Fréttablaðið - 21.12.2019, Blaðsíða 70
EINS OG ÖLL GÓÐ
LEIKRIT FJALLAR
ÞETTA UM TILGANG LÍFSINS EN
EKKI SÍÐUR UM ÞAU HLUTVERK
SEM VIÐ LEIKUM HVERT OG
EITT Í LÍFINU.
Finnur Arnar Arnarsson leik st ý r ir Englinum, sýningu sem byggir á verkum Þorvaldar Þor-steinssonar, rithöfundar og myndlistarmanns.
Leikritið er frumsýnt í Kassanum í
kvöld, laugardagskvöld.
Finnur Arnar er myndlistarmað-
ur og leikmyndahöfundur og Engill-
inn er fyrsta leikstjórnarverkefni
hans en hann gerði einnig handrit
og leikmynd sýningarinnar. Hann
var vel kunnugur Þorvaldi sem lést
árið 2013, einungis 53 ára gamall.
Um forsögu þessa verks segir
Finnur Arnar: „Í pappakassa á skrif-
stofu Ara Matthíassonar Þjóðleik-
hússtjóra var að finna allt höfund-
arverk Þorvaldar Þorsteinssonar,
en hugmynd var um að skapa sýn-
ingu úr verkunum. Kassinn endaði
loks hjá mér. Þegar ég var búinn að
vera með hann í nokkurn tíma þá
hringdi Ari og sagði að ég þyrfti að
fá viðbót, sem var hálfskrifuð bók
sem Þorvaldur var að skrifa þegar
hann dó. Sú bók hefur vinnutitil-
inn Fæstir eru eins og fólk er f lest.
Þar er að finna samantekt á hug-
myndafræði Þorvaldar. Þar sagði
hann meðal annars: Ekki halda að
einhver annar geri hlutina betur
en þú. Einhver annar gerir hlutina
öðruvísi en þú, en það er ekki endi-
lega betra en það sem þú gerir. Þetta
ýtti rækilega við mér og ég hugsaði:
Ég geri þessa sýningu, ég get það!“
Tilgangur lífsins
Eggert Þorleifsson, Ilmur Krist-
jánsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir,
Baldur Trausti Hreinsson, Atli Rafn
Sigurðarson og Arndís Hrönn Egils-
dóttir eru leikarar sýningarinnar.
„Í þessu verki eru límd saman brot
þannig að úr verður heild, vonandi
bæði hugmyndafræðilega og í fram-
vindu,“ segir Finnur Arnar. „Sögu-
þráður tengir brotin saman, en þau
koma héðan og þaðan, þarna eru
örverk, brot úr lengri verkum og
vísanir í myndlist og gjörninga Þor-
valdar.
Leikhópur fær handrit upp í
hendurnar, fer í búninga, setur á
sig hárkollur og leika þetta leikrit
Engilinn sem einhver skrifaði, og í
lokin kemur í ljós hver það er. Eins
og öll góð leikrit fjallar þetta um
tilgang lífsins en ekki síður um þau
hlutverk sem við leikum hvert og
eitt í lífinu. Við erum í einu hlut-
verki í lífinu, í öðru heima hjá okkur
og svo framvegis.“
Leikmynd úr nytjahlutum
Leikmyndin er unnin úr nytjahlut-
um. Sérstökum söfnunargámi var
komið fyrir í Sorpu í Ánanaustum
og fylltist hann á einni helgi. Áhorf-
endur geta keypt hluti úr leikmynd-
inni og fengið þá afhenta að síðustu
sýningu lokinni. „Sú hugmynd er
innblásin af verki sem Þorvaldur
gerði sem hét Tapað fundið og hann
sýndi á sínum tíma í Hafnarhúsinu.
Þar var að finna hluti sem fólk hafði
týnt en ekki vitjað til lögreglunnar.
Þaðan fékk ég hugmyndina,“ segir
Finnur Arnar. „Þessir hlutir eru til
sölu en fólk fær þá ekki afhenta fyrr
en eftir síðustu sýningu. Ágóðinn
rennur til Kvenfélagasambands
Íslands sem sér um að koma þeim
peningum til þeirra sem mest þurfa
á þeim að halda.“
Kökubasar í hléi
Á hverri sýningu halda mismun-
andi kvenfélög kökubasar í hléi. „Sú
hugmynd kemur líka frá Þorvaldi. Á
Listasafninu á Akureyri bauð hann
kvenfélögum að vera með köku-
basar í safninu,“ segir Finnur Arnar.
Tveimur tímum fyrir sýningu fer
í gang hátalarakerfi og hlýða má á
nemendur úr Listaháskólanum lesa
upp nöfn skattgreiðenda og þakka
þeim framlag þeirra til menning-
ar og lista. Þorvaldur gerði þetta
verk í Finnlandi þar sem hann las
upp nöfn skattgreiðenda í heilum
bæ. Í þessum upplestri koma fyrir
nokkur þúsund nöfn,“ segir Finnur
Arnar.
Það er greinilegt að margt er
óvenjulegt við uppsetninguna á
Englinum. Í lokin skal nefnt að í
tengslum við sýninguna stendur
Þjóðleikhúsið fyrir listgjörningi
um allt land. Hversdagsleikhúsið
er að finna á tíu stöðum, en þar
verður hversdagslegt rými að leik-
sviði. „Farið var hringinn í kringum
landið og stólum komið fyrir á
hinum ýmsu stöðum. Fólk getur
sest niður og horft á það sem er að
gerast fyrir framan það með augum
leikhúsáhorfandans og þannig séð
hversdagsleikann í nýju ljósi segir
Finnur Arnar.
Hlutverk
okkar í
lífinu
Engillinn er leikrit
byggt á verkum
Þorvaldar Þor-
steinssonar. Finnur
Arnar Arnarsson
leikstýrir í fyrsta
sinn. Leikmyndin
er úr nytjahlutum
sem eru til sölu.
Ég hugsaði: Ég geri þetta, ég get þetta! FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
BÆKUR
Nornasaga: Hrekkjavakan
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Útgefandi: Bókabeitan
Fjöldi síðna: 208
Fáir rithöfundar hafa lagt sig jafn-
mikið fram við að kynna norrænu
goðin, Völuspá og Ásgarð fyrir
börnum og Kristín Ragna Gunn-
arsdóttir. Myndlýsingar hennar á
Völuspá í endursögn Þórarins Eld-
járn eru einstaklega fallegar og þá
er þríleikurinn um Úlf og Eddu sem
lauk í fyrra bæði gríðar-
lega spennandi og miðl-
ar þessum goðsögulega
sag naar f i á spenn-
andi, aðgengilegan og
skemmtilegan hátt
þannig að börn eiga
auðvelt með að tengja
sig við persónur og
atburði í sögunum.
N o r n a s ö g u þ r í -
l e i k u r i n n s e m
hefst í nýjustu bók
hennar lofar einn-
ig mjög góðu. Þar
seg ir f rá Köt lu
sem er að byrja í
nýjum skóla. Hún
á tvær mömmur
og tvö systkini og er bæði klaufsk
og óheppin en jákvæð og bjartsýn
og gefst ekki upp. Sagan gerist í
kringum hrekkjavöku þegar Katla
ætlar að slá í gegn hjá vinsælu stelp-
unum í bekknum. En allt fer öðru-
vísi en ætlað er og áður en varir
hefur Katla opnað dyr milli heima
og hleypt út hinni stórhættulegu
Gullveigu sem getið er um í Völuspá
og á harma að hefna sem hún hyggst
taka út á Íslendingum, einkum þó
með því að virkja græðgi þeirra og
sjálfsupphafningu ekki ósvipað
og hún gerði við goðin á gullöld
þeirra. Íslendingar taka sorglega
vel við og brátt ræður Gullveig
lögum og lofum með möntrum
eins og „ég um mig frá mér til mín“,
og „mikið vill meira.“ Katla sér við
Gullveigu en þarf að taka á alveg
nýjum og óþekktum vöðvum til
að koma henni aftur til síns heima.
Upp koma ýmis kyndug atvik,
enda kímni aldrei langt undan í
bókum Kristínar Rögnu, og ljóst að
þessi Hrekkjavaka er gerólík öllum
öðrum.
Kristín Ragna leitar sem fyrr
fanga í Völuspá enda er hún óþrjót-
andi uppspretta sagna og ævintýra.
Íslandskort Abrahams Orteliusar
frá því um aldamótin 1600 sem líka
er þekkt sem skrímsla-
kortið leikur einn-
ig stórt hlutverk í
bókinni og það er
gaman að endur-
nýja kynnin við þær
mögnuðu myndir og
ímynda sér skrímslin
svamlandi í Tjörn-
inni.
Bókin er skemmti-
leg, hröð og spenn-
andi og sagan grípandi
og áhugaverð. Svo má
ekki gleyma því hvað
hú n er einst ak lega
fallegur prentgripur,
þessi bók, mikið mynd-
skreytt, litrík og líf leg.
Myndirnar sem eru í stíl Kristínar
Rögnu, sem er lesendum hennar að
góðu kunnur frá því í Völuspá, eru
að vanda ótrúlega magnaðar.
Í bókarlok er ýmsum spurn-
ingum ósvarað og því eflaust mörg
börn sem bíða spennt eftir fram-
haldinu. (Og margir fullorðnir líka).
Brynhildur Björnsdóttir
NIÐURSTAÐA: Mjög spennandi og
ríkulega myndskreytt saga sem sækir
í Völuspá en líka samtímann með frá-
sagnargleði og húmor.
Skrímslakort Abrahams
fyrir forvitna
Útvarpsleikhúsið
Fyrri hluti í dag kl. 14
Seinni hluti á aðfangadag kl. 14
Óvænt atvik verða til þess að meðlimir Kriðpleirs, makar
og börn þurfa að halda saman jól. Skipulagning og
framkvæmd á hátíðarhaldinu reynist vera flókin aðgerð.
2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R46 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING