Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 38
Það eru til margar gerðir af lárperum, það er að segja, þær eru til í nokkrum litum og gerðum. Sagt er að lárpera inni- haldi 20 ólík vítamín og steinefni. Þar má til dæmis nefna K-vítamín, A-, C-, B5-, B6- og E-. Einnig má finna í þeim magn esíum, sink, járn og fleira. Það er hægt að nota lárperu í ýmislegt við matargerð og fólk ætti í rauninni að hafa hana oftar í matinn. Hér koma nokkrar hugmyndir að réttum með lár- peru. Brauð með eggi og lárperu Þetta er mjög einfaldur réttur sem passar vel að morgni eða í hádeginu. Uppskriftin miðast við einn. 1 egg ½ lárpera Safi úr einum sítrónubát Salt og pipar 1 sneið gróft brauð 1 msk. ferskar kryddjurtir Sjóðið vatn í potti. Setjið eggið í sjóðandi vatnið og sjóðið í 6-8 mínútur fyrir linsoðið egg en 8-10 mínútur fyrir harðsoðið. Kælið undir rennandi köldu vatni. Skerið lárperuna í tvennt og takið steininn úr. Takið kjötið úr hálfri lárperu og maukið það með gaffli. Bragðbætið með sítrónusafa, salti og pipar. Smyrjið brauðið með lárperu- maukinu og leggið eggið ofan á. Skreytið með ferskum krydd- jurtum. Lárpera er talin ofurfæða Lárpera eða avocado er einn eftirsóttasti ávöxtur í heimi enda er hann talinn ofurfæða sem er stútfull af vítamínum, góðri fitu og kalíum. Lárperan er mikið notuð í mexíkóskan mat, sérstaklega guacamole. Gróft brauð með lárperumauki og linsoðnu eggi er fínasti hádegisverður. Gróft brauð með lárperu- mauki, kotasælu, reyktum laxi og linsoðnu eggi. Flottur réttur í hádeginu og ein- falt að útbúa. NORDICPHOTOS/ GETTY Hrökkbrauð með niðurskorinni lárperu og osti. Diskur með túnfiski, tómötum, papriku, lárperu, rauð- lauk, gúrku og linsoðnu eggi. Kalt pastasalat með lárperu, tómötum, salati og fleiru. Guacamole og nasl. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Salat með lárperu Það er mjög gott að útbúa ferskt salat með lárperubitum, kjúklingi eða túnfiski, eggjum, tómötum, agúrku og ólífum eða öðru því sem til er í ísskápnum. Einnig er gott að gera kalt pastasalat. Hér er uppskrift. Guacamole Guacamole er mjög gott með taco, tortillum eða nasli en einn- ig í mexíkóska kjúklingasúpu. Í þessari uppskrift er hvítlaukur en hann er ekki alltaf hafður með. 2 vel þroskaðar lárperur 2 tómatar, fjarlægið innan úr þeim fræin og skerið smátt 1-2 pressuð hvítlauksrif 1 chili-pipar, fræhreinsaður, mjög smátt skorinn ½ rauðlaukur, smátt skorinn Ferskt kóríander, smátt skorið Safi úr einni límónu Salt og pipar Skerið lárperur í tvennt og fjar- lægið steininn. Takið kjötið úr með skeið og maukið. Bætið við smátt skornum tómötum, lauk og hvít- lauk. Blandið allt vel saman með gaffli og bætið síðan chili-pipar við blönduna. Ef þú vilt ekki hafa þetta of sterkt má minnka skammtinn. Loks er kóríander og límónusafa bætt við. Í lokin er maukið bragð- bætt með salti og pipar. Best er að bera maukið strax á borð. Pastasalat með tómat, lárperu og mozzarella 500 g pasta 250 g kirsuberjatómatar 2 lárperur 150 g mozzarella ostur Ferskt basil Salat Salt og pipar Dressing 6 msk. ólífuolía 2 msk. balsam Salt og pipar Gott er að setja líka chilli-pipar, hvítlauk og óreganó eftir smekk í dressinguna. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum. Sigtið og skolið með köldu vatni. Hrærið saman því sem á að fara í dressinguna og hellið yfir pastað. Setjið pasta í skál ásamt smá fersku salati, niðurskornum tóm- ötum og mozzarellakúlum. Setjið ferskt basil saman við. Bragð- bætið salatið með salti og pipar. ÞEIR ERU LOKSINS KOMNIR! VINSÆLU KULDASKÓRNIR MEÐ MANNBRODDUMNUM 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.