Skessuhorn - 23.01.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 19
og HM, þá var seinni hluti sumars-
ins og haustið svakalega gott. Þann-
ig að maður var bara ánægður þeg-
ar upp var staðið,“ segir hann. „Síð-
an er auðvitað aðeins rólegra núna
og þá nýtum við tækifærið til að
bæta og laga. Við erum auðvitað til-
tölulega nýtekin við rekstrinum og
nýtum hvert tækifæri til að taka í
gegn smám saman,“ segir hann og
er bjartsýnn á komandi tíð. „Það
er mjög góður gangur í bókunum
núna. Janúar og febrúar eru stærstu
bókunarmánuðirnir fyrir sumarið.
Síðan erum við farin að taka hönd-
um saman í Hvalfirði, vinna saman
og minna á okkur. Það er skemmti-
legra þegar við vinnum saman, fleiri
taka eftir okkur og þá verður meira
að gera hjá öllum,“ segir Brynjar að
endingu.
„Gætum ekki verið
ánægðari“
Lilja Hrund Jóhannsdóttir á og rek-
ur veitingastaðinn Sker í Ólafsvík.
Aðspurð lýsir hún Skeri sem stað
sem er hægt að fara á með alla fjöl-
skylduna og finna eitthvað fyrir alla.
„Það er hægt að mæta og fagna sér-
stöku tilefni, fá sér gott rauðvín og
góða steik, en svo geturðu líka kom-
ið og fengið þér pitsu ef þig langar
bara í pitsu. Staðurinn hentar öllum
aldurshópum við öll tilefni. Það var
líka mín markaðssetning þegar ég
opnaði staðinn að allir gætu komið
og fengið það sem þá langaði í,“ seg-
ir Lilja í samtali við Skessuhorn.
Staðurinn var opnaður 1. júní síð-
asta sumar og Lilja segir viðtökurn-
ar hafa verið afar góðar. „Það geng-
ur mjög vel og hefur farið fram úr
öllum okkar björtustu vonum. Það
er miklu meira að gera en við héld-
um sem er algjört lúxusvandamál.
Sömuleiðis hafa allir viðburðir sem
við höfum haldið alltaf verið fullbók-
aðir, hvort sem það er jólahlaðborð,
skötuveisla eða annað. Við gætum
ekki verið ánægðari með það,“ seg-
ir hún og hefur góðar væntingar til
þessa árs. „Væntingarnar eru mjög
góðar, við erum spennt að takast á
við sumarið og vonumst eftir góðu
veðri. Ef það er gott veður á Nesinu
þá er mjög mikið að gera og marg-
ir hópar sem koma til okkar, stórir
sem smáir og meiri lausatraffík líka.
Þannig að við vonumst eftir góðu ís-
lensku sumri,“ segir Lilja Hrund Jó-
hannsdóttir veitingamaður.
Vonast eftir góðu veðri
til sjókajakferða
Fyrirtækið Kontiki Kayaking hefur
frá því þarsíðasta sumar boðið upp
á sjókajakferðir frá Stykkishólmi.
„Farið er út frá höfninni og eyjarnar
á Breiðafirði skoðaðar, skipsflök sem
leynast hér og þar og auðvitað fugla-
lífið í eyjunum. Það er mikill kost-
ur að skoða fugla á kajak. Af því það
er enginn mótor komumst við mjög
nálægt fuglunum. Síðan rekumst
við á stöku sel af og til,“ segir Krist-
ján Sveinsson hjá Kontiki Kayaking
í samtali við Skessuhorn. „Við höf-
um verið að bjóða upp á tveggja til
þriggja klukkustunda ferðir með sex
manns í einu. Við viljum hafa hóp-
ana litla og ferðirnar þægilegar og
persónulegar fyrir vikið, en förum
þá frekar fleiri ferðir. Almennt eru
farnar þrjár ferðir á dag, en í júní og
júlí förum við fjórum sinnum því þá
bjóðum við einnig upp á kvöldferðir
í miðnætursólinni,“ segir hann.
Spurður um reynsluna segir Krist-
ján að síðasta sumar hafi verið erf-
itt til kajaksiglinga, veðurfarslega
séð. „Kajakferðir eru auðvitað af-
þreying sem er mjög háð veðrinu,
af því við bjóðum hverjum sem er að
koma og sigla með okkur, hvort sem
um er að ræða algera byrjendur eða
reynslubolta,“ segir hann. „Þannig
að veðrið setti strik í reikninginn en
við erum bara jákvæð fyrir komandi
tíð og vonumst eftir góðu veðri í
sumar. Það getur allavega ekki orðið
mikið verra en síðast,“ segir Kristján
Sveinsson léttur í bragði.
Mikill áhugi
fyrir Guðlaugu
Sigríður Jónsdóttir, verkefnastjóri
atvinnumála hjá Akraneskaupstað,
kynnti starfsemi Guðlaugar við
Langasand og Akranesvita á Manna-
móti markaðsstofanna. Hún seg-
ir aðsókn að Guðlaugu hafa ver-
ið mjög góða síðan hún var opn-
uð í byrjun desember. „Hún hefur
verið rosalega vinsæl, sjósundsfólk
annars staðar frá hefur mikið kom-
ið og undirtektir hafa almennt verið
mjög góðar. Núna erum við að byrja
að leyfa hópum að bóka utan hefð-
bundins opnunartíma,“ segir hún.
„Þannig að þetta fer mjög vel af stað
og við sjáum fyrir okkur að af því að
Guðlaug er á þremur hæðum gætu
hópar til dæmis haft samband við
Smiðjuloftið og fengið þau hjónin
til að koma og vera með lifandi tón-
list og gera upplifun úr þessu,“ segir
Sigríður. Hún segir Guðlaugu enda
hugsaða sem innlegg til að styðja við
ferðamennsku á Akranesi almennt
og segir mikinn áhuga fyrir verk-
efninu. „Bara núna í dag hef ég orð-
ið var við mikinn áhuga, fólk spyr
mikið út í laugina og ferðaskrifstofur
hafa áhuga á að koma með hópa. Við
erum því mjög bjartsýn á framhald-
ið,“ segir hún. „Akranesviti var síð-
an nýverið að fá mikla viðurkenn-
ingu hjá The Guardian og hann aug-
ljóslega trekkir alltaf jafn mikið að,“
bætir hún við. Hvaða telur Sigríð-
ur að framtíðin beri í skauti sér fyrir
Akranes? „Ég held að það sé hægt að
byggja ýmislegt upp í kringum Guð-
laugu. Síðan eru hugmyndir uppi
sem tengjast Sementsreitnum, sem
ég get þó ekki gefið upp núna, en
þetta verður mjög flott,“ segir Sig-
ríður Jónsdóttir að endingu.
Síðasta ár fór fram úr
væntingum
Kristján Guðmundsson tók við starfi
sölu- og markaðsstjóra Hótels Húsa-
fells síðasta vetur. Hann var að sjálf-
sögðu staddur á Mannamóti. Krist-
ján segir að árið 2018 hafi verið gott
á Hótel Húsafelli. „Það fór fram úr
væntingum og gekk vel, þannig að
við erum mjög ánægð með síðasta ár
og bjartsýn á árið 2019,“ segir Krist-
ján í samtali við Skessuhorn. „Verk-
efnið sem við erum að vinna að núna
er að fá meiri traffík inn á vormán-
uðunum. Til þess munum við bæði
markaðssetja okkur fyrir íslenska
hópa og samhliða því að fá inn fleiri
ferðamenn. Almennt séð er meira en
nóg að gera en það koma smá eyður
inn á milli sem við reynum að fylla
inn í. Vormánuðirnir eru erfiðir en
vonandi náum við inn góðum hóp-
um,“ bætir hann við. Kristján segir
margt að gerast á svæðinu og nefnir
sem dæmi sameiningu ísganga Into
the Glacier og Arctic Adventures.
„Við vonum að það auki enn frekar
ferðamennsku í uppsveitum Borgar-
fjarðar og skili sér í aukinni afþrey-
ingu á svæðinu. Það er gott fyrir
alla. Ég held að allir á Vesturland-
inu græði á því,“ segir Kristján Guð-
mundsson að endingu. kgk
Skipulagsauglýsingar hjá Borgarbyggð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 178. fundi sínum þann 13. desember 2018 og á 179. fundi
sínum þann 10. janúar 2019, samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögur:
Fossatún – Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022
Verslunar- og þjónustusvæði stækkar til norðausturs. Forsendur fyrir breytingu er aukin eftirspurn
gistingar og fjölbreytni í gistimöguleikum í Fossatúni. Svefnhýsi/skálar verða staðsett á því svæði
sem var tjaldsvæði, en sú þjónusta hefur verið lögð niður. Málsmeðferð verður samkvæmt 36. grein
Skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagslýsing liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 25. janúar til
25. febrúar 2019 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.
Skriflegum ábendingum vegna lýsingar á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022, skal
komið á framfæri bréflega eða með tölvupósti við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, í Ráð-
húsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi
síðar en föstudaginn 25. febrúar 2019.
Frístundasvæði í Litlu-Tunguskógi – Tillaga að nýju deiliskipulagi
Í skipulagstillögu er 21 frístundahúsalóð og ein lóð undir dæluhús. Hverju húsi hefur verið valinn
byggingarstaður sem fellur vel að landinu og veldur lágmarks röskun á gróðri og hrauni. Málsmeðferð
verður samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.
Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá
25. janúar til 11. mars 2019 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.
Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulag-
stillögu. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en mánudaginn
11. mars 2019 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið
borgarbyggd@borgarbyggd.is.
Litlu-Tunguskógur - Kynningarfundur
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 milli kl. 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs
Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem tillögur-
nar verða kynntar þeim sem þess óska. SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Mannamót í ferðaþjónustu
Sjá myndasyrpu frá Mannamóti
ferðaþjónustunnar á næstu síðu.
Lilja Hrund Jóhannsdóttir, veitingamaður á Sker restaurant í Ólafsvík ásamt
Katrínu Gísladóttur, móður sinni. Ljósm. kgk.
Kristján Sveinsson hjá Kontiki Kayaking í Stykkishólmi. Ljósm. kgk.
Sigríður Jónsdóttir, verkefnastjóri
atvinnumála hjá Akraneskaupstað
og Sigríður Lína Daníelsdóttir frá
Byggðasafninu í Görðum á Akranesi.
Ljósm. kgk.
Kristján Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri Hótels Húsafells, á tali við Harald
Benediktsson, bónda og alþingismann. Ljósm. kgk.