Fréttablaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 58
Bumbubaninn 1991
Í upphafi tíunda áratugar-
ins ætlaði landinn að koma
sér í form og ýmis þrek-
tæki urðu vinsæl. Vinsæl-
astur var hinn svokallaði
bumbu bani, Gym Trim,
sem seldur var í Trimm-
búðinni í Faxafeni. Til
voru tvær útgáfur af ban-
anum, önnur sem leit út
eins og geimskip en hin ílöng
sem einnig var hægt að spenna eins
og langboga. Bæði tækin voru stór-
hættuleg og gátu skotist af miklu
af li fram ef sveittir lófar misstu
gripið.
Furby 1998
Þegar bandaríski leikfangafram-
leiðandinn Tiger Electronics
s e t t i a r m a l au s u l o ð -
kvikindin Furby á
markað seldust þau í
milljónatuga vís um
heim allan. Furby
talaði sitt eigið tungu-
mál en gat einnig lært
af börnunum. Foreldrar
sáu f ljótlega eftir því
að hafa valið þessa gjöf
fyrir börnin því að Furby
gjammaði allan sólar-
hringinn og verst var ef
hann týndist á heimilinu.
Furby er enn þá seldur í ýmsum
útgáfum, bæði með tali og án, og
hafa vinsældir hans rokkað
mikið á 20 árum.
Ávaxta- og
grænmetis-
pressa 2006
Þetta ár valdi
Rannsók nasetur
verslunarinnar jóla-
gjöf ársins í fyrsta
sinn og fyrir valinu
va rð áva x t a- og
g rænmet ispressa .
Valið var úr 50 til-
lögum og pressan
Fondúsett 1972
Fyrsta jólagjafaæðið átti sér stað
árið 1972 en þá rauk landinn upp
til handa og fóta og keypti sviss-
neskt fondúsett í massavís. Á þess-
um árum voru jólagjafir almennt
langtum hófstilltari en í dag. Bækur,
ilmvötn og föt voru algengustu jóla-
gjafirnar en ekki græjur.
Fondú var tilvalin gjöf til að
hrista fjölskylduna saman enda
tók hver máltíð, þar sem kjöt var
steikt eða ostar bræddir yfir spritt-
loga, langan tíma. Kaupmenn hafa
reynt að gera æði úr hinu svissneska
raclette, sem er svipað og fondú, en
með minni árangri.
Fótanuddtæki 1982
Ekki er hægt að skrifa svona
umfjöllun án þess að minnast á
fótanuddtækið sem allir þurftu að
eignast jólin 1982. Æði rann á land-
ann og alls seldust
u m 14 þú su nd
tæki frá danska
framleiðandanum
Clairol, en það
var Radíóbúðin
í Skipholti sem
hafði umboðið.
Not k u nin á
þessum tækjum
var ekki beinlín-
is í samræmi við
eftirspurnina,
og enduðu þau
í langf lestum
tilfellum inni í geymslu
skömmu eftir hátíðarnar. Síðar
meir fengu þau hins vegar sess sem
költvara og ruku upp í verði. Til að
mynda tók Toyota-umboðið tækin
upp í bílaviðskipti árið 1995 og seldi
áfram. Tækin voru þá vel með farin
og lítið notuð.
Litli ljósálfurinn 1983
Strax árið eftir kom næsta æði, Litli
ljósálfurinn. Það var lítill lampi
sem festur var
á bækur til þess
að ha f a með
upp í r ú m ið
eða í ferðalög.
Ljósálfurinn var
seldur í pakkn-
ingum sem voru
ei n s í lag i nu
og bók og með
fylgdi geymslu-
taska. Var hann
merktur enska
heitinu The Itty
Bitty Booklight
og er hægt að fá
ágætisverð fyrir hann á eBay.
Trivial Pursuit 1985
Eitt best heppnaða jólagjafaæði
landans var kanadíska spurninga-
spilið Trivial Pursuit. Spilið var
mjög snemma þýtt á íslensku, fyrr
en á til dæmis dönsku og norsku,
en margir Íslendingar höfðu þegar
keypt sér ensku útgáfuna á ferða-
lögum.
