýsir Björn. Sængin leikur stórt hlutverk Rúmföt.is selur einnig hágæða sængur frá Þýskalandi. „Góð rúmföt skipta máli en sængin leikur líka stórt hlutverk í góðum nætursvefni. Sængin verður að vera létt en samt að hafa smá fyllingu og einangrun í samræmi við hitastigið í herberginu hjá manni. Sængurnar sem við seljum eru virkilega góðar og þó sængin kosti smá pening er hún þess virði. Dúnninn í sænginni er í mjög háum gæðaflokki og sama gildir um ytra byrðið,“ segir Björn með áherslu. Vöruúrvalið hefur vaxið jafnt og þétt frá því Rúmföt.is var opnuð í október í fyrra. „Eins og ég sagði hér áðan vil ég veita frábæra þjónustu og hluti af því er að hafa eitthvað fyrir alla. Við seljum heimasaumuð vöggu­ sett úr 600 þráða ítölsku satíni sem Magga saumakona saumar af sinni alkunnu snilld. Einnig vorum við að fá skemmtileg krakkarúmföt í full­ orðinsstærðum,“ upplýsir Björn. 90 ára reynsla „Ekki að það skipti neinu höfuð­ máli en við Margrét Guðlaugs­ dóttir saumakona búum saman­ lagt að nálægt 90 ára starfsreynslu sem tengist rúmfötum með einum eða öðrum hætti. Ég í gegnum þvott og innflutning á rúmfötum hjá Þvottahúsi A. Smith, sem afi minn stofnaði, og Margrét í gegnum sinn saumaskap, meðal annars fyrir Fatabúðina og fleiri búðir, en eftir að Fatabúðin hætti starfsemi hefur verið vöntun á almennilegum gæðarúmfötum og þeirri þörf svarar Rúmföt.is,“ segir Björn. Í desember hefur verið mikið að gera í Rúmföt.is „Já, og eiginlega meira en ég átti von á. Góður vinur minn, sem rak verslun á Laugaveginum í mörg ár, sagði að það tæki þrjú ár að kenna fólki á nýja búð. Með það í huga get ég ekki annað en litið björtum augum á framtíðina,“ segir Björn í jólaskapi. Rúmföt.is er á Nýbýlavegi 28 í Kópavogi. Sími 565 1025. Opið alla virka daga frá klukkan 11 til 15 og á laugardögum frá klukkan 11 til 15. Skoðið úrvalið á rumfot.is. Ítalskur rúmfatnaður úr gæða damaski sem er sérofið fyrir Rúmföt.is. Í Rúmföt.is fæst glæsilegt úrval rúmfata og sérof- inna koddavera við allra hæfi. Þau bæði gleðja og umvefja þá sem þiggja þau í jólapakka og sofa í þeim sælir á jóla- nótt. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Rúmföt.is tók nýlega upp sendingu af dásamlegum barnarúmfatnaði. Jólarúmföt úr vönduðu satíni fást í úrvali fyrir alla í Rúmföt.is. Mitt mottó er að sælla er að gefa en þiggja. Ég vil veita frá- bæra þjónustu og bjóða eitthvað fyrir alla. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.