Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 17. júLí 20194
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Stofnana(ó)menning
Hugtakið stofnanamenning er hugtak sem á við í opinberri stjórnsýslu líkt
og fyrirtækjamenning úti á hinum almenna markaði. Stundum byggist upp
jákvæð stofnanamenning þar sem skilvirkni og góð þjónusta fara saman.
Stundum, en ekki alltaf.
Þegar skrifræði slæmrar stofnanamenningar nær hámarki getur rækilega
þyrmt yfir fólki. Ég hygg að flestir þekki þess dæmi. Fólk fyllist vonleysi
og hugsar; er þetta ekki komið gott? En hvað felst í hugtakinu slæm stofn-
anamenning? í mínum huga getur slíkt hent á vinnustöðum í eigu hins
opinbera þar sem tilvist vinnustaðarins og þeirra sem þar eru á launaskrá
yfirtekur hið eiginlega hlutverk sem stofnuninni er ætlað að rækja. Slæm-
ur stjórnandi er svo skilyrði til að illa fari. Stundum eiga stofnanir veikan
tilverurétt allt frá upphafi, hafa kannski verið kokkaðar upp í aðdraganda
kosninga til að þjóna hagsmunum stjórnmálamanna í atkvæðaleit. Hafi
stofnunin átt sér gott og gilt hlutverk í upphafi getur þó smám saman fjar-
að undan, gæti menn ekki að sér. Allt fer að snúast um að viðhalda störfum
starfsmanna stofnunarinnar, framleiðni á vinnustað er hugtak sem gleymist
með öllu, enda þjónar hún þá ekki lengur hagsmunum almennings. Slæm
stofnanamenning felst nefnilega í að þæfa mál svo mikið og lengi að hinn
eiginlegi viðskiptavinur gefist að endingu upp. Mál sofna í óravídd laga-
tæknilegra atriða og óaðgengileika skiptiborða í boði tveggja jakka manna
og -kvenna. Reyndar skal því haldið rækilega til haga að til er einnig jákvæð
stofnanamenning.
En gleymum því ekki að baki hverri stofnun eru lög. Alþingi hefur ein-
hverju sinni ákveðið að koma á fót stofnun til að sinna ákveðnum verk-
efnum tímabundið eða til lengri tíma. Þannig var til dæmis embætti sér-
staks saksóknara stofnað eftir hrun til að hafa hendur í hári þeirra sem farið
höfðu yfir strikið í viðskiptaheiminum, brotið lög og gengið á hagsmuni
almennings. Þetta gekk held ég bara þokkalega vel enda farsæll stjórnandi
sem gekk ákveðið til verka. Þegar hann taldi að sæi fyrir endann á skil-
greindum verkefnum vildi hann ólmur leggja stofnunina niður og var það
gert.
Aðrar stofnanir hafa miklu breiðara svið og utan á þau verkefni getur
hlaðist í óendanleika ný verkefni þannig að ekki sjái úr augum. Eitt ný-
legt dæmi vil ég nefna í því samhengi. Skipulagsstofnun gaf í júní út þann
undarlega úrskurð að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skyldi sæta
mati á umhverfisáhrifum. Vísað var í ákvæði tilskipunar ESB og þá er oft
skrattinn laus eins og við þekkjum. „Þetta mikla umfang veglagningar kall-
ar á nánari skoðun og greiningu, m.a. er ekki gerð grein fyrir umhverfisá-
hrifum hliðarveganna sem kunna samkvæmt framlögðum gögnum að verða
umfangsmikil,“ segir orðrétt í niðurstöðu skriffinna hjá Skipulagsstofnun.
Vafalítið hafa starfsmenn hennar hugsað sér gott til glóðarinnar að geta
þæft málið í mörg, mörg ár.
Með vísan í að þessi níu kílómetra langi vegstubbur verður lagður í
gegnum gamalgróin njóla- og svínaskítstún á Kjalarnesi eru engar líkur
á að vegagerðin sem slík kalli á verndun lands í þágu náttúruverndar. Þar
liggja aðrar hvatir að baki. Engu að síður velur stofnunin að láta þann fyrir-
vara ráða för á kostnað þess að ákvörðun hennar mun tefja um einhver ár
að hefja megi framkvæmdir. Skítt með slysahættu og mannslíf í umferð á
ófullburða vegi sem fyrir margt löngu hefur sprengt af sér þá umferð sem
um hann fer. Þessi ákvörðun Skipulagsstofnunar kristallar því að mínu mati
nútíma stofnanaómenningu. Gott að þessi afglöp voru kærð til sérstakrar
úrskurðarnefndar sem vonandi hefur heilbrigðari stofnanamenningu!
Magnús Magnússon
Fleiri bátar hafa stundað strand-
veiðar í sumar miðað við í fyrra. í
síðustu viku voru 607 bátar komn-
ir með strandveiðileyfi, en voru 536
sama dag 2018. Hærra fiskverð og
lægri veiðigjöld á sinn þátt í því
að fleiri halda til strandveiða þetta
árið, eftir fækkun undanfarinna
ára. Skagamaðurinn Stefán jóns-
son á Grími AK-1 aflaði mest allra
á síðustu strandveiðivertíð, en hann
gerði þá og gerir enn út frá Arnar-
stapa. Hann segir aðstæður allt aðr-
ar og betri til veiða í sumar. Bæði
hafi fiskverð verið hærra og veðrið
betra en það var í fyrrasumar. „Það
munar miklu að fá þetta um hundr-
að krónum meira fyrir kílóið. Verð-
ið í fyrra var ekki boðlegt fyrir okk-
ur sjómenn. í sumar hefur það hins
vegar verið um 350 krónur,“ sagði
Stefán þegar blaðamaður hitti hann
á þvottaplaninu við Olís á Akranesi
síðastliðið fimmtudagskvöld. Þá
var hann nýkominn í helgarfrí frá
Stapanum.
í heildina voru strandveiðibát-
arnir búnir að landa sex þúsund
tonnum um miðja síðustu viku,
eða 740 tonnum meira en á sama
tíma í fyrra. Engu að síður er afl-
inn á hvern bát að meðaltali minni
en hann var í fyrrasumar, eða 10,2
tonn, sem er hundrað kílóum minni
afli að meðaltali.
Reglur um strandveiðar segja til
um að þær megi hver bátur stunda
samtals 12 daga innan hvers mán-
aðar frá maí til og með ágúst, alls
48 daga. Einungis er leyfilegt að
veiða á mánudögum, þriðjudögum,
miðvikudögum og fimmtudögum,
þegar ekki er um rauða frídaga að
ræða á almanakinu. mm
Undir lok síðustu viku voru starfs-
menn verktakafyrirtækisins Þrótt-
ar á Akranesi að leggja lokahönd á
nýjan 1,3 kílómetra afleggjara sem
liggur frá þjóðvegi 1 að orlofshúsa-
byggðinni í Svignaskarði í Borg-
arfirði. Gamli vegurinn var orð-
inn æði bágborinn og oft ófær að
vetrum og torveldaði það nýtingu
húsanna. Nýi vegurinn er breið-
ur og lagður bundnu slitlagi eins
og kröfur eru gerðar um í nútíma
vegagerð.
Að sögn Helga Þorsteinssonar
hjá Þrótti ehf. er verkefnastaða góð
hjá fyrirtækinu. Unnið hefur verið
að undanförnu við lagningu nýrr-
ar hitaveitulagnar fyrir OR norðan
Akrafjalls, en næsta stóra verkefni
hjá fyrirtækinu verður endurbygg-
ing og malbikun á 3,7 kílómetra
vegarkafla í norðanverðum Skorra-
dal, vegi 508 frá Vatnsendahlíð að
Dagverðarnesi. mm
Heilbrigðisráðuneytið hefur út-
hlutað rúmum 400 milljónum
króna úr Framkvæmdasjóði aldr-
aðra til uppbyggingar og endur-
bóta á hjúkrunarheimilum í land-
inu. Af einstökum framlögum
rennur hæsta fjárhæðin til viðbygg-
ingar eldhúss og búnaðar á Hrafn-
istu, en þar stendur til að fram-
leiða mat fyrir íbúa allra Hrafnistu-
heimilanna. Sömuleiðis fara fram-
lög til endurnýjunar búnaðar í eld-
húsum Eirar og hjá Öldrunarheim-
ilum Akureyrar, samanlagt tæpar
200 milljónir króna. Á Vesturlandi
renna samtals 65 milljónir króna.
Langstærstur hluti þeirrar upphæð-
ar er til Höfða, dvalar- og hjúkrun-
arheimilis á Akranesi, eða 60 millj-
ónir sem verja á til að breyta fjöl-
býli í einbýli. Reykhólahreppur fær
1,6 milljónir til að skipta út lyftu í
Barmahlíð. Loks renna 3,5 milljón-
ir til að breyta aðgengi og hreinlæt-
isaðstöðu í Fellaskjóli í Grundar-
firði. mm
Höfði á Akranesi fær hæsta framlagið á Vesturlandi, 60 milljónir króna til að
breyta fjölbýli í einbýli.
Úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra
Nýr vegur að orlofshúsabyggð-
inni í Svignaskarði
Gott hljóð í strandveiðimönnum
Stefán Jónsson á Grími AK. Ljósm. úr safni frá í vor/ kgk.