Fréttablaðið - 31.12.2019, Page 21

Fréttablaðið - 31.12.2019, Page 21
Gjarnan er fullt út úr dyrum þegar lífeyrissjóðir boða til kynningarfunda með sjóð- félögum sem nálgast lögboðinn eftirlaunaaldur eða hyggjast hætta fyrr að vinna. Þegar þarna er komið sögu á æviskeiðinu er vissulega eðlilegt að menn hafi sérstakan áhuga á réttindum sínum í lífeyr- issjóðum, á útgreiðslu séreignar- sparnaðar eða öðru því sem heyrir til fjármála og af komu á efri árum. Jafnframt er algengt að ein- mitt þarna vakni menn upp við að betur hefðu þeir sýnt lífeyris- málum sínum meiri áhuga mun fyrr á ævinni og haft þá svigrúm til ráðstafana sem betur hefðu verið gerðar þá. Slíkt svigrúm er sjaldnast fyrir hendi um sextugt, hvað þá síðar. Lífeyrisréttindi eru verðmætasta eign okkar og skipta meira máli en íbúðir, bílar eða sumarhús! Þess vegna er rík ástæða til að fólk bíði ekki með það fram undir lok starfs- ferils síns eða lengur að kynna sér lífeyrisréttindi sín. Góð byrjun er að fara inn á Lífeyrisgáttina, vefinn lifeyrisgattin.is, til að fá yfirlit allra réttinda sem viðkomandi hefur unnið sér inn í samtryggingar- sjóðum um dagana. Viðbúið er að sami sjóðfélagi hafi greitt í f leiri en einn sjóð, jafnvel í marga sjóði frá upphafi. Nauðsynlegt er að fá aðgang að eigin sjóðfélagavef og best að leita til sjóðs sem greitt er í eða greitt var síðast í, hafi menn ekki sótt sér aðgang nú þegar. Með þessu móti getur hver sem er fengið heildarmynd af stöðu sinni og réttindum. Hafa ber í huga að réttindaávinnsla lífeyrissjóða getur verið mismunandi. Hver þúsundkall í iðgjaldi veitir ekki endilega sama lífeyrisrétt í krónum talið hjá sjóðum sem viðkomandi greiðir í. Að f leiru ber að gæta. Sjálf veit ég til að mynda um fólk sem ráð- stafaði meirihluta skylduiðgjalds síns í lífeyrissjóð í sparnaðarleið sem það fær ekki greitt úr fyrr en um áttrætt. Missi það starfsgetu á besta aldri fær það ekki greitt nema sem svarar til brots af launum sínum áður en starfsgeta skertist og gerði sér ekki grein fyrir slíkum af leiðingum. Fæstir gera eðlilega ráð fyrir öðru en að þeir haldi óskertri starfsgetu til loka starfsævinnar en svo bein og greið er lífsins braut bara ekki hjá öllum, því miður. Fólk ætti því að kanna fyrr en síðar á starfsævinni hve mikið það fengi úr lífeyrissjóðunum sínum ef starfsorka skertist. Séreignarsparnaður er mikil- vægur liður í undirbúningi fyrir efri árin og því fyrr sem byrjað er að leggja fyrir því betra. Þá jafn- gildir skattfrjáls séreignarsparn- aður til húsnæðiskaupa veruleg- um kjarabótum yngri kynslóða á atvinnu- og fasteignamarkaði. Tilgreindur séreignarsparnaður kom nýlega til sögunnar í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þar stendur fólk frammi fyrir vali um að nýta 3,5% af launum til að auka hlutdeild sína í samtryggingu lífeyrissjóða eða verja því frekar í séreignarsparnað. Séreign getur skipt sköpum um afkomu fólks sem hverfur af vinnu- markaði og lif ir á eftirlaunum. Um margar sparnaðarleiðir er að velja hjá lífeyrissjóðum. Greiður aðgangur er að upplýsingum um leiðirnar og samsetningu þeirra og um samanburð á ávöxtun sér- eignarleiða. Þetta er að finna á Lífeyrismál.is, vef Landssamtaka lífeyrissjóða. Kjarni máls er að fólk kanni vel rétt sinn til lífeyris og taki lífeyris- sjóðsmál sín alvarlega sem fyrst á starfsævinni. Góðra gjalda vert er að sinna vel viðhaldi fasteigna sinna, bíla og sumarhúsa en mikil- vægara að sýna fyrirhyggju gagn- vart eftirlaunum og tryggingum sem varða af komu á efri árum, heilsu og líf. Ráðlegt að hyggja í tíma að lífeyrisréttindum Í síðustu grein minni um málefni aldraðra í Fréttablaðinu fjallaði ég um þá eldri borgara sem eru dæmdir til fátæktar. Þá sem hafa engar aðrar tekjur en þær sem þeir fá frá almannatryggingum. Í þessari grein vil ég fjalla um eldri borgara sem hafa aðrar tekjur, t.d. frá lífeyris- sjóðum. Þetta fólk hefur unnið allt sitt líf og safnað sparifé í von um að það tryggi þeim áhyggjulaust ævi- kvöld. Svona einfalt er það því miður ekki, því stjórnmálamenn hafa lengi stundað það að ráðast á sparnað aldraðra í formi skerðinga. Fólk er lögþvingað til að greiða í lífeyrissjóði hvort sem því líkar betur eða verr. Því er talin trú um að þessi peningur sé sparifé þess. Síðan kemur ríkið með krumluna og hrifsar bróðurpartinn til sín í formi skerðinga. Ríkið tekur 42 milljarða af eldri borgurum í formi skerðinga á hverju ári! Nú er frumvarp Flokks fólksins í meðförum þingsins sem felur í sér hækkun á frítekjumarki lífeyris- tekna úr núverandi 25.000 kr. í 100.000 kr. á mánuði. Ef frumvarpið verður samþykkt stígum við eitt sanngirnisskref sem gefur lífeyris- þegum viðbótar 75.000 kr. á mánuði eða 900.000 kr. á ársgrundvelli. Því miður hafa ríkisstjórnaflokkarnir ekki sýnt þessu máli áhuga. Þrátt fyrir að barátta Flokks fólksins gegn skerðingum hafi ekki fengið mikinn stuðning annarra stjórnmálaflokka, höfum við þó náð markverðum árangri í baráttunni. Eftir langar og strangar samninga- viðræður í lok síðasta löggjafarþings, féllust allir flokkar á þingsályktunar- tillögu Flokks fólksins sem fól félags- og barnamálaráðherra að sannreyna áður framkomna kostnaðargrein- ingu FEB (Félags eldri borgara) um að samfélagið í heild sinni myndi hagnast á því að afnema skerðingar vegna launatekna aldraðra. Ráðherra hefur nú skipað óháðan starfshóp til að skera úr um málið. Ef starfs- hópurinn kemst að þeirri niðurstöðu að kostnaðargreiningin eigi við rök að styðjast mun ríkisstjórnin leggja fram frumvarp á Alþingi fyrir 1. mars 2020 um afnám skerðinga vegna atvinnutekna aldraðra. Þrátt fyrir þunga undiröldu og kröfu um aukið réttlæti og afnám skerðinga hefur fjórflokkurinn, og klofningsframboð hans, sýnt vilja- leysi í þessum málum. Ef við ætlum að breyta kerfinu þá þurfum við að velja nýtt fólk til valda. Viljum við tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld? Fle st i r er u s a mmá la u m að hagsmunum barns sé almennt best borgið ef for- eldrar ná samkomulagi um forsjá, lögheimili og umgengni. Þekkt er að harður ágreiningur milli for- eldra getur haft slæm áhrif á börn. Um þetta fá foreldrar hér á landi skýr skilaboð. Í barnalögum er kveðið á um að foreldrum beri að reyna sáttaleiðina áður en unnt er að krefjast úrskurðar eða höfða dómsmál. Óhætt er að segja að skyldu- bundin sáttameðferð nái til skyldu samfélagsins til að bjóða úrræðið og fyrir foreldra að skoða það fremur en að taka þátt í því. Með tilliti til hins síðarnefnda er sér- staklega vísað til mála þar sem vafi leikur á hvort sáttameðferð eigi við eins og þegar um er að ræða heim- ilisof beldi eða alvarlegan geð- rænan eða fíknivanda. Á Íslandi fer sáttameðferð í umgengnismálum að mestu fram hjá sýslumannsembættunum og eins og á hinum Norðurlöndunum með aðstoð sérfræðinga sem allir eru menntaðir sérstaklega til starf- ans. Sérfræðingarnir hafa í krafti menntunar sinnar og starfa víð- tæka þekkingu og reynslu af mál- efnum barna og fjölskyldna, stöðu þeirra og réttindum. Almenn ánægja og jákvæður árangur Samkvæmt rannsóknum og athug- unum á sáttameðferð, þar sem deilt er um hagsmuni barna, á Íslandi og í nágrannalöndum okkar, virðist almenn ánægja ríkja með úrræðið og virðast aðilar fúsir til að sæta því að skyldað sé til hennar. Heyrir það til undantekninga að foreldrar kjósi að taka ekki þátt í sáttameðferð. Við meðferð mála hjá sýslumönnum þar sem deilt er um hagsmuni barna er lögð áhersla á að leysa mál fremur með sátt en úrskurði sýslumanns. Flest umgengnismál sem koma til úrlausnar hjá sýslumönnum leys- ast með samkomulagi foreldra. Af þeim umgengnismálum sem sýslu- maðurinn á höfuðborgarsvæðinu fær til meðferðar eru kveðnir upp úrskurðir í undir 10% mála. Þrátt fyrir skyldubundna sátta- meðferð eiga foreldrar rétt á því að bera umgengnismál undir stjórn- vald, þ.e. sýslumann eða dómstól, til úrlausnar en hægt er að gera kröfu um að dómari taki afstöðu til umgengni í dómsmáli sem höfðað er vegna forsjár eða lögheimilis. Aðkoma sérfræðinga í málefnum barna í málsmeðferð umgengnismála Við meðferð mála hjá sýslumönn- um þar sem deilt er um hagsmuni barna eiga þau kost á að tjá sig við sérfræðing í tengslum við sátta- meðferð, sérfræðiráðgjöf, umsögn sérfræðings um mál eða annað lið- sinni sérfræðings vegna slíks máls. Viðtöl við börn eru þannig tekin af sérfræðingi í málefnum barna að beiðni löglærðs fulltrúa í málinu. Líta ber á viðtöl við börn í stjórn- sýslu sem einn mikilvægasta grunn í allri málsmeðferð og ákvarðana- töku mála er þau varða. Í dag starfa fyrir sýslumenn fimm félagsráðgjafar, með löggild starfs- réttindi frá landlæknisembætt- inu, sem sérfræðingar í málefnum barna. Félagsráðgjafarnir hafa umfangsmikla og víðtæka starfs- reynslu í sínu fagi, við störf með börnum og í þágu barna. Við málsmeðferð sýslumanna í umgengnismáli, eins og þekk- ist við málsmeðferð slíkra mála í nágrannalöndum okkar, getur verið þörf á að umgengni fari fram undir eftirliti, t.d. vegna of beldis eða fíkniefnavanda, ekki síst til að hægt sé að fylgjast með hvernig gengur, veita aðhald og meta hver reynslan er af tiltekinni umgengni. Sýslu- menn geta, eins og dómarar sem eru úrskurðarvald í umgengnismálum á hinum Norðurlöndunum, gefið sérfræðingi í málefnum barna víð- tækt umboð til að afla upplýsinga í máli, rannsaka það og skrifa um það skýrslu. Í skýrslunni komi m.a. fram rökstuddar tillögur að lausnum þar sem hagsmunir barna eru að leiðarljósi og í samræmi við sjónarmið barnalaga. Beinist þann- ig vinna sérfræðings að því að leiða í ljós aðstæður, aðbúnað, forsögu og reynslu viðkomandi barna og gefa umsögn um tiltekin álitaefni. Áhrifaríkustu breytingar til batnaðar hér og nú Erfitt er að sjá hvernig það eitt og sér að færa úrskurðarvald samkvæmt barnalögum frá sýslumannsemb- ættunum til dómstóla sé til þess fallið að bæta málsmeðferðina frá því sem nú er. Ef til vill yrði stærsta breytingin sú að aðilar gætu ekki, þar sem fáir hefðu fjárhagslegt bol- magn til þess, stofnað endurtekið til ágreiningsmála jafnvel á veikum grunni. Velta má fyrir sér hvort breyta ætti lagagrundvelli slíkra beiðna frá því sem nú er. Í dag er samkvæmt barnalögum hægt að stofna til umgengnismáls, jafnvel þó að dómur um forsjá og umgengni sé nýgenginn, eða nýlega búið að kveða upp úrskurð um umgengni. Það er óhjákvæmilegt fyrir sýslu- menn að taka til skoðunar hvert og eitt erindi sem berst, jafnvel þó afar skammur tími sé liðinn frá síðustu úrlausn. Eins og áður er nefnt eru fimm sérfræðingar í málefnum barna starfandi fyrir sýslumannsemb- ætti landsins í rétt rúmum fjórum stöðugildum. Þegar þetta er skrifað er staðan í málaf lokknum þann- ig að aðilar þurfa að gera ráð fyrir því, að frá því að þeir leggja inn beiðni í umgengnismáli hjá sýslu- manni, muni líða rúmt ár þar til sáttameðferð hefst í málinu og er þá meðtalinn biðtími eftir fyrstu fyrirtöku málsins hjá löglærðum fulltrúa sýslumanns. Í dag bíða um 165 mál, þar sem þörf er á sátta- meðferð, þess að komast í upphafs- vinnslu hjá lögfræðingi. Nú þegar bíða 190 mál sáttameðferðar. Alls má því gera ráð fyrir að 355 mál bíði þess að sáttameðferð hefjist. Að jafnaði er um 550 málum vísað í sáttameðferð á ári en gera má ráð fyrir að hver sérfræðingur geti lokið rúmlega 100 málum á ári. Það er því augljóst að með sama áframhaldi muni bið eftir sáttameðferð halda áfram að lengjast. Um er að ræða mikinn fjölda mála, sem mörg hver krefjast mik- illar vinnu. Augljóst er að mála- f lokkurinn í dag er fjársveltur, Óháð því hvar verkefnið er, þá er ljóst að því verður ekki sinnt, svo vel sé, öðruvísi en að sett sé meira fjármagn í verkefnið svo fjölga megi starfsfólki. Langvarandi deilur geta hindrað eða dregið úr möguleikum barns til að alast upp við þroskavænleg skilyrði. Mikilvægasta úrlausnar- efnið er því að minnka deilur for- eldranna. Foreldrar þurfa að hafa greiðari aðgang að aðstoð og ráð- gjöf, tengdri uppeldisráðgjöf og for- eldrasamvinnu, eftir uppkvaðningu dóms eða úrskurðar og má í þessu sambandi benda á 17. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, þar sem segir m.a. að sveitarfélög skuli veita ráðgjöf m.a. vegna skilnaðar, forsjár og umgengni. Hér vaknar einnig óhjákvæmi- lega sú spurning hvort heimild eigi að vera til þess í barnalögum að skipa barni talsmann, í þeim tilvikum sem um er að ræða lang- vinnar og sérlega harðar deilur sem hafi komið niður á barni. Sáttameðferð og málsmeðferð umgengnismála hjá sýslumannsembættunum á Íslandi Þórdís Rúnarsdóttir fagstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgar- svæðinu Ríkið tekur 42 milljarða af eldri borgurum í formi skerðinga á hverju ári! Lífeyrisréttindi eru verð- mætasta eign okkar og skipta meira máli en íbúðir, bílar eða sumarhús! Þrátt fyrir skyldubundna sáttameðferð eiga foreldrar rétt á því að bera umgengn- ismál undir stjórnvald, þ.e. sýslumann eða dómstól, til úrlausnar en hægt er að gera kröfu um að dómari taki afstöðu til umgengni í dóms- máli sem höfðað er vegna forsjár eða lögheimilis. Eyrún Einarsdóttir áhættustjóri Birtu lífeyris- sjóðs Sigurjón Arnórsson framkvæmda- stjóri Flokks fólksins 3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.