Enn í dag þekkja allir Trivial
Pursuit, og eiga sér sinn uppáhalds-
lit eða spurningaflokka, og Íslend-
i ng a r fe ng u
viðurkenningu
frá framleið-
andanum árið
1998 fyrir f lest
seld spil miðað
við höfðatölu.
Spilið var þá til
á 33 prósentum
hei m i l a en í
öðru sæti voru
Bandaríkin með
17 prósent. Engu
að síður hefur spilið ekki komið
út á íslensku í rúman áratug því að
þá keypti leikfangarisinn Hasbro
réttindin og taldi það ekki svara
kostnaði.
valin af því að hún félli vel að tíðar-
andanum, höfðaði til breiðs hóps
og seldist vel. En á þessum árum
var mikil áhersla á heilbrigðan lífs-
stíl og hið svokallaða boozt-æði að
hefjast. Keppnin var hörð en í öðru
sæti var tónlistargræjan iPod frá
Apple, sem Árni Johnsen snaraði
upp á íslensku sem tónhlöðu.
GPS-staðsetningartæki/
Ryksuguvélmenni 2007
Á ári ofneyslunnar og hnignunar
vestræns siðferðis er við hæfi að
velja tvær gjafir sem settu mark sitt
á jólavertíðina. Rannsóknasetrið
valdi GPS-staðsetningartæki sem
jólagjöf ársins en það var gripur sem
sameinaði landakort og áttavita,
og hentaði bæði til ferðalaga upp á
firnindi sem og í morgunskokkið.
Jólagjöfin sem var þó jafnvel
meira áberandi þetta árið var ryk-
suguvélmennið frá iRobot. Mörgum
þótti það bara meira vesen að nota
vélmennið en hefðbundna ryksugu
en þetta var f lott og dýrt og smell-
passaði við flottræfilshátt þessa árs.
Spjaldtölva/Kerti og spil 2011
Á eftirhrunsárunum var ekki
mikil stemning fyrir stórum og
dýrum jólagjöfum enda landinn
illa brenndur og gengið óhagstætt.
Fyrstu árin eftir hrun valdi Rann-
sóknasetrið til að mynda jákvæða
upplifun og lopapeysu sem gjöf
ársins.
Árið 2011 var Mammon búinn að
fá nóg af vosbúðinni og ákveðið var
að velja hvorki meira né minna en
spjaldtölvu sem jólagjöf ársins. En
hann var of f ljótur á sér og fékk hol-
skeflu af gagnrýni yfir sig. Bent var
á að sambýliskona eiganda Epli. is
væri í dómnefndinni og einnig þótti
landsmönnum fráleitt að velja svo
dýra gjöf í ljósi stöðu heimilanna.
Kerti og spil voru meira í ætt við
greiðslugetu þeirra. Þurfti Rann-
sóknasetrið að biðjast afsökunar á
þessari framkomu.
Sous vide 2016
Sous vide aðferðin er ekki ný af
nálinni. Fólk hefur pakkað inn
kjöti og eldað á lágum hita síðan á
átjándu öld. En árið 2016 var sous
vide skyndilega orðið lífsnauðsyn-
legt ef marka má hegðun íslenskra
neytenda.
Líkt og fótanuddtækin forðum
hefur notkunin á græjunum verið
mismikil en ólíkt þeim tíma eru
þeir margir sem neita að horfast í
augu við þetta og rífa græjuna fram
af og til til þess að réttlæta tilvist
hennar.
Eftirminnilegar
jólagjafir
Neysluhyggjan ruddi sér til rúms með tilkomu Reagans og Thatc-
her á sjónarsviðið fyrir tæpum 40 árum og tekur iðulega á sig
furðulegar og, eftir á að hyggja, bráðfyndnar myndir. Þetta á ekki
síst við á jólunum, enda eru þau vertíð kaupmanna.
2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G - I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð