Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 17. júLí 201924 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Ég sá nýverið grein i Skessuhorni um fyrstu gestina í hinu nýja hóteli að Varmalandi. Ég var í Samvinnu- skólanum þennan vetur og á bind- indisdaginn 1. febrúar var að venju sameiginleg skemmtun Húsmæðra- skólans og SVS. Skólahljómsveit okkar í SVS flutti þá frumsaminn texta, óð til Vamalandsmeyja, þeirra sem á myndinni eru. Sendi ykkur til gamans þennan texta og frásögn af tilurð hans. Varmalandsóður Að Varmalandi höldum vaskir sveinar vífilengjur ekki þolum neinar. Þangað okkur bjóða bjartar, - hreinar blíðar Evudætur – ungar heima- sætur. Neistar ykkar beinskeyttu brúna- ljósa bálið hafa tendrað í okkar sál. Í hugarfylgsnum borgfirskra blómarósa birtast hvorki, vonandi – svik né tál, Að Varmalandi höldum vaskir sveinar vífilengjur ekki þolum neinar. Þangað okkur bjóða bjartar, - hreinar blíðar Evudætur – ungar heima- sætur. Næst var lagið spilað, þar sem Guðvarður Kjartansson frá Flat- eyri, lék einleik á trompet, en því næst var textinn sunginn allur í gegn að nýju. Hljómsveitin „Dal- bræður“ lék fyrir dansi á hátíðin- ni, en hljómsveit Samvinnuskólans hvíldi í um 40 mínútur og þá var þessi bragur fluttur. Hljómsveit Samvinnuskólans skipuðu: Grétar Snær Hjartarson frá Flateyri píanó/ harmonika, Guðvarður Kjartans- son frá Flateyri trompet, jón Illu- gason frá Mývatni gítar – einskonar alt- eða baritongítar, Kári jónasson fréttamaður trommur og Sigurður Geirdal, f.v. bæjarstjóri, lék á 12 strengja gítar. Texti varð þannig til, að undirri- taður sagði við Dag Þorleifsson: „Að Varmalandi höldum vaskir sveinar, vífilengjur ekki þolum nei- nar.“ Og skipaði svo Degi að sem- ja restina. Lagið er erlent, heitir „ Piccolisima Serenada“ og var mjög vinsælt. Þessi texti var fluttur í hið fyrsta og eina sinn á sameiginlegri „árshátíð“ Húsmæðraskólans á Varmalandi og Samvinnuskólans á Bifröst að Varmalandi, bindindis- daginn 1. febrúar 1959. Grétar Snær Hjartarson Kvenfélagið Lilja í Eyja- og Mikla- holtshreppi fagnaði 90 ára afmæli fyrr á þessu ári. í tilefni af því var ákveðið að safna 90 þúsund krón- um og færa íbúum Brákarhlíðar að gjöf, til að byggja gróðrhús/garð- skála við heimilið. Það voru þær Herdís Þórðar- dóttir, Katharina Kotschote og Veronika Guðrún Sigurvinsdóttir úr Kvenfélaginu Lilju sem afhentu gjöfina mánudaginn 8. júlí síðast- liðinn. Halla Magnúsdóttir veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd Brákar- hlíðar. kgk Eftir að við hjón festum okk- ur Fossatún urðum við aðilar að skógræktarverkefni fyrir jörðina hjá Vesturlandsskógum. Fórum á námskeið og kortlögðum skjól- belti og ræktunarsvæði. Sam- hliða því að framfylgja hugmynd- um um uppbyggingu ferðaþjón- ustu vildum við fegra landið með skógrækt. Við vorum afar kröftug fyrstu tvö árin 2005/6 en gáfumst svo upp. Ástæðan var sú að mik- ill meirihluti þess sem við settum niður þessi fyrstu tvö ár var rif- ið upp og eyðilagt af rollum ná- granna okkar. Það var alveg sama hvernig við bárum okkur upp það var einfaldlega enginn vilji til þess að hugsa um, hvað þá bera ábyrgð á eigin