Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 41
Ei tu rá hr ifa pr óf an ir Fa si 1 Fa si 2 Fa si 3 IPO/Yfirtaka Fo rk lín ís ka r r an ns ók ni r 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025 2026 2027 2028 ✿ Áætlanir EpiEndo V I R Ð I F Y R I R T Æ K I S I N S Finnur Friðrik Einarsson rekstrarstjóri og Friðrik Rúnar Garðarsson, stofnandi lyfjaþróunarfyrirtækisins EpiEndo. Þeir gera sér væntingar um að það taki skemmri tíma að koma lyfinu á markað en hefðbundið er. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI nýsköpunarumhverfinu á Íslandi til að styðja við fyrirtæki eins og EpiEndo. Framan af nutum við þess að fá dreifðan hóp englafjárfesta að málinu með minni upphæðir en samfara nýjustu fjármögnun félagsins hefur komið inn meiri kjölfesta reyndra fjárfesta. Það var kannski eðlilegt á fyrstu stigum að stærri aðilar svo sem nýsköpunar- sjóðir þyrftu góða atrennu að þessu máli þar sem þekking á frumlyfja- þróun er takmörkuð á Íslandi og ekki nægjanlegur slagkraftur á nýsköpunarsviði hér á landi,“ segir Friðrik. „Ég ætla ekki að draga fjöður yfir það að það var erfitt ferli framan af að ná til fjárfesta og ná sér á þann stað sem við erum á núna. Það eru hins vegar skýr merki, sem við erum að sjá núna, um að líklega verður f jármögnun okkar mun auðveldari héðan í frá þrátt fyrir að mun hærri upphæðir séu undir, eins þversagnarkennt og það nú er. Við erum komnir á þann stað í þróun félagsins að sérhæfðir fjár- festar á þessu sviði fara að stíga þétt inn á sviðið,“ segir Friðrik. Langt í land Hvernig er útlitið og aðstæðurnar á markaðnum fyrir lyfið ykkar og hvenær teljið þið að lyfið komist á markað og sjúklingar geti farið að taka það inn að læknisráði? „Við teljum aðstæðurnar fyrir lyfið okkar vart geta verið betri í ljósi þess að nú þegar er sterkt kall til staðar eftir „ósýkladrepandi“ af leiðu af Azithromycin (Zitro- max) hjá bæði sjúklingum með þráláta öndunarvegasjúkdóma og samtökum lungnalækna um víða veröld,“ segir Friðrik. „Aðstæðurnar á markaðnum eru þær að horfur sjúklinga með til dæmis langvinna lungnateppu hafa lítið batnað frá því um miðja síðustu öld og þau lyf sem helst eru notuð til að milda gang sjúk- dómsins hafa takmarkaða getu til að vinna gegn framgangi sjúk- dómanna og eru fyrst og fremst einkennamildandi. Aftur á móti hafa bæði berkjuvíkkandi lyf og nýrnahettusterar, sem mest eru notuð í dag til að meðhöndla þrá- láta öndunarvegasjúkdóma, svo víðtækar hliðarverkanir í líkam- anum séu þau tekin inn um munn að frá árinu 1980 hafa þessi lyf meira og minna færst yfir í púst, til að komast hjá hliðarverkunum. Slíkur úðabúnaður er bæði dýr í framleiðslu og mengandi því bæði er hann búinn til úr plasti og svo eru notaðar gróðurhúsaloftteg- undir til að mynda úðann. Örvænting yfir úrræðaleysinu meðal þeirra sem þjást af þessum sjúkdómum sem og þeirra sem meðhöndla fólkið með þá hefur gert það að verkum að sala á skráðum meðferðum við vanda- málunum hefur stigaukist undan- farna þrjá áratugi og nálgast velta pústamarkaðarins í tengslum við þráláta öndunarvegasjúkdóma í fullorðnum 25 milljarða Banda- ríkjadollara á ári,“ segir Friðrik. „Við sjáum fyrir okkur að lyfið okkar komi ekki aðeins til með að höfða til stórs hluta af núverandi markhópi fyrir pústin heldur muni okkar lausn umturna markaðnum og endurskilgreina hann með viss- um hætti. Okkar sýn er sú að með- ferðin muni ekki aðeins skírskota til þeirra sem eru lengst leiddir af sínum sjúkdómi og eru orðnir tíðir gestir á bráðamóttökum og lungna- deildum sjúkrahúsanna heldur fyrst og fremst til meðhöndlunar þeirra sem hafa sjúkdómana á frumstigum svoleiðis að hefta megi framgang þeirra og koma í veg fyrir að viðkomandi þrói þá með sér allt á lokastig,“ segir hann. „Fyrst er ætlunin að koma lyfinu á markað fyrir þá sem eru lengst leiddir af sínum sjúkdómi,“ segir Finnur í framhaldinu, „og munu upphafsáhrifin af því verða veruleg vegna þess að ef okkar efni virkar jafnvel og Zithromax til að draga úr sjúkdómsbyrðinni þá erum við að horfa fram á 30-50 prósenta sam- drátt í innlagnatíðni vegna versn- unar á langvinnri lungnateppu sem myndi skila sér í verulegum sparn- aði fyrir heilbrigðis- og hagkerfið. Áhrifin til lengri tíma verða svo vonandi þau að færri þrói með sér lungnateppu en þar er þó á brattann að sækja því reykingar eru ekki lengur helsta orsök lang- vinnrar lungnateppu á heimsvísu heldur mengandi og ætandi efna- sambönd í andrúmsloftinu sem eru upprunnin úr iðnaði og brennslu jarðefnaeldsneytis. Þannig sjáum við fyrir okkur að undir lok einka- leyfistímabilsins okkar verði lyfið tekið inn af f leirum en sjúklingum og ætti til að mynda að takast inn af öllum sem búa við lök loftgæði og sjá ástæðu til að ganga með and- litsgrímur utandyra,“ segir Finnur. „Þetta er möguleg framtíðar- músík og fókusinn núna og enn um sinn verður að vera sá að stað- festa virknimáta lyfsins í gegnum skammtíma meðhöndlun í litlum hópum fólks með öndunarvega- sjúkdóma áður en farið verður út í stærri og viðameiri rannsóknir við að kortleggja þjóðhagslega ávinn- inginn af langtímanotkun lyfjanna í öndunarvegasjúkdómaþýðinu. Ef engar þróunarhraðbrautir fást samþykktar hjá Lyfjastofnun Evr- ópu mun lyfið okkar ekki komast í uppáskriftir fyrr en árið 2027-2028. Við munum auðvitað færa fram ágæt rök sem hníga að því að koma lyfinu okkar hraðar í umferð til þeirra sem eru í verstri stöðu og skapa mestan kostnað í heil- brigðisþjónustunni og það er ekki útilokað að okkur takist það en það verður að koma í ljós,“ segir Finnur. „Björtustu vonir okkar eru þær að lyfið gæti fengist samþykkt fyrir lengst leiddu öndunarvegasjúkl- ingarna á árinu 2025 og við verð- um bara að sjá til hvernig okkur lukkast þau áform. Þó að leiðin á markað liggi enn nokkur ár inn í framtíðina og kostnaðurinn komi til með að hlaupa á hundruðum milljóna evra eða dala þá erum við afar bjartsýn um að þróunar- braut okkar skili okkur farsællega á áfangastað.“ Ég ætla ekki að draga fjöður yfir það að það var erfitt ferli framan af að ná til fjárfesta og ná sér á þann stað sem við erum á núna. Friðrik Garðarsson Við vitum ekki til þess nei að frumlyf hafi verið þróuð á Íslandi áður. Einhverjir hafa haft þann ásetning en ekki tekist. Friðrik Garðarsson MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.