Fréttablaðið - 21.12.2019, Side 32

Fréttablaðið - 21.12.2019, Side 32
sundur ákveðin festa, að það hafi orðið röskun sem hafði langvarandi áhrif fyrir heimili landsins. Kári: Það er svo margt sem getur leitt til þess að það er minni sam- vera. Elektrónísk tæki eru að tvístra fjölskyldunni. Glöðustu nemendurnir Þorgerður: Niðurstöðurnar í PISA eru merki um að við verðum að taka betur utan um kennara í grunn- skólum. Við veitum hlutfallslega mestu fjármagni í skóla innan ríkja OECD. Mesta gróskan hér á landi er í leikskólunum og við eigum að horfa þangað, þar er verið að gera góða hluti. En í grunnskóla tekur við annar veruleiki og kennarar þurfa að eyða miklum tíma í annað en kennslu. Það vekur líka ugg að jafnrétti til náms hefur dalað. Það sem er jákvætt er að á Íslandi eru glöðustu nemendurnir, miklu glað- ari en þeir finnsku sem skora hátt. Við megum ekki gleyma því. Kári: Við erum fámennust. Kostnaður er hærri hér en á f lest- um stöðum. Við reiknum ekki inn í þetta kostnað sem fer í að búa til námsefni. Við búum til lítið af því og það er of lélegt. Ef við ætlum á einhvern hátt að hlúa að börnum sem koma úr erfiðum fjölskyldum þá eru tækifæri líka í að bæta frí- stundir. Það er hægt að búa þeim alls konar umhverfi, fyrir skóla og eftir skóla. Það eru alls konar mögu- leikar í því að hjálpa fólki að þjálfa sinn haus. Aðalsteinn: Menntakerfið, ég er yngri en þið og sé þetta ekki eins og þið. Þið gætuð öll verið foreldrar mínir! Kári: Þú hefur ekki mikinn skilning á líffræði ef þú heldur að við getum öll verið foreldrar þínir! Aðalsteinn: Jú, Kári minn. Komdu til nútímans, nú er þetta alls konar. Bónusfjölskyldur og svona. En ég er með eitt barn í leikskóla og eitt í grunnskóla, les greinar og fylgist með þinginu. Mér finnst ég vera að upplifa sömu umræðu og ég fylgdist með sem barn við morgunverðar- borðið þegar pabbi las Moggann og mamma DV. Við erum alltaf að fara í gegnum það sama, Þorgerður, þegar þú varst menntamálaráð- herra, var ekki umræðan um PISA mjög svipuð? Þorgerður: Jú, í rauninni. Aðalsteinn: Við erum alltaf að setja meiri peninga í kerfi sam- félagsins en þau virðast samt verða verri. Ólína: Einmitt, því magn er ekki sama og gæði. Það vantar sýn og stefnufestu. Aðalsteinn: Umræðan er samt alltaf sú sama. Ólína: Það er rétt, því samfélagið er gegnsýrt af ákvarðanafælni, hugsanaleti og því að tala í hringi. Stjórnmálamenn og aðrir sem eru þátttakendur í opinberri umræðu eða í þeirri stöðu að taka ákvarð- andir verða að fara að taka sér tak. Berum sjálf ábyrgð Aðalsteinn: Mér finnst það ódýr afsökun að stjórnmálamenn beri alla þessa ábyrgð. Þetta er ríkt í fólki. En hvað með okkur sjálf? Berum við ekki ábyrgð? Kári: Ég er sekur um þetta sjálfur. Við höfum tilhneigingu til að varpa ábyrgðinni á stjórnmálamenn en horfum ekki í eigin barm. Í hruninu vorum við til dæmis öll að dansa í kringum gullkálfinn. Við dáðumst að mönnum sem voru að búa til eitthvað úr engu. Aðalsteinn: Stjórnmálaf lokkar, fólk og stefnur spretta ekki úr engu. Heldur úr samfélaginu. Kári: Það er þess vegna sem f lokkar eins og Miðf lokkurinn sanka að sér fylgi. Þeirra tal er vísir að nýfasisma og það er stór hluti þjóðarinnar á þeirra