Fréttablaðið - 31.12.2019, Síða 9

Fréttablaðið - 31.12.2019, Síða 9
Lífskjarasamningur Í byrjun apríl var skrifað undir kjarasamninga á almennum vinnu- markaði. Samningar höfðu þá verið lausir frá áramótum en viðræður aðila gengu erfiðlega lengst af. Efl- ing og VR boðuðu til verkfallsað- gerða. Þann 8. mars lögðu félags- menn Eflingar sem starfa á hótelum niður störf og 22. mars bættust félagsmenn VR við en það verkfall náði líka til hópbifreiðafyrirtækja. Frekari verkfallsaðgerðum var svo frestað þar sem skriður komst á við- ræður. Stjórnvöld komu á lokasprettin- um að kjarasamningum og kynntu fjölmargar aðgerðir til að styðja við samninga. Meðal annars voru boðaðar skattalækkanir, aðgerðir í húsnæðismálum og lenging fæð- ingarorlofs. Samningurinn sem var kynntur sem lífskjarasamningur- inn gildir til 1. nóvember 2022. Lægstu laun hækka um 90 þúsund krónur á mánuði á samningstím- anum en almenn hækkun verður 68 þúsund. Þá var samið um mögu- legar útfærslur á styttingu vinnu- vikunnar. Þriðji orkupakkinn Það mál sem var mest áberandi á Alþingi á árinu var tillaga ríkis- stjórnarinnar um innleiðingu þriðja orkupakka ESB. Mjög hart var deilt um málið innan þings og utan. Andstæðingar orkupakkans sögðu að með samþykkt málsins væri meðal annars verið að skerða fullveldi Íslands í orkumálum. Einn- ig væru íslensk stjórnvöld að skuld- binda sig til að leggja sæstreng. Þeir sem studdu innleiðingu þriðja orkupakkans sögðu hins vegar að framtíð EES-samningsins væri í húfi. Ríkisstjórnir Íslands, Noregs og Liechtenstein sendu frá sér yfirlýsingu þar sem sér- staða íslenska orkumarkaðarins var áréttuð. „Ákvæði þriðja orku- pakka ESB hafa á engan hátt áhrif á full yfirráð EFTA-ríkjanna í EES yfir orkuauðlindum sínum og ráðstöfun þeirra og hagnýtingu,“ sagði í yfir- lýsingunni. Inni á þingi var andstaðan borin uppi af Miðf lokknum. Þingmenn f lokksins beittu málþófi og sak- aði Steingrímur J. Sigfússon, for- seti Alþingis, þá um að hafa rænt völdum í þinginu. Ekki tókst að klára málið í vor og var samið um að taka það fyrir aftur í september, áður en nýtt þing yrði sett. Það fór svo að lokum að þriðji orkupakk- inn var samþykktur á Alþingi með 46 atkvæðum gegn 13. Fall WOW … Tæplega átta ára sögu WOW air lauk í lok mars þegar félagið var úrskurð- að gjaldþrota. WOW hafði átt í miklum rekstrarerfiðleikum um nokkurt skeið og var gripið til hag- ræðingaraðgerða í desember 2018. Þá var starfsfólki fækkað, f lugvélar seldar og leiðakerfið einfaldað. Við- ræðum um kaup Icelandair á WOW hafði áður verið slitið og allt stefndi í að bandaríski fjárfestingarsjóður- inn Indigo Partners kæmi félaginu til bjargar. Viðræðurnar við Indigo drógust hins vegar og svo fór að fjárfesting- arfélagið sleit þeim þann 21. mars. Í kjölfarið hófust viðræður við Icelandair á ný en ljóst var að lítill tími væri til stefnu. Þær viðræður fóru einnig út um þúfur en 26. mars náðust samningar við lánardrottna WOW um að breyta skuldabréfum í hlutafé. Við það hafði Skúli Mogen- sen, stofnandi félagsins, misst yfir- ráð sín í WOW. Stjórnendum WOW tókst hins vegar ekki á næstu dögum að tryggja fjármagn til að greiða 300 milljóna greiðslu sem leiddi til kyrrsetningar á sjö vélum félagsins. Klukkan hálf sex að morgni 28.  mars var öllu flugi WOW til og frá Íslandi aflýst. Um þremur klukkustundum síðar tilkynnti Samgöngustofa að WOW hefði hætt starfsemi. Um 1.100 starfsmenn WOW misstu vinnuna við fall félagsins en auk þess tapaðist fjöldi af leiddra starfa. Alls bárust tæplega sex þúsund kröfur frá einstaklingum og lögaðilum í þrotabú WOW og námu þær alls um 151 milljarði króna. Í byrjun desember höfðu forgangskröfur upp á 3,8 milljarða verið samþykktar en ágreiningur var enn uppi um kröfur upp á 1,3 milljarða. Ljóst var að ekkert fengist upp í almennar kröfur í þrotabúið. … og möguleg endurreisn Í sumar bárust af því fréttir að bandaríska athafnakonan Mich- elle Ballarin hefði hug á því að endurreisa WOW. Hún keypti eignir tengdar f lugrekstri félagsins úr þrotabúinu fyrir 50 milljónir króna og stefnt var að því að hefja f lug milli Keflavíkur og Washington DC í október. Þær áætlanir stóðust ekki og er hið endurreista félag ekki enn farið í loftið. Í desember var svo haft eftir talsmanni Ballarin á Íslandi að biðin eftir fyrsta fluginu væri mæld í vikum en ekki mánuðum. Gert er ráð fyrir að fraktflug verði stór hluti starfseminnar fyrst um sinn en að farþegaf lug muni aukast eftir því sem á líður. Hópur fjárfesta auk tveggja fyrr- verandi lykilstarfsmanna WOW vann einnig að stofnun nýs f lug- félags á grunni WOW. Félagið bar upphaflega heitið WAB en síðar var því breytt í Play. Félagið var kynnt á blaðamannafundi í byrjun nóvem- ber þar sem fram kom að í fyrstu yrði f logið til sex evrópskra borga. Stefnt var að því að hefja flug á yfir- standandi ári en það tókst ekki en fréttir bárust af því að illa gengi að fá fjárfesta að félaginu. Í desember var svo haft eftir upplýsingafulltrúa félagsins að fjármögnunin gengi vel. Stefnt væri að því að hefja miðasölu í janúar og að f lug hæfist væntan- lega næsta vor. Nýr dómsmálaráðherra Þann 12. mars kvað Mannréttinda- dómstóll Evrópu (MDE) í Strassborg upp þann dóm að skipan fjögurra dómara við Landsrétt væri ekki í samræmi við lög. Sigríður Á. Ander- sen dómsmálaráðherra sagði af sér embætti daginn eftir. Forsaga málsins er sú að þegar 15 dómarar voru skipaðir við nýstofn- aðan Landsrétt árið 2017 fór dóms- málaráðherra ekki að öllu leyti að tillögu dómnefndar sem mat hæfni umsækjenda. Fjórir umsækjendur voru færðir af listanum yfir þá sem dómnefndin taldi hæfasta og aðrir fjórir skipaðir í staðinn eftir stað- festingu Alþingis. Íslensk stjórn- völd ákváðu að skjóta málinu til yfirdeildar MDE og í september var staðfest að málið yrði tekið fyrir á næsta ári. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra, tók tímabundið við embætti dómsmálaráðherra eftir afsögn Sigríðar Á. Andersen. Það var svo í byrjun september að tilkynnt var að Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir, ritari Sjálfstæðisf lokksins, yrði nýr dómsmálaráðherra en hún tók formlega við embættinu 6. sept- ember. Hvarf í Dublin Þann 9. febrúar gekk Jón Þröstur Jónsson út af hótelherbergi sínu í Dublin þar sem hann var staddur ásamt unnustu sinni. Ekkert hefur spurst til hans síðan. Þau voru stödd í borginni til að taka þátt í póker- móti. Það síðasta sem vitað er um ferðir Jóns Þrastar er af myndum úr öryggismyndavélum þar sem hann sést á gangi í Whitehall-hverfinu. Hann var hvorki með síma né vega- bréf á sér þegar hann hvarf. Fjöldi sjálf boðaliða tók þátt í umfangsmikilli leit í borginni en hún bar engan árangur. Bróðir Jóns Þrastar f lutti á tímabili til Dublin og aðrir fjölskyldumeðlimir hafa reglulega farið til borgarinnar. Þá bárust fréttir af því í desember að systir og unnusta Jóns Þrastar hefðu ráðið einkaspæjara til að rannsaka hvarfið. Umdeilt fjölmiðlafrumvarp Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í janúar frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Var þar lagt til að fjölmiðlar gætu að ákveðn- um skilyrðum uppfylltum fengið hluta ritstjórnarkostnaðar endur- greiddan. Illa gekk þó að koma málinu til Alþingis en þingmenn Sjálf- stæðisf lokksins gagnrýndu til að mynda harðlega að ekki væri tekið á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði í frumvarpinu. Málið var að lokum afgreitt úr þingf lokki Sjálfstæðis- f lokksins á vorþingi með miklum fyrirvörum. Ekki tókst hins vegar að koma því að í dagskrá þingsins. Frumvarpið átti svo að leggja fram að nýju í haust en það tókst ekki fyrr en í desember og mælti ráðherra fyrir málinu fyrir jól. Afgreiðsla þess bíður nýs árs. Palestínufáni Hatara Hljómsveitin Hatari var fulltrúi Íslands í Eurovision sem fram fór í Tel Avív í maí. Þar f lutti hún lagið „Hatrið mun sigra“ sem komst áfram í úrslitakvöldið. Fyrir keppn- ina í Ísrael spratt upp umræða um hvort Ísland ætti að sniðganga keppnina til að mótmæla framferði Ísraelsmanna gagnvart íbúum Pal- estínu. Meðlimir Hatara lýstu í aðdrag- anda keppninnar yfir stuðningi við málstað Palestínumanna og var því fylgst grannt með gjörðum þeirra í Ísrael. „Hatrið mun sigra“ Árið 2019 á innlendum vettvangi Átök á vinnumarkaði, þriðji orkupakkinn, fall WOW, mannshvarf í Dublin, nýr dómsmálaráðherra, Samherjamál og óveður voru meðal helstu frétta ársins sem er að líða. Fréttablaðið fer yfir nokkur stærstu mál ársins. Svona leit upplýsingaskjárinn á Keflavíkurflugvelli út að morgni 28. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sigríður Andersen tilkynnir afsögn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þingmenn Miðflokksins báru uppi lengstu umræðuna í þingsögunni um sama málið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is Nýr dómsmálaráðherra tekur við. FRÉTTABLAÐIÐ/E RNIR INNLENDUR FRÉTTAANNÁLL 3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.