Fréttablaðið - 21.12.2019, Page 30

Fréttablaðið - 21.12.2019, Page 30
Á Kaffivagninum úti á Granda sitja fasta-k ú nnar og njót a þess að horfa út á spegilsléttan haf-flötinn á meðan þeir drekka kaffisopann sinn. Útsýnið breytist daglega, stundum er það úfið, stundum grátt en oft er það fegurðin sem grípur þann sem situr og horfir. Það er kyrrlátt þar til þau fjögur sem blaðamaður fékk til þess að fara yfir atburði ársins eru mætt á Kaffi- vagninn. Það er viðeigandi enda hefur árið liðið með látum. Grætur yfir rjúpunum Eruð þið komin í jólaskap? Aðalsteinn: Já! Ég er ekkert sér- stakt jólabarn en í ár er ég í einhverj- um extra góðum jólagír. Strákarnir mínir eru líka mjög spenntir og sú stemming smitast greinilega auð- veldlega til mín. Þó að óveðrið hafi náttúrulega haft alls konar vesen og leiðinlegar afleiðingar í för með sér, þá varð allt í einu mjög jólalegt með öllum þessum snjó. Þú veist, það eru björtu hliðarnar á þessu. Ólína: Ég kemst í jólaskap þegar ég er búin að hamfletta rjúpurnar. Ég enda alltaf grátandi yfir þeim og missi alla matarlyst í tvo daga því mér finnst eins og ég sé að hand- fjatla myrt ungbörn. Þess vegna þarf ég að gera þetta tímanlega til þess að geta komist í jólaskap. Kári: Ég skil þig. Þegar ég var unglingur þá vann ég þrjú sumur í laxeldisstöðinni í Kollafirði. Mitt hlutverk var meðal annars að halda fuglum frá tjörnunum. Ólína: Með loftbyssum? Kári: Nei, bara með haglabyssu. Ég var sendur út í fjöru til að eyða kríuvarpi. Lagðist á bakið og svo skaut maður bara. Einn daginn var ég að fara niður í fjöru að skjóta, ég var búinn að koma mér upp á lagið með að skjóta svartbak á f lugi. Ég gekk niður í fjöru og lagðist niður og skaut svartbak. Gekk svo niður í fjöru til að ná í hann en þegar ég var að ganga upp fjörukambinn þá beit hann mig í hægri kálfann. Ég hef aldrei veitt síðan. Ég get ekki einu sinni veitt fisk. Ég held alltaf með laxinum! Eruð þið svona miklir dýravinir að þið grátið yfir jólasteikinni? Þorgerður: Ég ætlaði alltaf að verða dýralæknir. Þangað til ég f lutti á stað þar sem það var ekki hægt. Ég vildi verða héraðsdýra- læknir á Suðurlandi og eignast sjö börn! Svo voru aðstæður bara þann- ig að ég fór í lögfræðina og ég sé stundum eftir því og stundum ekki. Kári: Fyrst maður getur ekki verið að lækna skepnur getur maður að minnsta kosti orðið ein. Eins og lögfræðingar eru flestir! Lítur illa út Árið 2019 – hvað einkenndi það? Þorgerður: Þetta var skrýtið ár og fullt af risamálum sem komu upp. Okkur hefur ekki farnast vel í því að taka á erfiðum málum. Það er eins og við lærum ekki að tækla málin og læra af þeim. Og auðvitað segi ég að mér finnist ríkisstjórninni ekki hafa tekist vel upp. Þau eru miklir vinir en þau eru ekki að taka á stóru málunum. Ég vil ekki horfa upp á það enn eitt árið að við getum ekki komist áfram og er svo hrædd um að árið líði án þess að við höfum gert nokkuð. Það er búið að samþykkja heil- brigðisáætlun til ársins 2030 og heilbrigðisráðherra er ánægð með hana. En hún er enn orðin tóm því hún er ekki fjármögnuð. Það er ömurleg staða á Landspítalanum, uppsagnir og brestir í þjónustunni. Við verðum að spyrja okkur að því hvort stjórnmálakerfið okkar sé að virka. Það hefur engin ríkisstjórn haft stærra umboð til umbóta í heil- brigðismálum en núverandi ríkis- stjórn. Kári: Það sem mér finnst standa upp úr á árinu er hversu pólitíkin á Íslandi er slöpp. Mér varð það á um daginn, þegar það var verið að tala um þessar niðurstöður í PISA og það að fimmtán ára unglingar geta illa lesið sér til skilnings, að spyrja: Eru þeir vitlausari en jafnaldrar þeirra í útlöndum? Og þá veltir maður fyrir sér þeim fullorðnu. Sem kjósa yfir sig sömu stjórnmálamennina ár eftir ár. Sem hundsa vilja þjóðarinnar aftur og aftur. Ekkert af því sem Sjálfstæðis- f lokkurinn og Bjarni Ben hefur gert hefur komið mér á óvart. Það sem truflar mig er hegðun Vinstri grænna og skeytingarleysi Katrínar Jakobsdóttur. Það lítur út fyrir að henni sé nákvæmlega sama. Þegar henni er bent á þennan skringileika sem á sér stað í íslenskum sjávarút- vegi og að það þurfi að skoða þetta. Þá heyrist ekki múkk. Það heyrist ekkert frá hennar f lokki. Nú er ég ekki að segja að það sé neitt ljótt á bak við það, en þetta lítur bara illa út. Aðalsteinn: Ég held að árið hafi verið af hjúpandi. Við áttuðum okkur á alls konar hlutum sem við héldum að væru bara í góðu lagi og eru það líklega ekki. Það gerðist til dæmis í óveðrinu þegar kom í ljós að innviðirnir eru ekki alveg eins og flestir héldu að þeir væru og auð- vitað þetta Samherjamál. Hjá mér persónulega einkennd- ist árið af mikilli vinnu aðallega. En ég f lutti líka, átti fullt af góðum stundum með börnunum mínum og kærustu. Og, kannski það sem mér finnst allra merkilegast, við komumst að því að við ættum von á barni. Sem eru fréttir sem skyggja náttúrulega á allt annað fyrir mér. Þorgerður: Til hamingju! Það verður einhver að borga lífeyris- skuldbindingarnar. Íslendingar hlaupa í spik Ólína: Ég held að við sem þjóð séum að forheimskast og að hrunið hafi gert okkur meiri óleik en við trúum. Þá lækkuðum við þröskuldinn af illri nauðsyn, hættum uppbygg- ingu og veiktum þar með inn- viðina en við gleymdum að hækka þröskuldinn aftur. Nú erum við sem þjóð að sökkva í spik, líkam- lega og andlega. Við gáfumst upp á mjög mikilvægum verkefnum og höfum ekki hreyfst úr stað varðandi svo margt, til dæmis auðlindanýt- inguna. Ætli ég hafi ekki verið ein fyrsta manneskjan til að leggja til að makríllinn yrði settur á markað. Sú umræða skilaði engu. Við endurnýj- uðum ekki stjórnarskrána. Það eru vikulegar fréttir af neyðarástandi á bráðamóttöku Landspítalans. Í nýafstöðnu fárviðri brugðust allir okkar helstu samgöngu- og fjar- skiptainnviðir á ögurstundu af því við höfum hvorki nennt né tímt að byggja þá upp, hlúa að þeim og við- halda. Í menntamálum er staðan þann- ig að bókmenntaþjóðin er að verða ólæs. Íslendingar voru bláfátæk þjóð þegar þetta samfélag var byggt upp. Kynslóðin á undan okkur og sú á undan henni höfðu ekki úr neinu að moða þegar var verið að reisa hér raforkumannvirki, leggja vegi, koma á velferðarkerfi og byggja upp samfélagið. Við sem nú lifum höfum fengið þetta allt saman í arf og hvað gerum við við þetta? Við vanrækj- um það allt. Hlaupum í spik! Kári: Ég held að við verðum að byrja svolítið snemma á því að reyna að breyta þessu. Með því að hlúa að grunnskólanum. Sem er sá staður þar sem er hægt að jafna leikinn meira en nokkurs staðar. Grunnskólinn er að ég held sá staður þar sem við getum haft mest áhrif á þessa þjóð. Það sem skiptir mestu máli er að hlúa að börnum í íslensku samfélagi. Ólína: Til þess þurfum við líka að hlúa að heimilum landsins. Við erum með tugþúsundir Íslendinga sem eiga enn erfitt uppdráttar eftir hrunið. Kannski er það að koma fram núna í vangetu barna til að lesa sér til skilnings. Kári: Fólk hefur farið í gegnum erfiðleika áður. Hrunið var barna- leikur miðað við það erfiða líf sem fólk lifði á árum áður. Ólína: En þá stóð fólk saman. Ég held að við hrunið hafi liðast í Afhjúpandi og stormasamt ár Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður, Kári Stefánsson vísindamaður, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræð- ingur og björgunarsveitarkona, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingisþingmaður settust á rökstóla. NÚ ERUM VIÐ SEM ÞJÓÐ AÐ SÖKKVA Í SPIK, LÍKAM- LEGA OG ANDLEGA. Ólína Aðalsteinn, Þorgerður Katrín, Kári og Ólína eru sammála um að árið 2019 hafi verið ár endurtekninga og að það sé kominn tími til að rífa samfélagið upp úr hjólförunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.