Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 18
Ekki að þeir sem
voru valdir áttu það
alveg skilið en ég var smá
hissa að toppliðið fengi ekki
einn fulltrúa. Kannski
endurspeglar þetta það sem
ég hef verið að segja í vetur
– okkar styrkleiki er liðs-
heildin.
Gunnar Magnússon
Laxeldi í Norður-Noregi
Fundur um áhrif laxeldis
á strjálbýlum strandsvæðum Norður-Noregs
fer fram í Matís að Vínlandsleið 12, Reykjavík
fimmtudaginn 19. desember kl. 15:00 til 16:30.
Fundurinn verður í boði Matís og verður fyrirlestur í höndum
Gunnars Davíðssonar deildarstjóri hjá fylkisstjórn Troms fylkis.
Áhugafólk um sjókvíaeldi er hvatt til að mæta.
FÓTBOLTI Í kvöld verður vonandi
f lautað til leiks í viðureign Barce-
lona og Real Madrid í toppslag
spænska boltans á Nývangi. Gífur-
legar öryggisráðstafanir eru í Barce-
lona-borg fyrir leikinn og munu
leikmenn liðanna vera á sama hót-
eli áður en haldið verður á völlinn
í ómerktum rútum. Fyrir leikinn
eru liðin jöfn með 35 stig á toppi
deildarinnar.
Real Madrid flýgur í dag til Barce-
lona en þeir hafa gefið það út að liðið
muni ekki yfirgefa flugvélina nema
öryggi allra um borð verði tryggt.
Leikurinn átti að vera 26. október
en var frestað vegna óeirða á götum
Barcelona eftir að níu pólitíkusar frá
Katalóníu voru settir í járn.
Liðin munu verða hvort á sinni
hæðinni á Princesa Sofia hótelinu og
ferðast í ómerktum rútum á völlinn.
Venjulega koma leikmenn Barcelona
á sínum eigin bílum á heimaleiki en
nú var ákveðið að liðið yrði sam-
ferða. Tsunami Democratic hefur
aftur boðað mótmæli fyrir utan völl-
inn og í nágrenni hans og er búist við
18 þúsund manns.
Barcelona hefur unnið sex El
Clas ico í röð gegn Real Madrid í
deildinni og reyndar eru tapleikirn-
ir aðeins fjórir í síðustu 22 deildar-
leikjum liðanna. – bb
Leikið í skugga mótmæla
Það er aldrei skortur á látum þegar þessi lið mætast. NORDICPHOTOS/GETTY
HANDBOLTI „Auðvitað finnst ein-
hverjum þetta skrýtið að vera að
þjálfa Hauka en vera búinn að
ákveða að þjálfa annað lið á næsta
tímabili en svona er þessi bransi.
Þetta er starfið mitt og undirbún-
ingstímabilið er stutt og tíðindin
gerast oft yfir tímabilið,“ segir
Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka,
en í gær var tilkynnt að hann tæki
við Aftureldingu eftir tímabilið.
Einar Andri Einarsson hættir eftir
yfirstandandi keppnistímabil, þegar
samningur hans rennur út, eftir sex
ár í Mosfellsbænum og tekur Gunnar
við hans búi. „Það hjálpar að taka við
góðu búi og það einfaldar ákvörðun-
ina mikið. Einar Andri er búinn að
gera frábæra hluti síðustu ár og liðið
er að berjast um alla titla.
Við erum góðir félagar og hann
hvatti mig til að taka við af sér. Það
hjálpaði mikið. Ég tók við góðu búi
hjá Haukum á sínum tíma og geri
það aftur núna. Ég þekki líka til í
baklandi UMFA og það er mikill
metnaður í Mosfellsbæ og þess
vegna er ég kominn þangað.“
Gunnar tók við Haukum af Pat-
reki Jóhannessyni árið 2015 eftir að
hafa gert ÍBV að Íslands- og bikar-
meisturum. Liðið varð deildar-
og Íslandsmeistari árið 2016 og
deildarmeistari á síðasta tímabili.
