Skessuhorn


Skessuhorn - 23.01.2019, Qupperneq 1

Skessuhorn - 23.01.2019, Qupperneq 1
 FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 4. tbl. 22. árg. 23. janúar 2019 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma COMBO TILBOÐ PYLSA OG GOS* COMBO VERÐ: 549KR *0,5 l gos í plasti frá Ölgerðinni Landnámssetur í janúar sími 437-1600 Frumsýning „Farðu á þinn stað“ í flutningi Tedda löggu Laugardaginn 26. janúar kl. 20:00 Næsta sýning sunnudaginn 27. janúar kl. 16:00 Nánar um dagskrá og miðasala á landnam.is/vidburdir Borðum mat – Borðum hollan mat ! Setjum okkur heilsusamlegt markmið, verið velkomin í Landnámssetrið Grænmetis- hlaðborð í boði alla daga frá 11:30-15:00 UPPSELT 20 ÁR Veturinn hefur látið á sér kræla að undanförnu. Snjókoma og umhleypingar hafa einkennt veðráttuna. Til að hreinsa vegi er hópur fólks til taks þegar þannig viðrar. Meðal annarra Tryggvi Valur Sæmundsson hjá Hálstaki, sem hér sést hreinsa veginn á heimaslóðum í Skorradal. Ljósm. Kristín Jónsdóttir. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna var haldið í Kórnum í Kópavogi síðastlið- inn fimmtudag. Markmiðið með viðburðinum er að skapa vettvang fyrir starfsfólk ferða- skrifstofa og hótela á suðvest- urhorninu að kynnast þeirri fjölbreyttu ferðaþjónustu sem stunduð er á landsbyggðinni, en einnig fyrir ferðaþjónustu- aðila að mynda tengsl sín á milli. Að þessu sinni tóku 44 ferða- þjónustufyrirtæki á Vesturlandi þátt, sem er 16% fjölgun frá síð- asta ári og hafa þau aldrei ver- ið fleiri. Skessuhorn tók nokkra ferðaþjóna úr landshlutanum tali. Flestir eru þeir sammála um að heilt yfir hafi gengið vel í greininni á liðnu ári eru bæði bjartsýnir og fullir eftirvænt- ingar fyrir komandi tíð. Sjá ítarlega umfjöllun í máli og myndum á bls. 18-20. Fjölmennt Mannamót Sveitarstjórn Reykhólahrepps sam- þykkti í gær með þremur atkvæð- um gegn tveimur að halda áfram með aðalskipulagsbreytingar sveit- arfélagsins sem gerir ráð fyrir leið Þ-H um Teigsskóg. Kosið var um þrjár tillögur á fundinum. Ingimar Ingimarsson oddviti lagði fram til- lögu um að ákvörðun um leiðarval yrði frestað og boðað til íbúakosn- ingar um málið. Tillaga Ingimars var felld með þremur atkvæðum en einn sat hjá. Karl Kristjánsson lagði til að sveitarstjórn staðfesti samþykkt skipulagsnefndar um að setja leið R í aðalskipulag sveitarfelagsins en Árný Huld Haraldsdóttir lagði fram til- lögu um að halda áfram með aðal- skipulagsbreytingar sveitarfélags- ins sem gera ráð fyrir leið Þ-H um Teigsskóg. Tillaga Árnýjar Huldar var samþykkt með þremur atkvæð- um gegn tveimur. Þar með var stað- fest ákvörðun síðustu hreppsnefndar frá því í mars á síðasta ári, sem einnig samþykkti Teigsskógarleiðina. mm Meirihluti hreppsnefndar fylgjandi vegarlagningu um Teigsskóg Tólf árum eftir að Gísli Einarsson fékk gamlan Land Rover jeppa í afmælisgjöf hafa orðið þáttaskil í lífi bílsins. Fyrir tíu mánuðum var honum komið inn á verk- stæði, bíllinn rifinn í spað og smám saman hófst endurgerð- in. Bíllinn er nú einn sá fallegasti og á leið í skoðun síðar í vikunni. Sagt er frá Upprisu Land Rovers Gísla Einarssonar í Skessuhorni í dag. Sjá bls. 14-15. Upprisa Land Rovers

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.