Skessuhorn - 23.01.2019, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 201924
Sumarlesari
vikunnar
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR
GARÐAÚÐUN REYNIS SIG
SÍMI: 899-0304
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
Í framhaldi af umræðu um Vest-
fjarðaveg, vil ég koma á framfæri
nokkrum atriðum.
Hvaða leið sem verður valin,
verður samt að lagfæra Reykhóla-
afleggjarann á núverandi vegstæði
eftir Barmahlíð að byggðinni á
Reykhólum enda vegurinn fallinn
á prófinu nú þegar. Það talar eng-
inn um veginn sem liggur áfram út
Reykjanesið meðfram eða í gegn-
um lönd þeirra bæja sem eru þar
á leiðinni, samtals 8 bæir í byggð.
Heldur fólk að sá vegur standist
öryggiskröfur í dag? Þar fer um
mjólkurbíll, póstur, akstur skóla-
barna og annarra íbúa á bæjun-
um, sem vinna að hluta til á Reyk-
hólum. Það er nefnilega þannig
að bændur og búalið vinna mik-
ið utan heimilis almennt í dag og
sækja vinnu á Reykhólum bæði af
Reykjanesinu og innan úr sveit,
hjá t.d Þörungaverksmiðjunni, í
Saltinu, Dvalarheimilinu og skól-
anum, þannig að vegirnir þurfa að
standast kröfur og vera vel þjónu-
staðir svo allt gangi upp.
Umferðin í dag vestur á núver-
andi vegi er fyrst og fremst um-
ferð ferðamanna innlendra sem er-
lendra ásamt íbúum Vesturbyggð-
ar og Tálknafjarðar, ekki flutn-
ingabíla eins og sumir sumarhúsa-/
jarðareigendur hafa haldið fram.
Enda eru flestir þjónustuaðilar á
leiðinni búnir að bæta aðstöðuna
hjá sér undanfarin ár, eins og t.d
Hótel Flókalundur að stækka um
12 herbergi, úr 15 í 27 núna í vet-
ur/vor. Væntanlega er það gert til
að hýsa ferðamenn en ekki flutn-
ingabílstjóra, því ef það hefur far-
ið framhjá einhverjum hefur verið
gríðarleg aukning á ferðamönn-
um á svæðinu undanfarin ár. Tal-
ið hafa bjargað þjóðinni eftir hrun
með gjaldeyri, orðið stærra dæmi
í þjóðarbúið en útgerðin með all-
an sinn kvótafisk ef það hefur farið
framhjá einhverjum.
En hvar á vegurinn að liggja?
Fyrir 10-15 árum vildu flest-
ir veginn Þ-H um Teigsskóg en
fengu ekki. Núna eru margir sem
vilja veginn hjá Reykhólum og út
Reykjanesið, á eða sem næst nú-
verandi veglínu til að koma Reyk-
hólum nær umferðinni, væntan-
lega til að geta þjónustað ferða-
menn innlenda sem erlenda, ekki
bara flutningabíla enda lifir eng-
inn á því svo fáir eru þeir hér um
slóðir og hafa ekki haldið vöku fyr-
ir neinum á þessum slóðum frek-
ar en fólkinu á Patreksfirði þar
sem vegurinn til Tálknafjarðar og
Bíldudals liggur við Patreksjar-
ðarbæ, milli Aðalstrætis og kirkju-
garðsins þar, ef fólk áttar sig ekki á
því. Og þá eru farartálmar eftir þar
á bæ, vegurinn um Mikladal, Hálf-
dán og Kleifaheiði. Af hverju hefur
ekkert gerst þar, t.d sameina sveit-
arfélögin þar og þrýsta á betri vegi
heima í héraði?
Og þá er ótalinn fjallvegurinn
yfir Klettsháls sem er erfitt er að
þjónusta á veturnar enda er það
tryggingin fyrir rekstri Baldurs
yfir Breiðafjörðinn i Stykkishólm.
En ég hef ekki heyrt að nokk-
ur hafi kvartað yfir umferðinni i
Stykkishólmi enda einungis reynt
að þjónusta ferðafólkið.
En varðandi veginn gegnum
Reykhólasveitina hef ég bent á og
skrifað að I-leiðin sem liggur sunn-
anmegin í Þorskafirði með brú yfir
á Hallsteinsnes framhjá Teigsskógi
og áfram yfir Djúpafjörð og Gufu-
fjörð á Þ-H leið. Með vegtengingu
í Bjarkalund og fyrir Reykjanesið í
Reykhóla, þá er komin hringteng-
ing um Reykjanesið og búið er að
fara með leiðina í umhverfismat,
hannað og teiknað af Vegagerð-
inni en örlítið dýrara en Þ-H. Þá
geta þeir sem ferðast valið að fá sér
veitingar í Bjarkalundi eða Reyk-
hólum sumar sem vetur ef fært
er yfir Klettsháls, eða tekið Bald-
ur áfram og fengið sér veitingar í
Stykkishólmi. Það þarf enginn að
halda það að skipið verði lagt af
á meðan Klettsháls er ekki lagað-
ur eða boraður, það vitum við sem
keyrum eða þjónustum vegina. En
kannski eru ljón á veginum á I eins
og á Þ-H og R? Það er nefnilega
þannig að það vilja allir veg en
enginn vill hafa hann.
Með kveðju,
Gunnbjörn Óli Jóhannsson.
Er I-leiðin
sáttaleiðin?
Pennagrein
Tónlistarskólinn á Akra-
nesi býður til hádegistón-
leika á bóndadaginn í skólan-
um. „Hvernig væri að bjóða
bóndanum á hádegistón-
leika föstudaginn 25. janú-
ar klukkan 12.10? Nemend-
ur í tónlistarskólanum töfra
fram ljúfa tóna og konur úr
kvennakórnum Ymi bera
fram heita og góða súpu sem
seld er á 1000 krónur. Allir
velkomnir,“ segir í tilkynn-
ingu frá Tónlistarskólanum á
Akranesi.
mm
Ljúfir tónar á bóndadaginn
Nú er lokið þriggja kvölda
spilakeppni Kvenfélags Staf-
holtstungna. Úrslit urðu þau
að Brynjólfur Guðmunds-
son og Kolbrún Sveinsdóttir
báru sigur úr býtum. Hér eru
þau ásamt kvenfélagskonun-
um Valgerði Björnsdóttur og
Ágústu Ólöfu Gunnarsdóttur.
ah
Kvenfélagsvist lokið
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra opnaði á föstudaginn vefinn
tekjusagan.is. Vefurinn veitir að-
gang að gagnagrunni um lífskjör
landsmanna sem byggir á ópers-
ónugreinanlegum upplýsingum úr
skattframtölum allra einstaklinga á
Íslandi frá árinu 1991 til 2017. Hver
sem er getur skoðað þróun ráðstöf-
unartekna mismunandi hópa, áhrif
skatta og bóta auk félagslegs hreyf-
anleika. Verkefnið hefur tvisvar ver-
ið kynnt á samráðsfundum stjórn-
valda með aðilum vinnumarkað-
arins og hefur svo þróast áfram í
samskiptum forsætisráðuneytisins
og heildarsamtaka á vinnumarkaði
en síðustu tvo mánuði hafa 80 ein-
staklingar úr ráðuneytum og sam-
tökum á vinnumarkaði haft aðgang
að vefnum með það að markmiði að
gera hann sem bestan úr garði.
Katrín segir Tekjusöguna vera
mikilvægt innlegg í samráð stjórn-
valda og aðila vinnumarkaðar-
ins. „Það er þörf á áreiðanlegum
og óumdeildum gagnagrunni með
launatölfræði sem allir hafa að-
gang að til að hægt sé að leggja mat
á launaþróun auk áhrifa skatta og
bóta með óumdeildum og áreiðan-
legum hætti. Ég tel að með Tekju-
sögunni séum við komin með
styrkan grundvöll undir umræður
um kjaramál,“ segir Katrín og bætir
við: „Það er lykilatriði fyrir stjórn-
völd að hafa aðgang að áreiðan-
legum upplýsingum þegar kemur
að stefnumótun og ákvarðanatöku.
Tekjusagan gerir okkur kleift að sjá
hvernig lífskjör mismunandi hópa
hafa þróast, hvaða hópum hefur
vegnað vel og hvaða hópar þurfa
sérstaka athygli.“
mm
Gagnagrunnur um
lífskjör landsmanna