Haukar eru efstir eftir 14 umferðir
og var Gunnar valinn besti þjálfari
fyrri hluta mótsins í uppgjörsþætti
Seinni bylgjunnar sem tekinn var
upp á Ölveri. Enginn leikmaður
Hauka komst þó í úrvalslið fyrri
hlutans sem mörgum þótti skrýtið.
„Miðað við að við erum á toppnum
og slógum Val út úr bikarnum
þá fannst mér einhver af mínum
leikmönnum eiga skilið sæti í því
liði. Ekki að þeir sem voru valdir
áttu það alveg skilið en ég var smá
hissa að toppliðið fengi ekki einn
fulltrúa. Kannski endurspeglar
þetta það sem ég hef verið að segja
í vetur – okkar styrkleiki er liðs-
heildin. Það er kannski ekki ein-
staklingsgæði sem hafa verið að
skila okkur á toppinn heldur liðið.
Það hafa margir lagt í púkkið.“
Ákveðið í sumar
Gunnar segir að hann hafi tekið
ákvörðun um að róa á önnur mið
í sumar. „Þegar maður er þjálfari,
sama í hvaða íþróttagrein það er, þá
er alltaf ákveðinn kúnst að þekkja
sinn vitjunartíma. Ég vildi finna
rétta tímapunktinn og hætta með
sæmd. Ég er enn þá ungur og á nóg
eftir og get þá komið aftur í Hauka.
Það eru forréttindi að starfa fyrir
þetta félag sem er að mínu mati
stærsta handboltafélag á Íslandi.
Það er ótrúlega gott að vera hérna.“
Hann segir að það sé engin til-
viljun að Haukar séu búnir að vera
á toppnum í mörg ár, metnaðurinn
sé mikill og umgjörð og starfsfólk
fyrsta f lokks. „Það er ekkert verið
að fara á bak við einn né neinn og
allir hafa vitað hver mín staða væri.
Mér finnst betra að vera heiðar-
legur, bæði gagnvart stjórn og leik-
mönnum. Mér fannst mikilvægt
að skilja vel við Hauka enda hefur
okkar samstarf verið gott. Í þessu
starfi er það ekki sjálfsagður hlutur
að geta skilið vel við liðin.“
Spennandi landslið
Gunnar er einnig aðstoðarþjálfari
Guðmundar Guðmundssonar hjá
íslenska landsliðinu sem mætir til
undirbúnings fyrir EM í handbolta
á Þorláksmessu. Liðið heldur til
Þýskalands 3. janúar þar sem það
mun spila gegn Þjóðverjum í Mann-
heim þann 4. janúar.
Eftir vináttuleikinn gegn Þjóð-
verjum kemur liðið aftur heim og
æfir þar allt þar til það fer á EM
þann 9. janúar. Fyrsti leikur liðsins
á EM verður laugardaginn 11. janúar
gegn Dönum í Malmö.
„Við erum að koma með spenn-
andi lið og við erum komnir með
góða blöndu af yngri og eldri leik-
mönnum. Það er ljóst að það eru
spennandi ár fram undan. Þessi
kynslóð er feikilega öflug. Riðillinn
er erfiður og getur farið á ýmsa vegu
en við erum spenntir.
Jólin verða hefðbundin með fjöl-
skyldunni. Ég fæ frí um hátíðarnar
en þær eru þó að miklu leyti helg-
aðar æfingum og undirbúningi fyrir
EM.“ benediktboas@frettabladid.is
Verður kjúklingabóndi í Mosfellsbæ
Gunnar Magnússon ákvað í sumar að þetta yrði síðasta tímabil hans með Haukum. Í gær var svo tilkynnt að hann taki við liði
Aftureldingar. Gunnar segist hlakka til komandi tíma í Mosfellsbæ og kveðja Hauka með reisn og vonist til að starfa aftur þar á bæ.
Gunnar tók við Haukum af Patreki Jóhannessyni árið 2015 eftir að hafa gert ÍBV að Íslands- og bikarmeisturum
árið áður. Liðið varð deildar- og Íslandsmeistari árið 2016 og deildarmeistari á síðasta tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT