Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.12.2019, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 31.12.2019, Qupperneq 57
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 550 5000 Ritstjórn 550 5070 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild 550 5050 auglysingar@frettabladid.is Prentun Torg. ehf mest lesna dagblað landsins. ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ. Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu. Jóns Sigurðar Eyjólfssonar BAKÞANKAR FRÍTT KAFFI Í DESEMBER Skúbb ísgerð Laugarásvegi 1 • 104 Reykjavík Ístertur Opið til 16:00 í dag Ég er annálaður annálamaður svo mín mesta skemmtan þessi dægrin er að horfa á annála. Það er mér líka hollt því á hverjum degi hellast yfir mann ósköpin öll af fréttum og fjölmiðlaefni. Þar koma við sögu menn sem eru handvissir um hverjum hið góða er að þakka og hverjum er hið vonda að kenna. Heilinn er orðinn aumur undan áreitinu og nánast hættur að taka eftir öðru fólki sem upplifir sína fimmtán mínútna frægð þann daginn. Hann telur skúrkinn vera þann sem misstígur sig samkvæmt tíðindum dagsins. Skiptir þá einu þótt þar á undan hafi hann reist tíu manns upp frá dauðum. Hetjan virðist honum sú sem kemur vel út tiltekinn dag, þótt hún hafi fram að því verið hið mesta dusilmenni. Norður-Kórea er fínt land ef for- setinn er viðkunnanlegur þann dag og Íran er skelfilegt ef það hentar hernaðarstefnu Bandaríkjanna sama dag. En þegar röðull rís næsta dag er þetta allt einn tittlingaskítur enda nýr sannleikur með nýjum fréttum tekinn við. Tveggja daga gamlar fréttir eru síðan orðnar að fornleif- um. Heimsmynd mín er því svipuð og hjá gullfiskum eða hjá hégóm- legum kaupanda á bílasölu. Það er því ágætt að fá annál til að teygja úr hugsuninni. Ekki er verra að fá áratuga annál þó svo áratugur- inn sé ekki úti enn. Kannski tekst mér að innræta mér eins konar eilífðarannál sem setur allar þessar fréttir í samhengi, lætur mig sjá í gegnum falsfréttir, skúrka og hetjur. Sannleikurinn kemur alltaf í ljós en það getur hins vegar tekið óratíma. Á meðan eru ótal hégómlegir eða gráðugir áhrifavald- ar að störfum. En hið mikilvægasta er að í eilífðarannálnum verði nýja árið gott fyrir þig. Ég er ekki að óska þér neins hégóma, eins og fimm- tán mínútna frægðar, heldur að þú vaknir á hverjum morgni fullur tilhlökkunar til þess dags sem er að renna upp. Vil alvöru annál

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.