Fréttablaðið - 21.12.2019, Page 6
Lánið er til að byggja
grunnskóla í Urriðaholti,
viðbyggingu við Álftanes-
skóla og íþróttahús.
DÓMSMÁL Ingveldur Einarsdóttir,
dómari við Landsrétt, hefur verið
skipuð dómari við Hæstarétt frá 1.
janúar 2020. Staða dómara við rétt-
inn var auglýst í haust þegar bæði
Markús Sigurbjörnsson og Viðar
Már Mattíasson tilkynntu um fyrir-
huguð starfslok.
Samkvæmt niðurstöðu hæfis-
nefndar voru þau Davíð Þór
Björgvinsson og Sigurður Tómas
Magnússon, einnig dómarar við
Landsrétt, metnir jafn hæfir og Ing-
veldur sem varð fyrir valinu.
Aðeins ein kona situr í Hæstarétti
en þær verða tvær af sjö dómurum
við skipun Ingveldar.
Í gær var einnig tilkynnt um tíma-
bundna setningu tveggja dómara
við Landsrétt, vegna launaðra leyfa
dómara við réttinn.
Voru þau Hjörtur O. Aðalsteins-
son, dómstjóri við Héraðsdóm
Suðurlands, og Björg Thorarensen,
prófessor við lagadeild Háskóla
Íslands, sett tímabundið sem dóm-
arar við réttinn.
Vegna skipunar Ing veldar í
Hæstarétt losnar sæti í Landsrétti
sem auglýst verður á næstunni. – aá
Konum í Hæstarétti fjölgar um helming
NÝSKÖPUN „Það má segja að þessi
iðnaður hafi orðið til fyrir svona
tíu til fimmtán árum þegar CCP
náði fótfestu. Það voru sex eða sjö
fyrirtæki sem stofnuðu samtökin
2009 og mörg þeirra voru þá mjög
ný. Þá var komið svona fyrsta þrepið
að þessum iðnaði,“ segir Vignir Örn
Guðmundsson, formaður Samtaka
leikjaframleiðenda (IGI).
Á dögunum var kynnt skýrsla
um stöðu og umfang íslenska tölvu-
leikjaiðnaðarins undanfarin tíu ár.
Skýrslan var unnin af Northstack
en um er að ræða samstarfsverk-
efni Samtaka iðnaðarins, Íslands-
stofu og IGI.
Í skýrslunni kemur fram að sautj-
án fyrirtæki í tölvuleikjaiðnaði séu
starfrækt á Íslandi. Flest þeirra eru
lítil en ellefu hafa tíu starfsmenn
eða færri. CCP er langstærst með
rúmlega tvö hundruð starfsmenn
en alls starfa 345 manns hjá þessum
fyrirtækjum.
Vignir segir að nú séum við að
sjá næstu kynslóð af spennandi
leikjafyrirtækjum verða til. „Þetta
eru fyrirtæki sem eru með sterka
alþjóðlega fjármögnun og við erum
mjög spennt að sjá hvernig þeim
mun ganga á næstu misserum. Iðn-
aðurinn gæti núna verið að komast
á þann stað að fara að taka næsta
skref.“
Fjöldi fyrirtækja og starfsmanna
hefur sveif last nokkuð á síðustu
árum en starfsmenn í dag eru um
hundrað færri en þegar mest var
á árunum 2015 og 2016. Ástæðu
fækkunarinnar má helst rekja til
þess að fyrirtækin Plain Vanilla og
Novomatic hafa hætt starfsemi.
Frá árinu 2009 og fram til október
á þessu ári gáfu íslensku fyrirtækin
út 83 tölvuleiki, eða einn leik á eins
og hálfs mánaðar fresti. Veltan í
tölvuleikjaiðnaðinum á síðasta
ári var tæpir 10 milljarðar. Veltan
næstum tvöfaldaðist milli 2009 og
2016, eða úr 7,5 milljörðum í 14,5
milljarða. Langstærstur hluti tekn-
anna á síðustu tíu árum eru gjald-
eyristekjur, eða um 95 prósent.
