Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 44
Skotsilfur Mótmæli í Hong Kong leiddu til 5 milljarða dollara fjármagnsflótta
Mótmæli gegn ríkisstjórn Kína hafa leitt til þess að fjárfestar hafa dregið fimm milljarða dollara frá Hong Kong frá því í apríl eða ígildi 1,3 prósenta
af landsframleiðslu sjálfstjórnarhéraðsins. Mótmælin hófust í mars þegar ríkisstjórnin lagði fram frumvarp um framsal fanga til Kína. Efnahags-
samdráttur er í borginni og of beldi geysar. Á myndinni eru löggæslumenn sem eiga að hafa gætur á mótmælendum. NORDICPHOTOS/GETTY
Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um að yngri aldurshópar hafi setið eftir
í kaupmáttaraukningu síðustu ára-
tuga. Til dæmis jókst kaupmáttur
ráðstöfunartekna 35-44 ára um
22% frá 2000 til 2018 en hjá 55-64
ára nam aukningin 56% á sama
tíma.
Ástæður þessa eru ekki að fullu
þekktar en meðfylgjandi mynd
gæti þó skýrt þróunina að ein-
hverju leyti.
Aldur íslenskra framkvæmda-
stjóra, sem yfirleitt hafa fremur
háar tekjur, hefur farið hækkandi
bæði almennt séð en einnig að
teknu tilliti til breyttrar aldurs-
dreifingar þjóðarinnar.
Þannig hefur hlutfall 46 ára og
Íslenskir stjórnendur eldast
Sitt sý nist hverjum um ákvörðun Seðlabankans um að halda vöxtum óbreyttum í síðustu viku eftir 1,5% lækkun á árinu. Bent hefur
verið á að hagkerfið þurfi súrefni
og að óljós skilaboð bankans hafi
þrýst upp markaðsvöxtum að
undanförnu þó stýrivextir hafi
ekki breyst. Þar með hafi gengið á
vaxtalækkanir ársins. En setja þarf
þróun markaðsvaxta í stærra sam-
hengi. Vaxtalækkanir á mörkuðum
eiga sér oftar en ekki stað mun fyrr
en stýrivaxtalækkanir, enda mark-
aðurinn væntingadrifinn. Þannig
lækkuðu óverðtryggðir markaðs-
vextir um 2% áður en Seðlabankinn
hóf núverandi vaxtalækkunarferli,
í kjölfar þess að órói skapaðist í
kringum WOW í lok árs 2018. Enn
fremur hafa þeir lækkað um 0,5%
síðan vaxtalækkunarferlið hófst,
og hafa því lækkað um 2,5% á rúmu
ári, umtalsvert meira en stýrivextir.
Þá er ekki sjálfgefið að markaðs-
vextir hreyfist ætíð í takt við stýri-
vexti. Á skilvirkasta skuldabréfa-
markaði heims, í Bandaríkjunum,
má sjá reglulegt f lökt í kringum
og á milli stýrivaxtaákvarðana.
Á jafnlitlum markaði og á Íslandi
geta takmörkuð skoðanaskipti
hreyft markaðinn töluvert meira
en þar. Að lokum getur gólf skapast
á markaðsvexti í lækkunarferli, þar
sem fjöldi breyta getur haft áhrif á
afstöðu fjárfesta. Í Bandaríkjunum
voru stýrivextir lengi vel við núllið,
en markaðsvextir fóru aldrei nærri
núlli.
Áhrifa neðri marka vaxta er auk
þess farið að gæta á f leiri stöðum.
Grunnvextir stærstu bankanna á
óverðtryggðum lánum hafa lækkað
að meðaltali um 2% frá vorinu 2016,
þegar stýrivextir voru 2,75% hærri
en í dag. Hægja tók á grunnvaxta-
lækkunum á árinu. Ein skýringin
er að erfitt er að lækka innlána-
vexti leiðrétt fyrir verðbólgu mikið
niður fyrir núll. Nafnvextir á inn-
lánareikningum hafa lækkað um
1,8-2,6% á umræddu tímabili eftir
upphæðum. Ef stýrivaxtalækkanir
hefðu skilað sér að fullu á útlána-
markaðinn hefðu innlánavextir
þurft að fylgja, og raunvextir því
orðið enn neikvæðari á sumum
reikningum, til að koma í veg fyrir
minnkandi vaxtamun sem er helsta
tekjustoð viðskiptabanka.
Í Evrópu hafa mjög lágir vextir
verulega laskað bankakerfið, og
benda nýlegar rannsóknir til þess
að of lágir vextir hamli útlánavexti
banka. Vissulega erum við ekki
komin á neikvæðar slóðir, og e.t.v.
er svigrúm enn til staðar, en þróun
út- og innlánavaxta hjá bönkunum
kann að benda til þess að við séum
farin að finna fyrir þolmörkunum.
Á sama tíma er gerð krafa um að
bankarnir gefi í í útlánaveitingum
til fyrirtækja, enda hægt á útlána-
vexti í niðursveiflunni. Líkt og með
markaðsvextina þarf þó að setja
vöxtinn í samhengi. Útlána vöxtur
til atvinnufyrirtækja var 14% milli
ára í fyrra, 7% árið 2017 og 9% fyrstu
10 mánuði ársins þó vöxtur í októ-
ber hafi mælst 2% m.v. sama tíma í
fyrra. Það sem af er ári hefur sam-
bærilegur útlánavöxtur í Banda-
ríkjunum verið 7% eftir verulegar
sveif lur síðustu ár, en aldrei verið
meiri en 13% á ári frá kreppulokum.
Útgáfa fyrirtækjaskuldabréfa hefur
þó tekið stökk, en slík fjármögnun
hefur tekið við sér á alþjóðavísu
í lágvaxtaumhverfi. Í Evrópu var
ársvöxtur bankaútlána 4% í síðustu
mælingu, eitt hæsta gildið frá því að
kreppan skall á.
Ljóst er af reynslu Evrópu að
áhrif vaxta á útlán og fjárfestingu
geta verið takmörkuð, sérstaklega
á óvissutímum þegar áhættufælni
eykst. Þá mun lægra vaxtastig
engin áhrif hafa á ákvörðun stórs
banka hérlendis að minnka útlána-
safn sitt umtalsvert sökum nýrra
áherslna. Það kann að hleypa lífi
í markað með fyrirtækjaskulda-
bréf, en slík kerfisbreyting tekur
tíma. Stærsta lexían frá Evrópu er
mikilvægi samspils peninga- og
fjármálastefnu í niðursveiflu. Mjög
lágir, jafnvel neikvæðir vextir, á rík-
isbréfum þarlendra ríkja má túlka
sem sterka kröfu markaðarins um
að ríki ráðist í nauðsynlegar fjár-
festingar. Margar rannsók nir
benda til þess að í niðursveif lu
séu ruðningsáhrifin af umsvifum
ríkisins jákvæð, þar sem áhættu-
fælni einkageirans minnkar og
eftirspurn er haldið á lofti.
Atburðir síðastliðinnar viku
sýna að nóg er af arðbærum inn-
viðaverkefnum í landinu og hefur
ríkið nú aðgang að fjármagni á
sögulega lágum vöxtum. Þó að
vaxtabreytingar geti stutt við efna-
hagslífið undir ákveðnum kring-
umstæðum ætt um við að varast að
endurtaka mistök nágrannalanda
okkar þar sem allri ábyrgðinni um
endurreisn var varpað á peninga-
stefnuna.
Áhrifamáttur vaxta
Kristrún
Frostadóttir
aðalhagfræð-
ingur Kviku
✿ Aldur framkvæmdastjóra
12%
10
8
6
4
‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 ‘15 ‘16 ‘17 ‘18
n 46 ára og eldri
n 45 ára og yngri
eldri Íslendinga á vinnumarkaði
sem eru framkvæmdastjórar tvö-
faldast á meðan hlutfallið hefur
nokkurn veginn staðið í stað hjá
45 ára og yngri.
Ósagt skal látið að svo stöddu
hvort þróunin sé jákvæð eða nei-
kvæð.
Flestir eru hins vegar sammála
um að í atvinnulíf inu sem og
annars staðar skipti fjölbreytni,
reynsla og endurnýjun máli og því
er að minnsta kosti rétt að fylgjast
með þróuninni.
+87%
+3%
H
ei
m
ild
: H
ag
st
of
a
Ís
la
nd
s
Hlutfall af aldurshóp í heild1
Tvær flugur
Starfsmenn Lands-
bankans geta ekki
kvartað yfir gjaf-
mildi bankans
yfir hátíðarnar
enda fara þeir í
jólafrí með veglegt
45 þúsund króna
gjafabréf hjá Icelandair. Þarna sló
Lilja B. Einarsdóttir bankastjóri
tvær flugur í einu höggi. Ánægja
eykst meðal starfsfólks og einn
stærsti lántakandi bankans fær
væna innspýtingu af reiðufé. Ekki
veitir af í ljósi þess að Icelandair
gerir nú ráð fyrir því að MAX-vélarn-
ar verði komnar í rekstur í maí en
ekki í mars eins og áður hafði verið
gert ráð fyrir. Og svo lítur betur út
að bókfæra hærri starfsmanna-
kostnað en að niðurfæra lán.
Nýlunda
Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri
og Rannveig
Sigurðardóttir
aðstoðarseðla-
bankastjóri
stóðu fyrir svör-
um á kynningarfundi
í síðustu viku. Markaðurinn tók
illa í skilaboð bankans, sem þóttu
óskýr, og furðaði sig á sumum
svörum stjórnendanna. Eitt af því
sem vakti athygli í máli þeirra voru
þau ummæli að vextir hér á landi
væru komnir mjög langt niður og
ef þeir yrðu lækkaðir frekar myndi
vaxtamunur íslensku viðskipta-
bankanna minnka. Það þykir
nýlunda ef vaxtastefnan er farin
að taka mið af dræmri afkomu
bankanna með því að vernda
vaxta mun þeirra.
Stokkað upp?
Það styttist í aðal-
fund Icelandair
á næsta ári.
Líklegt þykir að
stokkað verði
upp í stjórninni,
sem stýrt er af
Úlfari Steindórssyni,
en tilnefningarnefnd félagsins
er sögð horfa til þess að fá inn
erlenda stjórnarmenn. Akkílesar-
hæll stjórnarinnar er hve fáir hafa
djúpa þekkingu á alþjóðlegum
flugrekstri. Stærsti hluthafinn,
bandaríska fjárfestingarfélagið
PAR Capital sem fjárfesti í Iceland-
air í vor, hefur hug á að tefla
fram erlendum stjórnarmanni.
Það yrði gæfuspor fyrir íslenska
flugfélagið sem glímir við marg-
víslegan vanda. Meðal annars að
það skortir öflugan hluthafa með
skýra sýn á reksturinn. Vonandi
mun PAR Capital stoppa í það gat.
Konráð
Guðjónsson
Hagfræðingur
Viðskiptaráðs
RÁÐDEILDIN
1Í aldursskiptingu í heild er miðað við 16-45 ára og 46-67 ára, en í tölum um
framkvæmdastjóra er ekki kveðið á um sérstök efri eða neðri mörk.
1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN