Fréttablaðið - 31.12.2019, Blaðsíða 19
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sighvatur
Arnmundsson
sighvatur@frettabladid.is
Við þurfum
einfaldlega
að minnka
sóun og
óþarfa
neyslu. Við
þurfum að
velja um-
hverfisvæna
kosti þótt það
sé meiri
fyrirhöfn.
Það hafa ekki
allir foreldrar
ráð á að leita
sér aðstoðar
með börn sín
hjá sjálfstætt
starfandi
sálfræðing-
um.
Á fundi velferðarráðs í desember voru lagðar fram biðlistatölur barna sem bíða eftir sér-fræðiþjónustu skóla. Það eru 489 börn sem
bíða eftir fyrstu þjónustu og 340 börn sem bíða eftir
frekari þjónustu. Alls er því 641 barn að bíða. Með
sérfræðiþjónustu skóla er átt við sálfræðiviðtöl,
kennslufræðilegt mat, talkennslu og sértækar grein-
ingar á vanda barnanna sem foreldrar, kennarar og
fleiri telja að barnið þurfi nauðsynlega á að halda.
Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram formlega
fyrirspurn um stöðu barnanna sem bíða eftir þessari
þjónustu og sundurliðun á ástæðu tilvísunar.
Grípa verður til aðgerða
Ráðast verður til atlögu með markvissum og kerfis-
bundnum hætti til að stytta biðlista. Það verður
einungis gert með því að fjölga fagfólki skólanna og
skipuleggja störfin þannig að meiri skilvirkni náist.
Við síðari umræðu um fimm ára áætlun Reykjavíkur-
borgar lagði Flokkur fólksins fram fimm breytingar-
tillögur. Ein þeirra var tillaga um að fjárheimildir
skóla- og frístundasviðs verði hækkaðar til að stytta
biðlista. Lagt var til að ráðið yrði fagfólk tímabundið,
tveir sálfræðingar og einn talmeinafræðingur til
eins árs. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þessi þrjú
stöðugildi nemi 40,5 m.kr. Tillagan var felld.
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lengi talað
fyrir því að aðsetur skólasálfræðinga sé í skólunum
þar sem sálfræðingarnir eru nálægt börnunum og
til stuðnings og ráðgjafar við kennara og starfsfólk.
Það myndi bæta skipulag og auka skilvirkni. Bið
eftir þjónustu skapar óvissu og veldur börnum og
foreldrum þeirra oft miklu álagi. Það hafa ekki allir
foreldrar ráð á að leita sér aðstoðar með börn sín
hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum. Við eigum
að geta gert kröfu um að börn hafi gott aðgengi að
allri þjónustu borgarinnar, þar með talið sérfræði-
þjónustu skólanna.
Yfir 600 börn bíða eftir
sérfræðiþjónustu skóla
Kolbrún
Baldursdóttir
borgarfulltrúi
Flokks fólksins
Þú færð þennan kappa á næsta
flugeldamarkaði björgunarsveitanna
Þessi kappi er með þeim
flottari. 64 öflug skot með
fjölbreyttri ljósadýrð og
flottheitum
skot
30
SEK
3
5
6
64
kg
Þessa árs sem senn er liðið verður ekki síst minnst fyrir þá gríðarlegu vakningu sem orðið hefur í umhverfismálum og þá sérstaklega loftslagsmálunum. Þeir sem taka afstöðu með umhverfinu eru ekki lengur einhver jaðarhópur aðgerðasinna
heldur er þetta orðin öflug fjöldahreyfing. Það veitir
heldur ekki af því viðfangsefnin eru stór og tíminn
naumur.
Ársins verður líka minnst fyrir þær miklu veður-
öfgar sem íbúar heimsins upplifðu. Hvert hitametið
af öðru var slegið víða um heim og stærð ísbreið-
unnar á Norðurskautinu var í lágmarki. Í nýrri
skýrslu bresku hjálparsamtakanna Christian Aid
kemur fram að á árinu hafi hamfarahlýnun valdið
minnst fimmtán náttúruhamförum þar sem tjón er
metið á meira en einn milljarð dollara eða rúmlega
121 milljarð íslenskra króna. Þarna er um að ræða
skógarelda, f lóð, þurrka og fellibylji.
Auðvitað hafa náttúruhamfarir alltaf átt sér stað
en umfang og eðli þeirra hefur verið að breytast.
Hitabylgjur hafa geisað á veturna, skógareldar átt sér
stað á óvenjulegum árstímum og stöðum í heim-
inum og stórum fellibyljum fjölgað.
Á Íslandi var jökulinn Ok kvaddur með táknrænni
athöfn. Minnismerki var komið fyrir á toppnum
þar sem skrifuð eru skilaboð til framtíðarinnar. Þar
segir að við sem nú lifum vitum hvað sé að gerast og
hvað þurfi að gera. Aðeins sá sem lesi þetta í fram-
tíðinni viti hvort eitthvað hafi verið gert.
Þá rann yfirdráttardagur jarðarinnar upp þann
29. júlí en þann dag höfðu íbúar jarðarinnar notað
allar þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað
á árinu. Hefur þessi dagur aldrei áður verið fyrr á
ferðinni en frá lokum júlí höfum við verið að ganga á
höfuðstól auðlinda jarðarinnar.
Allt þetta ætti að vera skýr áminning um það að
brýnna aðgerða er þörf. Að miklu leyti snýst það um
hugarfarsbreytingu því allir geta lagt sitt af mörkum
með tiltölulega einföldum hætti. Við þurfum ein-
faldlega að minnka sóun og óþarfa neyslu. Við
þurfum að velja umhverfisvæna kosti þótt það sé
meiri fyrirhöfn. Stjórnvöld um allan heim þurfa að
herða á aðgerðum sínum og horfa til framtíðar.
Það ár sem er fram undan verður afar mikilvægt
því að á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
sem fram fer í Glasgow í nóvember næstkomandi
þurfa þjóðir heims að koma sér saman um aðgerðir
og uppfærð markmið um minni losun gróðurhúsa-
lofttegunda. Baráttan gegn loftslagsbreytingum
af mannavöldum hefur fært kynslóðirnar saman.
Eldri kynslóðir hafa smitast af áhuga og baráttuanda
ungu kynslóðarinnar. Þetta sést glöggt í skemmti-
legu spjalli Gretu Thunberg og Davids Attenborough
á BBC þar sem þau segja hvort annað hafa verið sér
innblástur í baráttunni.
Ef 2019 var ár vakningarinnar verðum við að trúa
því að 2020 verði ár vona.
Gleðilegt nýtt ár.
Ár vona
Verðmætt svifryk
Umræðan um svifryksmengun
frá f lugeldum eykst ár frá ári.
Þeim fjölgar sem vilja að almenn
sala verði bönnuð og björg-
unarsveitirnar eru farnar að
bjóða upp á gróðursett tré sem
valkost. Jóhannes Þór Skúlason,
framkvæmdastjóri Samtaka
ferðaþjónustunnar, er þó ekki
hrifinn af hugmyndum um tak-
markanir á púðurmagni sem
skotið er út í andrúmsloftið. Það
sé f leira sem hangi á spýtunni
en svifryk. Mikil verðmæti séu
í ferðamönnunum sem komi
hingað til að sjá f lugelda. Stjórn-
völd eru augljóslega ekkert að
hugsa um hagsmuni ferðaþjón-
ustunnar. Það eru örugglega til
ríkir ferðamenn sem vilja upp-
lifa gamla og góða íslenska siði
eins og barnaþrælkun, bjórbann
og sjónvarpslausa fimmtudaga.
Eðlileg fjármögnun
Flugeldasala er auðvitað helsta
tekjulind björgunarsveitanna.
Hefur salan verið að skila um
800 milljónum á ári sem er um
60 prósent af heildartekjum. Það
hljóta að vera til aðrar leiðir til
að fjármagna þessa mikilvægu
starfsemi sem landsmenn voru
enn og aftur minntir á í óveðrinu
um daginn. Lyklum landsmanna
mun varla fjölga mikið á næst-
unni og þörfin fyrir Neyðarkalla
ekki aðkallandi. Hér er villt hug-
mynd. Setjum bara sveitirnar á
fjárlög. 800 milljónir og málið
dautt. sighvatur@frettabladid.is
3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN