Fréttablaðið - 21.12.2019, Page 73

Fréttablaðið - 21.12.2019, Page 73
BÆKUR  HKL ástarsaga Pétur Gunnarsson Útgefandi: JPV Fjöldi síðna: 237 Það var ekki auðvelt líf að vera ungt og upprennandi skáld á þriðja ára- tug síðustu aldar. Allavega ekki ef mark er takandi á frásögnum þeirra sem sinntu því hlutverki og ef við tökum ekki mark á þeim, tja, hverjum þá? Fátæktin, and- leysi alþýðunnar og smáborgara- skapur Reykvíkinga, allt er þetta skáldunum hin mesta sálarkvöl og er þá ónefnt aðalvandamál þeirra flestra; kvenfólk. Það getur jú ekkert haldið karlmanni í skefjum nema kona, eins og Halldór kemst að orði í skáldsögu sinni Vefaranum mikla frá Kasmír. Nei, ástin er ekki einföld og ég tala nú ekki um fyrir ungan snill- ing, sem tekur kaþólska trú og er á sífelldu flakki um heiminn. Í þess- ari bók, sem ber sama undirtitil og fyrsta skáldsaga Halldórs: ástar- saga, dregur Pétur Gunnarsson upp magnaða mynd af Nóbelsskáldinu á fyrstu skáldæviárum þess. Sögurnar eru ekki gripnar úr lausu lofti heldur styðst Pétur við sín eigin kynni af Halldóri, sem var þá raunar kominn á háan aldur, verk hans og samtíma- manna hans en fyrirferðarmest eru bréf Halldórs til vina sinna og ást- kvenna sem hleypa lesanda inn í persónulegt líf hans og vangaveltur. Sá áratugur sem Pétur tekur til umfjöllunar í lífi skáldsins er mjög áhugaverður. Halldór tekur kaþ- ólska trú, gengur í klaustur í Cler- vaux og reynir að hasla sér völl annars vegar sem virtur rithöf- undur á Íslandi og sem handritshöf- undur í Hollywood, með misjöfnum árangri. Fyrri hluti bókarinnar fer aðallega í frásagnir af áhugaverðu klausturlífi Halldórs og hinu klass- íska sögusviði, sem virðist aldrei verða þreytt: Reykjavík ungskáld- anna í byrjun þriðja áratugarins, Unuhúsi og kaffihúsum miðbæjar- ins. Þar bregður fyrir mjög svo kunnuglegum nöfnum á ekki verri mönnum en Þórbergi Þórðarsyni og Stefáni frá Hvítadal, svo ein- hverjir séu nefndir, og má þar finna mjög svo skondna frásögn af baráttu milli Hall- dórs og Þórbergs um sálarlíf Stefáns. Þar reynir Halldór ólmur að snúa þessu þjóð- þekkta ljóðskáldi til kaþólsku með fögrum fyrirheitum á meðan Þórbergur reynir að tæla hann til hins synduga líf- ernis með lífsins freistingum, jóga og andlegum iðk- unum að hætti Indverja. Síðari hlutinn fer síðan allur í afar forvitnilegt ástar- líf Halldórs á árum hans í Ameríku þar sem við fáum að kynnast öllu óþekktari, en alls ekki ómerkari persónum í lífi hans. Þar styðst Pétur nánast eingöngu við ástarbréf skáldsins, við heilar þrjár konur sem hann virðist hafa haldið heitum á meðan á Ameríkudvölinni stóð. Þannig er saga Halldórs og Ingu sem bíður hans heima á Íslandi í forgrunni en lesendur fá einnig að skyggnast inn í það líf sem hann heldur að mestu leyndu fyrir henni í gegnum bréf hans til tveggja ann- arra kvenna, annarrar sem hann býr með fyrir vestan. Pétur matreiðir efnið einstaklega vel og dregur fram hugsanir og lífs- skoðanir skáldsins, sem glímdi á þessum tíma við ýmis flókin hugð- arefni, á frábæran hátt og vitnar ætíð í skrif hans sér til stuðnings. Hér fá menn að kynnast skáldinu unga, sem á sér sess í hjörtum f l e s t r a l a n d s - manna, á nýjan og persónulegan hátt í gegnum frábæran texta Péturs. Óttar Kolbeinsson Proppé NIÐURSTAÐA: Stór- kostleg frásögn af fyrstu skáldæviárum Halldórs Laxness út frá sjónarhóli hans sjálfs, samferðamanna hans og ástkvenna. Ástin er ekki einföld Pétur Gunnarsson rithöfundur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 siminn.is/jol B ir t m eð f yr ir va ra u m v ill ur o g ve rð br ey ti ng ar . G ild ir m eð an b ir gð ir e nd as t. Polaroid Mint prentari 16.990 kr. Prentaðu út jólaminningarnar beint úr snjallsímanum Fullt verð: 19.990 kr. Tilboð Meater kjöthitamælir 16.990 kr. Nauðsynlegt snjalltæki fyrir alla ástríðukokka Fullt verð: 19.990 kr. Tilboð Verð frá 58.990 kr. 5.493 kr./mán. í 12 mán. Alls: 65.915 kr.ÁHK: 21,75% Rafknúið hlaupahjól Xiaomi Mi og Mi PRO 6.873 kr./mán. í 12 mán. Alls: 82.475 kr.ÁHK: 18,13% Apple Watch 5 Verð frá 74.990 kr. Twinkly snjallsería 8.990 kr. Samsung S10 og S10+ Verð frá 129.990 kr. Galaxy Buds heyrnartól fylgja, að verðmæti 25.990 kr. 11.617 kr./mán. í 12 mán. Alls: 139.400 kr.ÁHK: 12,98% iPhone 11 & 11 Pro / 11 Pro Max Verð frá 129.990 kr. 11.617 kr./mán. í 12 mán. Alls: 139.400 kr.ÁHK: 12,98% Snjallar gjafir fyrir bjartari jól Allar snjöllustu jólagjafirnar sem gleðja, bæta og kæta. Símar sem hringja inn jólin, hátalarar sem gefa tóninn og skínandi snjallúr sem telja niður til jóla. Kynntu þér úrvalið á siminn.is/jol eða komdu í verslanir Símans í Ármúla, Smáralind og Strandgötu, Akureyri. Kaupauki Heyrnartól 14 daga Sjónvarp Símans Premium fylgir 14 daga Sjónvarp Símans Premium fylgir 30 GB fylgja með 30 GB fylgja með Fylgdu Símanum á Instagram og taktu þátt í jóladagatali Símans. Nýr pakki daglega fram að jólum! @siminnisland Apple AirPods 24.990 kr. Vinsælustu heyrnartólin Buddy heyrnartól 7.990 kr. Sniðin á litla snillinga — vernda viðkvæm eyru Fullt verð: 68.990 kr. Tilboð Appstýrð LED-ljósasería með endalausa möguleika! M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 49L A U G A R D A G U R 2 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.