Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 30
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Málmaendurvinnslan hóf starfsemi fyrir aðeins fjórum mánuðum, en fyrirtækið kaupir brotajárn og brotamálma, f lokkar málminn og kemur honum svo í endurvinnslu í Hollandi. Að sögn Högna Auðunssonar framkvæmdastjóra er fyrirtækið að bjóða fólki nýjan valkost þegar kemur að því að flokka og skila af sér úrgangi. „Í dag hefur átt sér stað mikil vit- undarvakning varðandi mikilvægi þess að flokka og skila rétt af sér úrgangi, en um leið hafa fyrirtæki og einstaklingar gert sér sífellt betur grein fyrir því að í málmum og öðrum úrgangi liggja heilmikil verðmæti,“ segir Högni. „Fólk hefur vanist því að fara með dósir og flöskur í sérstaka móttöku til að fá greitt fyrir þær og nú býðst fólki að gera það sama með málma hjá okkur,“ segir Högni. „Það þarf því ekki lengur að fara með þetta í Sorpu, þar sem maður þarf jafnvel að borga fyrir að henda, heldur er hægt að koma til okkar með málmúrgang og fá greitt fyrir hann. Þannig er hægt að spara sér kostnað, skila rétt af sér og jafnvel græða fjárhagslega á umhverfisvernd, fyrir nú utan ávinninginn fyrir umhverfið.“ Engar lágmarkskröfur og gott verð „Við sækjumst aðallega eftir góð- málmum eins og áli, ryðfríu stáli, kopar, brassi, járni og rafmagns- köplum,“ segir Högni. „Við tökum líka á móti hvarfakútum úr bílum, sem geta verið mjög verðmætir. Á hverjum kút er númer sem segir til um verðmæti hans og við greiðum eftir því, en hver kútur getur verið allt að 12 þúsund króna virði. Þar sem við erum lítið fyrirtæki með mjög litla yfirbyggingu og engar stórar vinnuvélar f lytjum við út jafnóðum og við fyllum gáma. Fyrir vikið getum við greitt betur fyrir málmana en gengur og gerist,“ segir Högni. „Verðlistinn okkar hefur vakið mikla athygli og ótrúlega margir hafa sagt okkur að þeir hafi ekki haft hugmynd um að það væri hægt að fá greitt fyrir þennan úrgang. Við erum líka ekki með neinar lágmarkskröfur á magn, það er þess vegna hægt að mæta til okkar með eitt blönd- unartæki. Aftur á móti höfum við ekki aðstöðu til að taka á móti bílhræj- um, stórum raftækjum eða spilli- efnum,“ segir Högni. „Ísskápar eru til dæmis í f lokki spilliefna.“ Flokkun er framtíðin „Í framtíðinni verður einfaldlega gerð krafa um að skila öllu rétt af sér, annars fellur til aukakostn- aður,“ segir Högni. „Sem betur fer er vitundarvakning um mikil- vægi umhverfisverndar, því við þurfum öll að vera sameinuð í henni. Við viljum því hvetja sem f lesta til að koma til okkar svo við getum keypt eins mikið af brotamálmi og mögulegt er. Við vonumst svo til að geta stækkað starfsemi okkar þegar fram líða stundir.“ Nánari upplýsingar á www. malma.is. Sími: 519 9819 netfang: info@malma.is. Málmendurvinnslan er lítið fyrirtæki með mjög litla yfirbyggingu og engar stórar vinnuvélar. Fyrir vikið getur það greitt betur fyrir málma en gengur og gerist og verðlistinn hefur vakið athygli. Hjá Málmendurvinnslunni er hægt að skila rétt af sér og stuðla þannig að sjálfbærni og jafnvel græða um leið fjárhagslega á umhverfisverndinni. Málmendurvinnslan gerir engar lágmarkskröfur um magn en hefur ekki aðstöðu til að taka á móti bílhræjum, stórum raftækjum eða spilliefnum. Fólk hefur vanist því að fara með dósir og flöskur í sér- staka móttöku til að fá greitt fyrir þær og nú býðst fólki að gera það sama með málma hjá okkur. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RMÁLMIÐNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.