Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 54
Það er gaman að fá glæpsamlega hugmynd, segir Stefán Máni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Aðventa er sjöunda bók Stefáns Mána um lögreglumann-inn Hörð Grímsson. Stefán Máni segist a ð s p u r ð u r v i t a hversu margar bækurnar í bóka- f lokknum muni verða, en vill samt ekki nefna tölu. „Ég er ekki alveg búinn,“ er það eina sem hann lætur uppi. Um söguþráðinn segir hann: „Annars vegar er ég að skrifa glæpasögu og hins vegar Harðar sögu Grímssonar þar sem bætast við púsl í líf hans. Þetta er persónu- leg bók hvað Hörð varðar. Hann er að glíma við sjálfan sig, eins og oft áður. Í þetta sinn snýst spennan aðal- lega um týnda hælisleitendur. Fjór- ir hælisleitendur hverfa, tveir frá Austurlöndum og tveir frá Afríku. Eins og það er orðað á fundi sem Hörður situr þá poppa upp rauð f lögg þegar nöfnum þessara manna er slegið upp í kerfinu. Að minnsta kosti einn þessara manna er með tengsl við þekkta hryðjuverka- hópa. Það má ekki skelfa almenn- ing eða skapa uppnám þannig að Hörður og annar maður til hefja leit að þesssum mönnum svo lítið ber á. Á sama tíma finnst eldri kona látin heima hjá sér í Vesturbænum og það mál hreyfir meira við Herði af persónulegum ástæðum.“ Birtist fyrst sem aukapersóna Spurður af hverju hann hafi svo sterkar taugar til Harðar segir Stefán Máni: „Hann birtist fyrst sem aukapersóna í bókinni Hyl- dýpið sem kom út 2009. Hann á því tíu ára skáldsagnapersónuafmæli í ár. Ég bjó hann til eins og hverja aðrar persónu en hann steig fram ótrúlega fullskapaður. Hávaxinn, rauðhærður, þögull, grófgerður maður. Hann er frá Súðavík, ég hef ekki hugmynd um af hverju. Hann kom með harmræna baksögu til mín en þá sá ég ekki fyrir mér að skrifa heila bók um hann hvað þá margar bækur. Hann hefur náð tökum á mér og mér þykir æ meira vænt um hann. Mér finnst alltaf gaman að skrifa um Hörð og svo er hann orðinn gríðarvinsæll þannig að það bíða margir eftir nýrri bók um hann. Það er mér því bæði ljúft og skylt að halda áfram að skrifa Harðar sögu Grímssonar.“ Hörður er óvenjulegur á margan hátt og hefur skyggnigáfu. „Hann er ættaður af Ströndum og skyggni- gáfan er í móðurættinni og svo er hann alinn upp í kaþólsku. Það er kaþólsk taug í honum en í hina röndina er hann efahyggjumaður vegna þess að hann missti foreldra sína og systkini. Lífið hefur leikið hann grátt og ýmist trúir hann ekki á Guð eða er reiður út í Guð. Svo er hann með skyggnigáfu, er tveggja heima maður, sér inn í heim hinna dauðu, sem er honum yfirleitt til bölvunar frekar en blessunar,“ segir Stefán Máni. Fær mikla hvatningu Stefán Máni hef ur á síðustu árum einbeitt sér að því að skrifa glæpa- og spennusögur, en ferill hans hófst þó ekki þannig. „Aðal- ástæðan er einföld. Þetta gengur vel, fólk elskar þessar bækur, þær seljast vel og þar með er komið salt í grautinn. Það er niðurdrepandi að gera eitthvað sem maður elskar en enginn annar hefur áhuga á. Þannig að ég fæ mikla hvatningu. Það er sérstaklega skemmtilegt að skrifa um Hörð, þótt ég hafi skrifað annars konar spennubækur eins og Skipið og Nautið. Það er gaman að fá glæpsamlega hugmynd og velta henni fyrir sér og búa til f léttur og vonda kalla.“ Stefán Máni segist ekki lengur senda umsóknir í launasjóð rit- höfunda. „Hér áður fyrr kom fyrir að ég fékk laun þaðan og það skipti sköpum. Ég er hættur að sækja um, nú er ég í fullri dagvinnu og vakna á ókristilegum tíma til að skrifa um Hörð. Ég get ekki leyft mér að skrifa furðulegar bækur sem enginn kaupir en einhverjir furðufuglar mæra.“ Aðventa tveggja heima manns Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson á tíu ára skáldsagnapersónuafmæli. Höf- undur hans, Stefán Máni, segir söguper- sónuna algjörlega hafa náð tökum á sér. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 18. DESEMBER 2019 Hvað? Töfratími sem gefa skal gaum Hvenær? 12.15. Hvar? Gerðarsafn, listasafn Kópa- vogs Myndlistarkonurnar Sigrún Hall- dóra Gunnarsdóttir og Guðrún Vera Hjartardóttir kynna ferlið í gegnum hinar þrettán heilögu nætur sem hefst á aðfangadag. Hvað? Leyndardómar og ævintýri Hvenær? 10.00-19.00 Hvar? Borgarbókasafnið, Spönginni í Grafarvogi Afrakstur nokkurra námskeiða í ullarþæfingu, málun og teikningu sem haldin hafa verið hjá Hlut- verkasetri á árinu. Hvað? Leyndardómar Grafarvogs Hvenær? 10.00-19.00 Hvar?  Borgarbókasafnið, Spönginni í Grafarvogi Ljósmyndir sem íbúar Grafar- vogs sendu inn í ljósmyndasam- keppni. Hvað? Jólastuð Hvenær? 21.00 Hvar? Gamla bíó, Ingólfsstræti Big band Samúels Jóns Samúels- sonar. Sérstakir gestir: Júníus Meyvant, Bryndís Jakobsdóttir, Bogomil Font, Valdimar Guð- mundsson, Magga Stína, Kraft- galli og Þorleifur Gaukur Davíðs- son. Falleg dýr og litrík hús mynda ævintýraheim í bókasafninu í Spönginni. ÞETTA GENGUR VEL, FÓLK ELSKAR ÞESSAR BÆKUR, ÞÆR SELJAST VEL OG ÞAR MEÐ ER KOMIÐ SALT Í GRAUTINN. 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.