skoðun. Ólína: Á þeirri skoðun? Kári: Já, að það sé bara í lagi að halda því fram að hlýnun jarðar sé bara bull og vitleysa, að þetta fólk sem er að koma hingað til Íslands sé vont fólk. Það eigi helst að frysta það og senda út í gámum. Þorgerður: Mesta áskorunin fyrir okkur 2020 er að gera það ekki eins og 2019. Að nýta frelsið Við verðum að fara að vanda okkur. Þegar maður lítur í eigin barm þá er mesta áskorunin að nýta frelsið. Ég hef aldrei verið frjálsari og ég er í stöðu til að ýta, þrýsta og vera rödd. Ég hefði mátt hlusta betur áður. Það sem ég óttast mest er að við lærum ekki af þeirri stöðu sem er komin upp í sjávarútveginum. Nú er kom- inn grundvöllur til þess að krefjast svara. Ég óttast það þegar ég horfi yfir minn gamla og ágæta f lokk að viðbrögðin verði að við megum ekki tala um sjávarútveginn í heild, eins og það sé algjört tabú. Einu við- brögð Sjálfstæðismanna virðast felast í að ráðast á þá fjölmiðla sem hafa haldið uppi einhverri gagn- rýni. Það má alveg gagnrýna RÚV, Stundina og Kjarnann sem eru þeir fjölmiðlar sem hafa dregið vagninn. En þeir stóðu sig. Á meðan ríkis- stjórnin virðist ætla að reyna að svæfa öll mál. Kári: Staðreyndin er sú að RÚV stóð sig mjög vel í Samherjamálinu. Það verður að skoða þetta. Ólína: Það blasir við að veikleik- arnir sem ég og fleiri höfum verið að benda á í skipulagi sjávarútvegsins og núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfi eru allir að koma fram í þessu Samherjamáli. Á þá veikleika hefur verið bent árum saman. Og það er auðvitað ástæðan fyrir því að for- maður Sjálfstæðisf lokksins vill alls ekki að við ræðum um sjávar- útveginn í tengslum við Samherja- málið. Hann vill skilja þetta að. En Samherji er langstærsta sjávarút- vegsfyrirtækið og hefur ráðið mestu um starfsaðferðirnar og kúltúrinn í greininni. Þorgerður: Ég er ekki að tala um að kollvarpa sjávarútveginum. En þegar fyrirtæki eru orðin svona stór þá óska ég þess að það sé gegnsæi. Það séu heilbrigðar leikreglur, þær eru ekki til staðar. Það þarf þetta auðlindaákvæði í stjórnarskrá, til að það leiki enginn vafi á því að þjóðin eigi þetta. Ómaklegt og aumkunarvert Óveðrið um daginn reyndist afhjúp- andi? Ólína, þú ert í björgunarsveit er það ekki? Varstu kölluð út? Ólína: Ég er enn þá á útkallslista með björgunarhundinn minn og var í viðbragðsstöðu að fara og leita að drengnum blessaða sem féll í Núpá. Hann fannst um svipað leyti og til stóð að hundarnir yrðu kallaðir út. Ég er þó ekki hetjan sem leggst á fjúkandi þakplötur eða hangir í reipum í gljúfurbörmum. Ég fer hins vegar í leitarútköllin hvort sem um er að ræða lífleitir eða jafnvel leit að búfé eftir fárviðri því ég er með góðan leitarhund. Annars finnst mér ómakleg þessi umræða sem skapaðist gegn hrossabændum eftir óveðrið. Þorgerður: Hún var ómakleg, já! Og mér fannst aumkunarvert hvernig ráðherrar komu fram og öttu saman landeigendum og Land- vernd. Nákvæmlega sömu flokkar og hafa farið með byggða- og orku- málin í gegnum tíðina. Fólk er reitt yfir því að rafmagnsstaurarnir sem voru frá árinu 1982 hentust bara niður eins og fúnar eldspýtur. Það á ekki að gerast! Þarna hefðu stjórn- málamenn frekar átt að þegja og reyna að þjappa þjóðinni saman. Þetta var virkilega óviðeigandi! Kári: Ég mótmæli því að þú sért að veitast að staurum bara vegna aldurs þeirra. Minni efnishyggja, meiri kærleikur Við töluðum áðan um ábyrgð. Hvað ætlið þið að gera sjálf til að gera árið 2020 farsælt? Kári: Að draga úr efnishyggju. Mér finnst efnishyggjan hafa verið svo ríkjandi á síðustu tveimur árum. Vandamálið er að þó að mönnum gangi vel í henni þá veitir hún enga hamingju. Við verðum að finna leið til að þykja vænna um hvert annað. Með kærleikann í fyrirrúmi myndum við ekki leyfa samfélaginu að drabbast niður. Ólína: Ég hef þá kenningu að maður verði að byrja á sjálfum sér ef maður ætlar að bæta heiminn. Það verður að vera sýn og stefna. Það sem ég ætla að gera er að tala alltaf skýrri röddu, vera sjálfri mér samkvæm og vinna með eigin breytni gegn þeirri ákvarðana- fælni sem mér finnst einkenna þjóðmálaumræðuna og menningu okkar gegnumsneitt. Það er skylda hvers manns að tala skýrt um það sem skiptir máli. Það þarf að breyta umræðukúltúrnum á Íslandi, þess- ari lekandi umræðu sem gusast reglulega upp í illmælum. Virkja hana í uppbyggilegan farveg. Kári: Fólk lærir samskipti á sam- félagsmiðlum þar sem það talar saman á óábyrgan og hvassan hátt. Aðalsteinn: Ég vil meiri kærleika. Í því felst að vera heill. Ekki gefa órökstuddum skoðunum of mikið vægi í þínu persónulega lífi. Ég get aðeins reynt að bæta sjálfan mig og hafa góð áhrif á mína nánustu. Þorgerður: Skoðanaleysi getur af sér afskiptaleysi og það er ógn við lýðræðið. Órökstuddar skoðanir mega ekki fá að lifa vegna þess að það nennir enginn að taka slaginn. Það er það sem ég óttast og ætla að taka slaginn í. Við verðum að þora að takast á við kerfisbreytingar, jafnvel þótt það þýði að við verðum að ganga í gegnum svipugöng. Ég ætla líka að taka persónulega slagi varðandi síma- og samfélagsmiðla- notkun. Kjarkur, dugur og sigrar Hver er maður ársins að ykkar mati? Aðalsteinn: Það er eiginlega ekki hægt annað en að útnefna Jóhannes Stefánsson uppljóstrara. Og alla aðra uppljóstrara í rauninni líka. En það að Jóhannes hafi stigið fram og ljóstrað upp um Samherjaskjölin er eiginlega einstakt. Á heimsvísu. Það hefur aldrei áður verið uppljóstrari í þessum geira, sjávarútveginum, sem er samt ein af þessum stóru greinum bara í heiminum. Það er ömurlegt djobb að vera uppljóstr- ari. Til að geta ljóstrað upp um eitt- hvað þarf maður oftar en ekki að gangast við að hafa verið þátttak- andi í einhverju vafasömu, og svo hafa þeir sem f lett er ofan af yfir- leitt mjög ríkra hagsmuna að gæta og eru tilbúnir að ganga mjög langt í að verja sig. Ólína: Menn ársins að mínu mati eru hann Aðalsteinn, Helgi Seljan og Jóhannes Stefánsson. Það þarf kjark í það sem þeir gerðu. Kári: Víkingur Heiðar er að mínu mati maður ársins fyrir stórkostlega sigra í tónlistarlífinu hér heima og erlendis. Þorgerður: Björgunarsveitirnar eru menn og konur ársins. ÉG MÓTMÆLI ÞVÍ AÐ ÞÚ SÉRT AÐ VEITAST AÐ STAURUM BARA VEGNA ALDURS ÞEIRRA. Kári Afhjúpandi veður, snjallsímar sem minnka samverustundir fjölskyldunnar og skoðanaleysi sem er ógn við lýðræðið var á meðal þess sem fjórmenningarnir ræddu um. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.