Þá eru í skýrslunni dregnar fram
þrjár mismunandi sviðsmyndir um
hvernig staðan gæti orðið árið 2030.
Raungerist besta sviðsmyndin gæti
fjöldi fyrirtækja verið orðinn 60 og
fjöldi starfsmanna um 1.200. Árleg
velta gæti þá orðið um 72 milljarðar
króna.
Vignir segir að til að svo megi
verða þurfi að ef la samstarfið
við framhaldsskóla- og háskóla-
stigið. „Við þurfum að opna augu
fólks fyrir því hversu fjölbreytt og
spennandi tækifæri eru í leikjaiðn-
aði þvert á námsgreinar. Þarna eru
hálaunastörf í iðnaði sem gengur
ekki á náttúruauðlindir.“
Varan sé þar að auki seld í gegn-
um netið sem geri þetta að mjög
grænum iðnaði. „Það væri rosa öfl-
ugt að hafa leikjaiðnað sem fram-
bærilega og sterka útflutningsgrein
vegna þess að þetta eru spennandi
og vel launuð störf. Þetta er líka að
skila miklu inn í þjóðarbúið því
tekjurnar koma að langmestu leyti
að utan.“
Þá bendir Vignir á að tölvuleikja-
iðnaðurinn sé á heimsvísu í dag
langstærsti afþreyingariðnaðurinn
og stærri en kvikmyndir og tónlist
til samans. Vignir segir að skýrslan
sé í rauninni mjög stór liður í því
að hefja nýtt samtal út frá tækifær-
unum í kringum iðnaðinn.
„Af þeim samræðum sem ég hef
átt við ráðherra og þingmenn finn
ég að allir eru spenntir og opnir
fyrir því. Það er okkar hlutverk að
útskýra tækifærin og búa þannig
til jákvæðara og sterkara umhverfi
sem er samkeppnishæfara alþjóð-
lega fyrir þessi fyrirtæki.“
sighvatur@frettabladid.is
Fjölbreytt tækifæri blasa við
leikjafyrirtækjum hérlendis
Tölvuleikjaiðnaðurinn á Íslandi velti um tíu milljörðum á síðasta ári. Þar vinna samtals 345 starfsmenn.
Formaður Samtaka leikjaframleiðenda segir tækifærin í greininni fjölbreytt og spennandi. Iðnaðurinn
sé bæði grænn og gjaldeyrisskapandi og stutt í að hann komist á þann stað að geta tekið næsta skref.
Sautján fyrirtæki í tölvuleikjaiðnaði eru hérlendis og mörg þeirra með fáa starfsmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garða-
bæjar. MYND/RÓSA JÓHANNSDÓTTIR
GARÐABÆR Gunnar Einarsson,
bæjarstjóri Garðabæjar, gerði grein
fyrir tillögu um að taka lán upp á
575 milljónir króna og var hún sam-
þykkt samhljóða í bæjarstjórn á
fimmtudag. Lánið er tekið til þess
að greiða fyrir byggingu á grunn-
skóla í Urriðaholti, viðbyggingu við
grunnskóla Álftaness og byggingu á
fjölnota íþróttahúsi.
Um er að ræða jafngreiðslulán til
15 ára hjá Lánasjóði sveitarfélaga
án uppgreiðsluheimildar á 1,74 pró-
senta föstum vöxtum. Er lokagjald-
daginn því 5. apríl árið 2034. Er lánið
tryggt með tekjum sveitarfélagsins,
það er útsvari og framlögum úr Jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga. – khg
Garðabær tekur
lán upp á 575
milljónir króna
Við þurfum að opna
augu fólks fyrir því
hversu fjölbreytt og spenn-
andi tækifæri eru í leikja-
iðnaði þvert á námsgreinar.
Vignir Örn Guðmundsson, formaður
Samtaka leikjaframleiðenda
Tvær konur munu sitja í Hæstarétti frá áramótum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK
SAMFÉLAG Samkvæmt nýrri mæl-
ingu MMR virðist sú hefð að senda
jólakort eiga undir högg að sækja. Í
fyrsta skipti frá því að mælingar hóf-
ust segjast fleiri ætla að senda rafræn
jólakort frekar en með bréfpósti.
Þetta er einnig í fyrsta sinn sem
hlutfall þeirra sem senda kveðju
með bréfpósti mælist undir 25 pró-
sentum og athygli vekur að meiri-
hluti þátttakenda ætlar ekki að
senda neina jólakveðju yfir höfuð.
Alls kváðust 19 prósent svarenda
ætla að senda jólakort til vina og ætt-
ingja í ár með bréfpósti, 22 prósent
kváðust ætla að senda jólakortin
rafrænt, fimm prósent kváðust bæði
ætla að senda jólakort með bréfpósti
og rafrænt og 54 prósent kváðust
ekki ætla að senda jólakort í ár.
Hlutfall þeirra sem kváðust ætla
að senda jólakort með bréfpósti
hefur lækkað með hverri könnun
frá árinu 2015 en lækkunin nemur
alls 28 prósentustigum til ársins
2019. Samhliða því hefur hlutfall
þeirra sem sögðust ekki ætla að
senda jólakort aukist árlega, um alls
21 prósentustig. Þá hefur hlutfall
þeirra sem kváðust eingöngu ætla
að senda rafræna kveðju aukist um
11 prósentustig frá upphafi mælinga.
Aðrar niðurstöður voru að yngra
fólk er ólíklegra til að senda jólakort
en þeir sem eldri eru. Landsbyggðar-
fólk var síðan líklegra til þess að
senda jólakort, hvort heldur sem er
í bréfpósti eða rafrænt. Lítill munur
var á afstöðu þátttakenda eftir kyni
en konur voru þó örlítið líklegri til
þess að senda jólakveðju. – bþ
Sú hefð að senda jólakort í bréfpósti á mjög undir högg að sækja
IÐNAÐUR Rio Tinto á Íslandi hf.
hefur óskað eftir viðræðum við
Hafnarfjarðarbæ í undirbúnings-
vinnu fyrirtækisins að endurnýjun
starfsleyfis. Núverandi leyfi rennur
út þann 1. október 2020 og vill fyrir-
tækið gera bæjaryfirvöldum grein
fyrir framvindu málsins.
Í erindi sem fyrirtækið sendi
bæjaryfirvöldum kemur fram að
fyrirtækið vilji ræða skilgreiningu á
öryggissvæði í kringum álverið sem
mun koma í stað svokallaðs þynn-
ingarsvæðis. Þynningarsvæði er
það svæði umhverfis álver þar sem
þynning mengunar á sér stað og
ákvæði starfsleyfis kveða á um að
mengun megi vera yfir umhverfis-
mörkum.
Til hefur staðið frá árinu 2007
að þetta umrædda svæði myndi
minnka verulega en þær áætlanir
hafa ekki raungerst.
Fram kemur í bréfi frá Rio Tinto
sem lagt var fram á fundi bæjar-
ráðs Hafnarfjarðar í vikunni að
umhverfis- og auðlindaráðuneytið
hefði nýverið óskað eftir því við
Umhverfisstofnun að ekki verði
gert ráð fyrir þynningarsvæði í
starfsleyfum álvera héðan í frá.
Unnið er út frá því í útgáfu á nýju
starfsleyfi fyrir Rio Tinto. – bþ
Ræða nýtt
starfsleyfi
Jólakortahefðin er á undanhaldi.
Meirihluti þátttakenda
hugðist ekki senda neitt jóla-
kort í ár, hvorki rafrænt né í
sígildum bréfpósti.
2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð