Fréttablaðið - 21.12.2019, Síða 16

Fréttablaðið - 21.12.2019, Síða 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Hver maður dafnar við hjartayl og kærleika. Það er mikilvægt að umvefja sig og aðra hlýju og væntum- þykju. Um jólin finna margir til einmanaleika svo hugum að öðrum, fjölskyldu, vinum og nágrönnum. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is Fyrir nokkrum árum settist ég niður til að skrifa skáldsögu. Bókin sem flýtur nú um í jólabóka-flóðinu og kallast Ég er svikari fjallar um það hvernig mannkynið bregst við þegar geimverur hertaka jörðina. Gjarnan er sagt að hin sundraða dýrategund, Homo sapiens, muni fyrst snúa bökum saman ef utanaðkomandi hætta steðjar að – eins og mannýgar geimverur – og ógna öllu lífi á jörðinni. Í ljós kemur hins vegar að sú ályktin er röng. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk í vik- unni. Var markmið hennar að ganga frá fyrirkomulagi Parísarsamkomulagsins um að sporna við útblæstri gróðurhúsalofttegunda svo að halda megi hnattrænni hlýnun undir tveimur gráðum. Viðræðurnar urðu þær lengstu í sögu ráðstefnunnar. En allt kom fyrir ekki. Þótt áratugurinn sem senn líður undir lok hafi verið sá heitasti síðan mælingar hófust og allt stefni í að árið 2019 verði meðal þriggja heitustu ára sem mælst hafa voru niðurstöður ráðstefnunnar vonbrigði. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði mikilvægt tækifæri hafa glatast. Baráttukonan Greta Thunberg sakaði ráðstefnufulltrúa um að semja „undanþágur“, „snjallar bókahaldskúnstir og hug- myndarík slagorð fyrir almannatengla“ í því skyni að láta líta út fyrir að verið væri að taka á hlutunum en í raun væri ekkert verið að gera. Tími skoðunarinnar Á sama tíma og loftslagsráðstefnan stóð sem hæst kallaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, eftir því að hætt yrði að nota orðið „afneitunarsinni“ um þá sem ekki trúa á loftslagsbreytingar. Hann sagði orðið uppfullt af hroka og jaðra við skoðanakúgun. Við lifum á tímum skoðunarinnar. Margir leggja skoðanir og staðreyndir að jöfnu. Það þýðir þó ekki að algildur sannleikur, hugmyndir sem nánast allir geta sameinast um, sé ekki til. Flest getum við verið sammála um að Hitler hafi verið ómenni, Helförin hafi verið ódæðisverk, fólk eigi að vera gott hvert við annað og koma samborgurum í nauð til hjálpar. Algildur sannleikur virðist þó oft aðeins algildur í fortíð og framtíð. Í samtímanum fylgir sannleikanum gjarnan samtengingin „en“: „Gyðingahatur er ófyrir- gefanlegt en ...“ – „Fordómar í garð innflytjenda eru slæmir en ...“ – „Ástralía brennur en ...“ Í kjölfarið kemur svo ræða um illvirki Ísraelsríkis, hvort ekki eigi að hjálpa gamla fólkinu á undan innflytjendum og að það hafi nú stundum líka verið heitt í gamla daga. Það getur verið erfitt að leita svara við stóru spurn- ingum tilverunnar á tímum skoðunarinnar. Sem rit- höfundur og blaðamaður fæst ég bæði við skáldskap og staðreyndir í skrifum mínum. Á þessum síðustu og verstu tímum hallast ég að því að skáldskapurinn sé ef til vill betur til þess fallinn að fanga sannleikann en það sem helst er í fréttum. En hvernig getur sann- leikur falist í uppspuna? Fáránleiki þess að bregðast ekki við vá sem ógnar framtíð mannkyns og lífi á jörðinni virðist ekki öllum ljós. Ef geimverur gerðu hins vegar innrás og hæfu að útrýma mannkyninu markvisst þætti f lestum fárán- legt að láta skammtímahagsmuni stjórnmálafólks og stórfyrirtækja standa í vegi fyrir því að mannfólkið ynni saman að því að bjarga tegundinni. Í fortíð, framtíð og hliðarveruleikum skáldskapar- ins má skoða samtímann frjálsan undan hlekkjum hugarfars, hagsmuna, fordóma og sjálfsins. Að skrifa skáldskap er eins og að prjóna. Raunveruleikinn er óreiða, samflæktur garnhnykill. Að greiða úr f lækjunni sem mannleg tilvist er og búa til úr henni sögu dregur ekki úr sannleiksgildi efnisins. Líf okkar er samflæktur garnhnykill; þótt prjónuð sé úr honum peysa er enn um að ræða garn. Bækur eru ekki aðeins besta jólagjöfin heldur má finna í þeim stóra sannleikann. Vonandi fær Elliði Vignisson allavega einn harðan pakka frá jólasvein- inum í ár. Gleðileg jól, kæru lesendur. Afneitunarsinnar og geimverur PREN TU N .IS mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is PREN TU N .IS LAUFABRAUÐ eftir norðlenskri uppskrift ................................................ Hægtað pantasteikt ogósteikt Eitt af mikilvægari verkefnum Díönu Barran, ráðherra samfélagsmála í Bret-landi, er einmanaleikinn. Fjölmiðlar voru fljótir að segja hana ráðherra einmana-leikans. Auðvitað er þetta meðal annarra verkefna ráðherrans og sagt ólaunað, en það undirstrikar mikilvægi málaflokksins hjá Bretum. Einmanaleiki er ekki það sama og að vera einn. Við erum öll ein með sjálfum okkur. Öll finnum við fyrir einmanaleika einhvern tímann en það er ekki fyrr en okkur finnst við vera föst í einmanaleika sem hann verður að vandamáli. Einmanaleiki einkennist af depurð yfir því að vera einn og afskiptur og hefur bæði áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Bretar segja einmanaleikann lýðheilsufaraldur sem auki líkur á hrörnun, innlögn á hjúkrunarheimili og dánartíðni. Rannsóknir sýni að skortur á félagslegum tengslum og félagsleg einangrun hafi ekki einungis slæm áhrif á andlega heilsu heldur verri áhrif á líkam- lega heilsu en tóbaksreykingar. Það er á hátíðum eins og jólum sem við tengjum við fjölskyldu og vini sem menn finna til einmanaleikans. Bresku öldrunarlæknasamtökin minntu á mikilvægi þess nú í vikunni að einmanaleiki ætti ekki að vera óhjákvæmilegur hluti af því að eldast, sérstaklega ekki á jólum. Allt samfélagið verði að styðja betur við eldra fólk og finna leiðir til að rjúfa félagslega einangrun og hjálpa fólki að tengjast. En þetta á ekki bara við um eldra fólk. Þegar Emb- ætti landlæknis á Íslandi fór að mæla einmanaleikann stóðu menn í þeirri trú að elsta fólkið væri frekar einmana en hið yngra. Það væri dottið út af vinnu- markaði, jafnvel búið að missa maka og hefði einangr- ast. En í ljós kom að ungt fólk í aldurshópnum 18-24 ára er sá hópur sem finnur mest fyrir einmanaleika á Íslandi. Þar greina menn mun meiri tilfinningalegan einmanaleika. Strákar upplifi meiri einmanaleika en stelpur og séu jafnvel minna hamingjusamir að stað- aldri. Þeir séu auk þess jafn miklar tilfinningaverur og stelpur en eigi erfitt með að sýna það og einangrist frekar tilfinningalega. Flest berum við okkur stöðugt saman við aðra, meðvitað og ómeðvitað, og á þetta ekki síst við um ungt fólk. Í gegnum samfélagsmiðla er byggð glansmynd af lífi annarra. Það getur ýtt undir einmanaleika þegar fábrotið líf er borið saman við að því er virðist skemmtilegt og ríkulegt líf annarra. Í Fréttablaðinu í haust tengdi Dóra Guðrún Guð- mundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs Embættis landlæknis, einmanaleikann við hamingju byggða á velsæld eða farsæld. Það skýri ef til vill þann mun sem er á hamingju kynslóðanna. Mat á því hvað geri fólk hamingjusamt sé ólíkt á milli aldurshópa. Hjá yngra fólki er hamingjan fremur byggð á vel- sæld sem tengist meira stundargleði og ánægju. Far- sældarhamingja sem er sterkari hjá eldra fólki tengist meira þroska og tilgangi lífsins, æðruleysi og þakklæti og minni áhersla er á stundarsælu. Hver maður dafnar við hjartayl og kærleika. Það er mikilvægt að umvefja sig og aðra hlýju og væntum- þykju. Um jólin finna margir til einmanaleika. Hugum því að öðrum, fjölskyldu, vinum og nágrönnum. Asi og einmanaleiki 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.