Skessuhorn


Skessuhorn - 23.01.2019, Page 26

Skessuhorn - 23.01.2019, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 201926 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvaða þorramatur þykir þér bestur? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Páll Matthíasson Sviðasulta. Kristjana Halldórsdóttir Ósúrt slátur og hangikjöt. Ásgeir Þór Ásgeirsson Sviðasulta. Guðmundur Þór Hannesson Svið og hangikjöt. Margrét Gunnarsdóttir Sviðasulta. Skallagrímur tapaði gegn Stjörn- unni, 80-94, þegar liðin mættust í 14. umferð Domino‘s deildar karla í körfuknattleik á fimmtudagskvöld. Leikið var í Borgarnesi og heima- menn voru mun betri nánast allan leikinn. Þeir misstu hins vegar nið- ur 20 stiga forskot í síðari hálfleik áður en leikur þeirra hrundi í loka- fjórðungnum og Stjarnan sigraði. Skallagrímsmenn byrjuðu leik- inn af miklum krafti, leiddu 24-5 þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður og gestirnir virkuðu heillum horfn- ir. Borgnesingar héldu uppteknum hætti og staðan var 31-17 eftir upp- hafsfjórðunginn. Skallagrímsmenn héldu áfram að spila vel í öðrum leikhluta, nýttu sér slakan varnar- leik Stjörnunnar og juku forskot sitt í 20 stig. Borgnesingar létu vel í sér heyra á pöllunum og það var mikill meðbyr með Skallagrímslið- inu sem leiddi 56-36 í hálfleik. Gestirnir virtust hafa farið vel yfir sín mál í hléinu, því þeir voru mun yfirvegaðri í þriðja leikhluta en áður. Hægt og rólega náðu þeir að minnka muninn en Borg- nesingar gáfu þeim ekki færi á að jafna. Skallagrímur leiddi með átta stigum fyrir lokafjórðunginn, 71-63. Það var síðan í fjórða leik- hluta að leikur Skallagrímsmanna hrundi. Þeir töpuðu taktinum al- gerlega í sókninni og skoruðu ekki nema níu stig allan leikhlutann. Gestirnir gengu á lagið og náðu að jafna metin áður en leikhlutinn var hálfnaður. Síðustu mínúturnar átti Stjarnan með húð og hári og liðið sigraði að lokum með 14 stigum, 80-94. Aundre Jackson var atkvæða- mestur í liði Skallagríms með 21 stig, níu fráköst og sex stoðsend- ingar. Domagoj Samac skoraði 20 stig og tók átta fráköst, Matej Buo- vac skoraði 16 stig og Eyjólfur Ás- berg Halldórsson var með tólf stig og fimm fráköst. Brandon Rozzell fór fyrir liði gestanna með 28 stig og sjö stoð- sendingar. Hlynur Bæringsson var með 15 stig og 17 fráköst, Antti Kanervo skoraði ellefu og Filip Kramer skoraði tíu og tók sjö frá- köst. Skallagrímur er í ellefta sæti deildarinnar með fjögur stig, fjór- um stigum á eftir Val í sætinu fyr- ir ofan. Næst leikur Skallagrím- ur gegn ÍR á útivelli á morgun, fimmtudaginn 24. janúar. kgk Leikur Skallagríms hrundi í lokafjórðungnum Eyjólfur Ásberg Halldórsson og félagar hans í Skallagrími urðu að sætta sig við tap. Ljósm. Skallagrímur. Meistaraflokkur Grundarfjarðar í körfubolta tók á móti liði Breiða- bliks laugardaginn 19. janúar. Breiðablik er á toppi 3. deildar á meðan heimamenn voru í sjöunda sæti fyrir leikinn. Heimamenn komu ákveðnir til leiks og ætluðu að selja sig dýrt og var toppliðið í mestu vandræðum með grimma Grundfirðina. Grundarfjörður leiddi 21-19 eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik var staðan 41-34 heima- mönnum í vil. Gestirnir komu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og eftir þriðja leikhluta var staðan 63-63 og Blikar búnir að jafna. Og þegar tíminn rann út í fjórða leik- hluta var staðan hnífjöfn 80-80 og því var framlengt. Breiðablik skor- aði síðustu körfuna og náðu að knýja fram 87-88 stiga sigur og fóru því með bæði stigin með sér í Kópavoginn aftur. Mikil barátta var engu að síður í Grundfirðingum og ljóst að það styttist í næsta sigur hjá þeim með svona baráttu og góðri frammistöðu. tfk Svekkjandi tap hjá Grundfirðingum Snæfellingar lágu gegn toppliði Þórs Ak., 97-62, þegar liðin mætt- ust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Leikið var á Ak- ureyri. Heimamenn byrjuðu af krafti og komust í 11-2 áður en upp- hafsfjórðungurinn var hálfnaður. En þá tóku Snæfellingar við sér, minnkuðu muninn í þrjú stig og höfðu í fullu tré við toppliðið það sem eftir lifði leikhlutans. Stað- an var 17-14 eftir fyrsta leikhluta. Heimamenn bættu aðeins við for- skoti í upphafi annars fjórðungs og Snæfellingar máttu hafa sig alla við að halda í við þá. Heimamenn tóku góðan sprett undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með 13 stigum í hléinu, 45-32. Síðari hálfleikurinn var algjör einstefna þar sem Þórsarar réðu lögum og lofum. Þeir juku for- skot sitt jafnt og þétt í þriðja leik- hluta og leiddu með 28 stigum fyrir lokafjórðunginn, 75-47. Þeir bættu síðan enn við í fjórða leik- hluta og sigruðu að lokum stórt, 97-62. Dominykas Zupkauskas var at- kvæðamestur í liði Snæfells með 14 stig, sex fráköst og fimm stoð- sendingar en aðrir leikmenn náðu ekki tveggja stafa tölu á stigatöfl- unni. Pálmi Geir Jónsson skoraði 20 fyrir heimamenn og tók sjö frá- köst, Damir Mijic var með 19 stig og níu fráköst, Júlíus Orri Ágústs- son skoraði 14 og tók fimm fráköst og Larry Thomas var með tólf stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. Snæfellingar sitja á botni deild- arinnar, án stiga eftir 13 leiki, tveimur stigum á eftir Sindra í sæt- inu fyrir ofan, en þessi tvö lið mæt- ast einmitt í næstu umferð deild- arinnar. Leikur Snæfells og Sindra fer fram í Stykkishólmi föstudag- inn 25. janúar næstkomandi. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Tap gegn toppliðinu Leikið var í átta liða úrslitum Geysisbik- ars karla í körfuknatt- leik á mánudagskvöld. S k a l l a g r í m s m e n n heimsóttu ÍR og þurftu að játa sig sigraða eft- ir æsispennandi leik, 86-79. Borgnesingar hafa því lokið þátttöku sinni í bikarnum í þetta skiptið. Jafnræði var með lið- unum fyrstu mínúturn- ar en þá náðu heima- menn yfirhöndinni og leiddu með 13 stig- um eftir upphafsfjórð- unginn, 30-17. Skalla- grímsmenn minnkuðu muninn jafnt og þétt í öðrum leikhluta. Þegar flautað var til hálfleiks voru þeir búnir að koma forystu ÍR niður í tvö stig, 45-43. Skallagrímur komst yfir í upp- hafi síðari hálfleiks en heimamenn jöfnuðu. Mikil spenna færðist í leikinn og liðin skiptust á að leiða. ÍR hafði þriggja stiga forskot fyr- ir lokafjórðunginn, 65-62. Borg- nesingar jöfnuðu snemma í fjórða leikhluta en ÍR-ingar komust yfir að nýju og létu forystuna aldrei af hendi. Þeir sigruðu að lokum með 86 stigum gegn 79. Aundre Jackson skoraði 20 stig og tók sjö fráköst fyrir Skalla- grím. Domagoj Samac var með 20 stig einnig og sex fráköst og Ma- tej Buovac skoraði 17 stig og tók fimm fráköst. Kevin Capers var atkvæðamest- ur í liði heimamanna með 27 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar. Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 21 stig og tók ellefu frá- köst, Gerald Robinsson var með 15 stig og tíu fráköst og Sæþór Elmar Kristjánsson skoraði tólf og tók sjö fráköst. kgk Skallagrímsmenn úr leik í bikarnum Domagoj Samac átti prýðisleik þegar Skallagrímur féll úr leik í bikarnum. Ljósm. Skallagrímur.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.