Skessuhorn


Skessuhorn - 23.01.2019, Síða 13

Skessuhorn - 23.01.2019, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 13 ið inn nefið hjá okkur meðan við höfum verið að koma verkstæðinu í gagnið eru jákvæðir og við líka,“ segja þeir. „Af fenginni reynslu frá fyrri störfum þá eigum við von á að það verði nóg að gera hjá okk- ur. Við verðum tveir hérna til að byrja með. Síðan sjáum við bara til hvernig þetta fer af stað, hvernig gangurinn verður fyrstu mánuðina og þá hvort við þurfum að bæta við mannskap. Það kemur bara í ljós,“ segja þeir Guðmundur og Grét- ar hjá Bílasprautun Vesturlands að endingu. kgk Álagning vatns- og fráveitugjalda fyrir árið 2019 liggur nú fyrir. Viðskiptavinir geta skoðað álagningarseðla á Mínum síðum á veitur.is. Til að komast inn á Mínar síður getur þú notað rafræn skilríki, Íslykil eða fengið sent lykilorð í rafræn skjöl í heimabankanum þínum. Í samræmi við stefnu okkar um pappírslaus viðskipti fá einungis viðskipta- vinir 70 ára og eldri heimsenda álagningar- og greiðsluseðla. Aðrir fara sjálfkrafa í netgreiðslur hafi þeir ekki óskað eftir pappír. Hægt er að breyta greiðslumáta á veitur.is eða í þjónustuveri okkar í síma 516 6000. Álagning vatns- og fráveitugjalda 2019 Veitur sjá um rekstur hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu. Nánari upplýsingar um þjónustu okkar má finna á veitur.is Þeir Guðmundur Antonsson og Grétar Jónsson hafa undanfarið unnið hörðum höndum að opnun nýs sprautu- og réttingaverkstæð- is á Akranesi. Ber það heitið Bíla- sprautun Vesturlands og er staðsett að Smiðjuvöllum 7. Stefnt er að opnun verkstæðisins föstudaginn 1. febrúar næstkomandi. „Núna erum við að klára að koma okkur fyrir, setja upp og prófa tækin og koma öllu í gagnið til að geta opnað 1. febrúar,“ segja þeir Guðmundur og Grétar í samtali við Skessuhorn. Báðir hafa þeir starfað við spraut- un og réttingar um langt skeið. Þeir segja hugmyndina að opnun eigin sprautu- og réttingaverkstæðis ekki nýja af nálinni, hún hafi skotið upp kollinum með regluglegu milli- bili undanfarin ár. Það var hins vegar ekki fyrr en á síðasta ári að þeir ákváðu að hrinda henni í fram- kvæmd. „Ég hef starfað við bíla- sprautun og réttingar meira og minna alla ævi. Það er það sem ég kann og geri best. Ég hef áður rekið verkstæði á Akranesi og þá var Guð- mundur starfsmaður hjá mér,“ seg- ir Grétar og lítur á Guðmund. „Já, ég hef ekki losnað úr þessu síðan,“ segir Guðmundur léttur í bragði en bætir við: „Það hefur verið draum- ur hjá mér í mörg ár að opna eig- ið sprautu- og réttingaverkstæði,“ segir hann. Grétar seldi fyrri rekstur sinn fyrir meira en áratug síðan, flutt- ist búferlum til Reykjavíkur og bjó þar þangað til hann flutti að Móum við rætur Akrafjalls á síðasta ári. Það var þá sem þeir félagar fóru að íhuga fyrir alvöru að opna sitt eigið verkstæði. „Eftir að Brautinni var lokað vorið 2017, þar sem var líka sprautun og réttingar og alltaf nóg að gera í því, þá sáum við tækifæri og ákváðum að láta verða af þessu. Akranes er stækkandi bæjarfélag og við mátum það þannig að þörf- in væri til staðar. Þannig að síðasta vor fórum við á fullt í undirbún- ingsvinnu og að leita að húsnæði. Það var síðan í haust sem hjólin fóru að snúast. Við fundum þetta húsnæði og eftir það varð ekki aft- ur snúið. Þetta hús hentar mjög vel og staðsetningin er góð. Við keypt- um Termomeccanica sprautuklefa og settum upp hér, réttingabekk og fullkomnar suðuvélar fyrir há- styrktarstál og getum soðið bæði punktasuðu og eins kopar og ál. Núna er þetta allt að smella sam- an aðeins smá frágangur eftir fyrir opnunina um mánaðamótin,“ segja þeir. „Hér munum við sinna öllum réttingum, sprautun auk framrúðu- skipta.“ Aðspurðir segjast Guðmundur og Grétar bjartsýnir á framhaldið og viðtökurnar. „Ef maður er ekki bjartsýnn þá framkvæmir maður aldrei neitt,“ segir Grétar og bros- ir. „Væntingar okkar eru góðar, við höfum fengið góð viðbrögð við þessu framtaki. Þeir sem hafa rek- Bílasprautun Vesturlands opnuð um mánaðamótin Grétar Jónsson og Guðmundur Antonsson, eigendur Bílasprautunar Vesturlands sem verður opnuð um mánaðamótin. Bílhurðar í sprautuklefanum. „Núna erum við að klára að koma okkur fyrir, setja upp og prófa tækin og koma öllu í gagnið til að geta opnað 1. febrúar.“ Bílasprautun Vesturlands er til húsa að Smiðjuvöllum 7 á Akranesi. Sprautuklefinn. Þeir Guðmundur og Grétar ætla að mála framhlið hans áður en verkstæðið verður opnað. Réttingabekkurinn og suðuvélarnar fyrir hástyrktarstál þar á bakvið. Hægt er að sjóða bæði punktsuðu og eins kopar og ál.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.