Fréttablaðið - 21.12.2019, Page 39

Fréttablaðið - 21.12.2019, Page 39
Byggjum saman nýjan Landspítala Nú eflum við liðsheild Hringbrautarverkefnisins Nýr Landspítali ohf. eflir verkefnastjórn Hringbrautarverkefnisins og leitar að öflugum fagmenntuðum starfsmönnum á ýmsum sviðum. Leitað er að starfsmönnum sem eru menntaðir í verk- eða tæknifræði, arkitektúr, viðskiptafræði, verkefnastjórn eða hafa aðra sambærilega menntun. Krafist er minnst fimm ára reynslu á sviði verkefnastjórnunar verklegra framkvæmda, eftirlits-, hönnunar- eða fjármála eða sambærilegra verkefna sem NLSH vinnur að. Allar umsóknir eru trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf og annað sem umsækjandi telur skipta máli. Ítrekað er að farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál, í samræmi við persónuverndarstefnu NLSH, og þeim svarað formlega. Nýr Landspítali ohf. (NLSH) hefur með höndum stjórnun á Hringbrautarverkefninu sem m.a. felur í sér uppbyggingu gatnagerðar og bygginga- framkvæmda á nýjum Landspítala við Hringbraut. Félagið, sem er að fullu í eigu ríkisins, er í samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila m.a. stjórnvöld, Landspítalann, Framkvæmdasýslu ríkisins, Háskóla Íslands, sjúklinga- samtök, Reykjavíkurborg og Ríkiskaup. Fjöldi ráðgjafa starfar fyrir og með NLSH. Nú starfa tíu starfsmenn hjá NLSH. Nánari upplýsingar um NLSH má finna á www.nlsh.is Nánari upplýsingar: Ari Eyberg (ari@intellecta.is) Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) Umsóknarfrestur: 10. janúar 2020. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Við leitum að starfsmönnum til að annast m.a.: • Aðalverkefnastjórn • Áætlunar- og kostnaðareftirlit • Stjórnunarverkfræði á verkstað • Fjármálagreiningar • Samræmingarstjórnun • Tæknivinnslu á sviði Procore • Sérfræðiþjónustu í WBS • Öryggis- og umhverfisstjórnun • BIM sérfræðivinnslu • Verkefni vegna Breeam • Fag- og verkeftirlit • Verkefnastjórn hönnunarstarfa • Hönnunareftirlit og hönnunarrýni Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.