Skessuhorn


Skessuhorn - 23.01.2019, Qupperneq 17

Skessuhorn - 23.01.2019, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 17 Um kvöldmatarleytið á sunnudag hvessti hressilega um suðvestanvert landið. Veðurstofan hafði með góð- um fyrirvara gefið út gula viðvör- un þar sem varað var eindregið við ferðalögum á þekktum óveðursstöð- um við fjöll, á fjögurra klukkutíma tímabili frá klukkan 18 síðdegis. Lægð sem orsakaði hvassviðrið gekk hratt yfir. Engu að síður var talsverð umferð á þjóðvegunum. Á áttunda tímanum um kvöldið var ákveðið að loka fyrir umferð á ýmsum leiðum, meðal annars Kjalarnesi og veginum við Hafnarfjall. Um klukkan 19 fóru tvær rútur með erlenda ferðamenn út af á Kjalarnesi. Önnur valt á hlið- ina með tæplega þrjátíu farþega inn- anborðs skammt frá Grundahverfi, en hin rútan var með ellefu manns og lenti hún utan vegar skammt sunnan við Hvalfjarðargöngin. Enginn slasaðist alvarlega í þessum óhöppum, einungis smáskrámur, eitt rifbeinsbrot og mar, og var fólk- inu úr rútunum komið í Varmár- skóla en fjórir voru fluttir á slysa- deild til aðhlynningar. Aðstæður til björgunar- og hjálparstarfs voru erf- iðar á Kjalarnesi. Blindbylur, hálka og takmarkað skyggni. Björgunar- aðgerðir gengu engu að síður vel. Lögreglan á Vesturlandi brýn- ir fyrir ökumönnum að fylgjast vel með upplýsingum og spám um færð og veður, en ekki síst að haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni nú þeg- ar vetrarfærð er og umhleypingar í veðri. mm Bálhvasst um tíma og tvær rútur út af Veginum um Kjalarnes var lokað laust eftir klukkan 19 eftir að tvær rútur höfðu lent utan vegar. Þar var heldur ekkert ferðaveður. Ljósm. ruv.is Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2019. Álagningarseðlar verða sendir til fasteignaeigenda sem eru 71 árs og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínar síður/pósthólf“ á netsíðunni www.island.is. Einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgar- byggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. Gjalddagar eru tíu, sá fyrsti 21. janúar og síðan 15. hvers mánaðar fram í október. Eindagi er fimmtánda dag næsta mánaðar eftir gjald- daga. Greiðsluseðlar verða eingöngu sendir til þeirra sem eru 71 árs eða eldri og þeirra sem þegar hafa óskað eftir að fá þá senda til sín. Einnig geta þeir sem eru orðnir 71 árs eða eldri afþakkað greiðsluseðla. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu Borgarbyggðar ef óskað er breytinga á þessu fyrirkomulagi. Sími á skrif- stofu Borgarbyggðar er 433-7100 og netfangið borgar- byggd@borgarbyggd.is. Ef gjaldendur telja álagninguna ekki rétta er hægt að fara fram á endurálagningu með rökstuddum hætti. Skrifleg beiðni þar um skal berast skrifstofu Borgarbyggðar eigi síðar en mánuði eftir álagningu gjaldanna. Borgarnesi 21. janúar 2019 Skrifstofa Borgarbyggðar Vesturlandsdeildin í hestaíþrótt- um hefst föstudagskvöldið 8. febrú- ar næstkomandi með keppni í slak- taumatölti í Faxaborg í Borgarnesi. Dagskráin hefst klukkan 19:30 með setningu Vesturlandsdeildarinnar. Fyrsti hestur mætir síðan í braut hálftíma síðar. Vesturlandsdeildin er bæði ein- staklings- og liðakeppni og að þessu sinni er keppt í sjö liðum. Keppt verður í sex greinum á fimm kvöld- um í Faxaborg. 22. febrúar verð- ur keppt í fjórgangi, 6. mars í gæð- ingafimi, 22. mars í fimmgangi og 5. apríl í tölti og skeiði. Þrír knapar í hverju liði keppa í hverri grein þar sem þeir safna stigum. Eitt lið vinn- ur í hverri grein og svo verður eitt lið sem mun standa uppi sem sigur- vegari deildarinnar á lokakvöldinu. Þá fá tíu efstu knapar í hverri grein stig í einstaklingskeppni og verða þrír stigahæstu knapar verðlaunað- ir á lokakvöldinu. arg Vesturlandsdeildin í hesta- íþróttum hefst í febrúar Vinnupeysa 3.990 kr,- Eiríkur Skagabraut 6, Akranesi sími: 431-5110/666-5110 smaprent@smaprent.isSmáprent Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Georg Kr. Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, og Jón Tryggvi Helgason, framkvæmdastjóri ÍSM- AR, undirrituðu nýverið samning um kaup Landhelgisgæslu Íslands á nýj- um mælingabúnaði fyrir sjómælinga- skipið Baldur. Annars vegar er um að ræða fjölgeislamæli sem ætlaður er til dýptarmælinga fyrir sjókortagerð og hins vegar um jarðlagamæli ætlaðan til greiningar á jarðlögum hafsbotns- ins. Stefnt er að því að nýju mælarnir verði tilbúnir til notkunar um borð í Baldri í lok febrúarmánaðar, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Land- helgisgæslunnar. Nýi fjölgeislamælirinn leysir af hólmi eldri mæli sem settur var und- ir Baldur árið 2005. Hann er af nýrri kynslóð tækja sem er bæði nákvæmari og betri en eldri gerðir. Hann mælir niður á mun meira dýpi og heldur fullri þekjuvídd niður á meira dýpi. Afköst verða því meiri í dýpra vatni. „Þá hefur nýi mælirinn mjög ná- kvæma upplausn og eru möguleikar til að finna og greina hluti á hafs- botni því margfalt betri. Það gegnir veigamiklu hlutverki við hefðbundn- ar dýptarmælingar en ekki síður við leit á hafsbotni,“ segir á vef gæslunn- ar. Jarðlagamælirinn er hins vegar búnaður um borð í Baldri og er hann keyptur vegna aðkomu gæslunnar að átaksverkefni atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytisins um kortlagn- ingu hafsbotnsins næstu 10 til 15 ár, í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. „Með jarðlagamæli er m.a. hægt að mæla þykkt setlaga á hafsbotni og eru það upplýsingar sem nýtast m.a. jarðvísindamönnum.“ kgk/ Ljósm. lhg.is. Landhelgisgæslan kaupir ný mælitæki Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands og Jón Tryggvi Helgason, framkvæmdastjóri ÍSMAR, handsala samninginn. Baldur, sjómælingaskip Landhelgisgæslu Íslands.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.