Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 44
Skotsilfur Mótmæli í Hong Kong leiddu til 5 milljarða dollara fjármagnsflótta Mótmæli gegn ríkisstjórn Kína hafa leitt til þess að fjárfestar hafa dregið fimm milljarða dollara frá Hong Kong frá því í apríl eða ígildi 1,3 prósenta af landsframleiðslu sjálfstjórnarhéraðsins. Mótmælin hófust í mars þegar ríkisstjórnin lagði fram frumvarp um framsal fanga til Kína. Efnahags- samdráttur er í borginni og of beldi geysar. Á myndinni eru löggæslumenn sem eiga að hafa gætur á mótmælendum. NORDICPHOTOS/GETTY Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um að yngri aldurshópar hafi setið eftir í kaupmáttaraukningu síðustu ára- tuga. Til dæmis jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna 35-44 ára um 22% frá 2000 til 2018 en hjá 55-64 ára nam aukningin 56% á sama tíma. Ástæður þessa eru ekki að fullu þekktar en meðfylgjandi mynd gæti þó skýrt þróunina að ein- hverju leyti. Aldur íslenskra framkvæmda- stjóra, sem yfirleitt hafa fremur háar tekjur, hefur farið hækkandi bæði almennt séð en einnig að teknu tilliti til breyttrar aldurs- dreifingar þjóðarinnar. Þannig hefur hlutfall 46 ára og Íslenskir stjórnendur eldast   Sitt sý nist hverjum um ákvörðun Seðlabankans um að halda vöxtum óbreyttum í síðustu viku eftir 1,5% lækkun á árinu. Bent hefur verið á að hagkerfið þurfi súrefni og að óljós skilaboð bankans hafi þrýst upp markaðsvöxtum að undanförnu þó stýrivextir hafi ekki breyst. Þar með hafi gengið á vaxtalækkanir ársins. En setja þarf þróun markaðsvaxta í stærra sam- hengi. Vaxtalækkanir á mörkuðum eiga sér oftar en ekki stað mun fyrr en stýrivaxtalækkanir, enda mark- aðurinn væntingadrifinn. Þannig lækkuðu óverðtryggðir markaðs- vextir um 2% áður en Seðlabankinn hóf núverandi vaxtalækkunarferli, í kjölfar þess að órói skapaðist í kringum WOW í lok árs 2018. Enn fremur hafa þeir lækkað um 0,5% síðan vaxtalækkunarferlið hófst, og hafa því lækkað um 2,5% á rúmu ári, umtalsvert meira en stýrivextir. Þá er ekki sjálfgefið að markaðs- vextir hreyfist ætíð í takt við stýri- vexti. Á skilvirkasta skuldabréfa- markaði heims, í Bandaríkjunum, má sjá reglulegt f lökt í kringum og á milli stýrivaxtaákvarðana. Á jafnlitlum markaði og á Íslandi geta takmörkuð skoðanaskipti hreyft markaðinn töluvert meira en þar. Að lokum getur gólf skapast á markaðsvexti í lækkunarferli, þar sem fjöldi breyta getur haft áhrif á afstöðu fjárfesta. Í Bandaríkjunum voru stýrivextir lengi vel við núllið, en markaðsvextir fóru aldrei nærri núlli. Áhrifa neðri marka vaxta er auk þess farið að gæta á f leiri stöðum. Grunnvextir stærstu bankanna á óverðtryggðum lánum hafa lækkað að meðaltali um 2% frá vorinu 2016, þegar stýrivextir voru 2,75% hærri en í dag. Hægja tók á grunnvaxta- lækkunum á árinu. Ein skýringin er að erfitt er að lækka innlána- vexti leiðrétt fyrir verðbólgu mikið niður fyrir núll. Nafnvextir á inn- lánareikningum hafa lækkað um 1,8-2,6% á umræddu tímabili eftir upphæðum. Ef stýrivaxtalækkanir hefðu skilað sér að fullu á útlána- markaðinn hefðu innlánavextir þurft að fylgja, og raunvextir því orðið enn neikvæðari á sumum reikningum, til að koma í veg fyrir minnkandi vaxtamun sem er helsta tekjustoð viðskiptabanka. Í Evrópu hafa mjög lágir vextir verulega laskað bankakerfið, og benda nýlegar rannsóknir til þess að of lágir vextir hamli útlánavexti banka. Vissulega erum við ekki komin á neikvæðar slóðir, og e.t.v. er svigrúm enn til staðar, en þróun út- og innlánavaxta hjá bönkunum kann að benda til þess að við séum farin að finna fyrir þolmörkunum. Á sama tíma er gerð krafa um að bankarnir gefi í í útlánaveitingum til fyrirtækja, enda hægt á útlána- vexti í niðursveiflunni. Líkt og með markaðsvextina þarf þó að setja vöxtinn í samhengi. Útlána vöxtur til atvinnufyrirtækja var 14% milli ára í fyrra, 7% árið 2017 og 9% fyrstu 10 mánuði ársins þó vöxtur í októ- ber hafi mælst 2% m.v. sama tíma í fyrra. Það sem af er ári hefur sam- bærilegur útlánavöxtur í Banda- ríkjunum verið 7% eftir verulegar sveif lur síðustu ár, en aldrei verið meiri en 13% á ári frá kreppulokum. Útgáfa fyrirtækjaskuldabréfa hefur þó tekið stökk, en slík fjármögnun hefur tekið við sér á alþjóðavísu í lágvaxtaumhverfi. Í Evrópu var ársvöxtur bankaútlána 4% í síðustu mælingu, eitt hæsta gildið frá því að kreppan skall á. Ljóst er af reynslu Evrópu að áhrif vaxta á útlán og fjárfestingu geta verið takmörkuð, sérstaklega á óvissutímum þegar áhættufælni eykst. Þá mun lægra vaxtastig engin áhrif hafa á ákvörðun stórs banka hérlendis að minnka útlána- safn sitt umtalsvert sökum nýrra áherslna. Það kann að hleypa lífi í markað með fyrirtækjaskulda- bréf, en slík kerfisbreyting tekur tíma. Stærsta lexían frá Evrópu er mikilvægi samspils peninga- og fjármálastefnu í niðursveiflu. Mjög lágir, jafnvel neikvæðir vextir, á rík- isbréfum þarlendra ríkja má túlka sem sterka kröfu markaðarins um að ríki ráðist í nauðsynlegar fjár- festingar. Margar rannsók nir benda til þess að í niðursveif lu séu ruðningsáhrifin af umsvifum ríkisins jákvæð, þar sem áhættu- fælni einkageirans minnkar og eftirspurn er haldið á lofti. Atburðir síðastliðinnar viku sýna að nóg er af arðbærum inn- viðaverkefnum í landinu og hefur ríkið nú aðgang að fjármagni á sögulega lágum vöxtum. Þó að vaxtabreytingar geti stutt við efna- hagslífið undir ákveðnum kring- umstæðum ætt um við að varast að endurtaka mistök nágrannalanda okkar þar sem allri ábyrgðinni um endurreisn var varpað á peninga- stefnuna. Áhrifamáttur vaxta  Kristrún Frostadóttir aðalhagfræð- ingur Kviku ✿ Aldur framkvæmdastjóra 12% 10 8 6 4 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 ‘15 ‘16 ‘17 ‘18 n 46 ára og eldri n 45 ára og yngri eldri Íslendinga á vinnumarkaði sem eru framkvæmdastjórar tvö- faldast á meðan hlutfallið hefur nokkurn veginn staðið í stað hjá 45 ára og yngri. Ósagt skal látið að svo stöddu hvort þróunin sé jákvæð eða nei- kvæð. Flestir eru hins vegar sammála um að í atvinnulíf inu sem og annars staðar skipti fjölbreytni, reynsla og endurnýjun máli og því er að minnsta kosti rétt að fylgjast með þróuninni. +87% +3% H ei m ild : H ag st of a Ís la nd s Hlutfall af aldurshóp í heild1 Tvær flugur Starfsmenn Lands- bankans geta ekki kvartað yfir gjaf- mildi bankans yfir hátíðarnar enda fara þeir í jólafrí með veglegt 45 þúsund króna gjafabréf hjá Icelandair. Þarna sló Lilja B. Einarsdóttir bankastjóri tvær flugur í einu höggi. Ánægja eykst meðal starfsfólks og einn stærsti lántakandi bankans fær væna innspýtingu af reiðufé. Ekki veitir af í ljósi þess að Icelandair gerir nú ráð fyrir því að MAX-vélarn- ar verði komnar í rekstur í maí en ekki í mars eins og áður hafði verið gert ráð fyrir. Og svo lítur betur út að bókfæra hærri starfsmanna- kostnað en að niðurfæra lán. Nýlunda Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðla- bankastjóri stóðu fyrir svör- um á kynningarfundi í síðustu viku. Markaðurinn tók illa í skilaboð bankans, sem þóttu óskýr, og furðaði sig á sumum svörum stjórnendanna. Eitt af því sem vakti athygli í máli þeirra voru þau ummæli að vextir hér á landi væru komnir mjög langt niður og ef þeir yrðu lækkaðir frekar myndi vaxtamunur íslensku viðskipta- bankanna minnka. Það þykir nýlunda ef vaxtastefnan er farin að taka mið af dræmri afkomu bankanna með því að vernda vaxta mun þeirra. Stokkað upp? Það styttist í aðal- fund Icelandair á næsta ári. Líklegt þykir að stokkað verði upp í stjórninni, sem stýrt er af Úlfari Steindórssyni, en tilnefningarnefnd félagsins er sögð horfa til þess að fá inn erlenda stjórnarmenn. Akkílesar- hæll stjórnarinnar er hve fáir hafa djúpa þekkingu á alþjóðlegum flugrekstri. Stærsti hluthafinn, bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital sem fjárfesti í Iceland- air í vor, hefur hug á að tefla fram erlendum stjórnarmanni. Það yrði gæfuspor fyrir íslenska flugfélagið sem glímir við marg- víslegan vanda. Meðal annars að það skortir öflugan hluthafa með skýra sýn á reksturinn. Vonandi mun PAR Capital stoppa í það gat. Konráð Guðjónsson Hagfræðingur Viðskiptaráðs RÁÐDEILDIN 1Í aldursskiptingu í heild er miðað við 16-45 ára og 46-67 ára, en í tölum um framkvæmdastjóra er ekki kveðið á um sérstök efri eða neðri mörk. 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.