fé. Eigendurnir stóðu al- veg klárir á að sínum lagalega rétt til þess að láta skemmdarvarga rústa vinnu og verðmætum á lóð- um annars fólks. Fyrstu viðbrögð voru afneitun. Að viðkomandi grannar ættu ekki féð. Svo vorum við beðin um að staðfesta að þeirra mark væri á kindunum. Vorum við ekki með markaskrá héraðsins á hreinu? Þegar svo eignarétturinn var stað- festur og gengist við rollunum, fengum við að heyra að símtöl um smölun í annarra manna löndum væru illa þegin. Nei, við værum ekki of góð til þess að smala eig- ið land og safna fénu í hóp. Þegar vel stæði á væri hægt að kíkja við og sækja það sem þeim tilheyrði. Það var okkur þungbært að leggja skógræktina í Fossatúni af og það litla sem lifði stendur í dag sem fagur vitnisburður um hvað hefði orðið ef nýgróðurinn hefði ekki orðið mannlegu ábyrgð- arleysi að bráð. Við, ásamt því fólki sem á um 20 sumarbústaði í Fossatúni, höfum undanfarin ár ræktað lóðir okkar með blómum og jurtum til að fegra nærum- hverfið. Þetta hefur farið á sömu leið. í skjóli nætur koma útsend- arar nágranna okkar og rífa upp plönturnar og éta sumar. Þeg- ar ég leitaði fyrir mér hjá sveit- arfélaginu kannast starfsfólk og fulltrúar þar við vandann og að málið sé í fjötrum sérhagsmuna örfárra. Sauðfjárbúskapur hefur lagalega umgjörð en sveitafélög geta samt annaðhvort leyft eða bannað lausagöngu fjár og stór- gripa. Borgarbyggð leyfir þennan óskunda. Er til of mikils ætlast að alþing- isfólk og sveitastjórnarfulltrúar átti sig á hraðri þróun samfélags- ins og að almennir hagsmunir hafi meira vægi en sérhagsmun- ir? Lagaumgjörðin og það fyrir- komulag sem nú gildir um með- höndlun sauðfjárbænda á fjár- munum sínum er varla undan- þegið endurskoðun og uppfærslu? Áður fyrr var svipaður búskapur á flestum jörðum sveitarfélagsins og bændur höfðu mannskap og þekkingu til að annast búskapinn og deila verkum ef svo bar undir. Núna eru aðstæður og umhverfi atvinnuhátta ólíkt því sem var. Er það óeðlileg krafa að sauð- fjárbændur reki fé sitt á fjall? Má ræða það að sauðfjárbændur girði fé sitt inni noti þeir heimahaga en víkki þá ekki út til nágrannajarða og vegkanta? Er það eðlileg krafa sauðfjárbænda að nágrannar víg- girði jarðir sínar en þeirra eigin girðingar séu ekki fjárheldar? Mér skilst að enginn fullstarf- andi sauðfjárbóndi sé í Borgar- byggð í dag, heldur sé sauðfjárbú- skapur stundaður í lausamennsku með rýrar eftirtekjur og minnk- andi framtíðarhlutverk nema að- stæður gjörbreytist. Það myndi væntanlega þýða; fagmennska og ábyrgð, sem lykilorð. Myndi slíkt sliga sauðfjárbúskap í héraðinu? Þessi grein er jafnframt áskorun til sveitarstjórnar Borgarbyggðar um að taka lausafjárgöngu fjár til umræðu sem leiði til niðurstöðu og helst breytinga á núverandi fyrirkomulagi. Steinar Berg Ísleifsson, Fossatúni Strákarnir frá Bifröst fluttu óðinn til Varmalandsmeyjanna. Myndin er tekin þegar þær hittust nýverið, 60 árum eftir útskrift. Hér eru þær ásamt mökum. Fluttu óð til Varmalandsmeyja Færðu Brákarhlíð peningagjöf Halla Magnúsdóttir, Herdís Þórðardóttir, Katharina Kotschote og Veronika Guðrún Sigurvinsdóttir við afhendingu gjafarinnar. Ljósm. Brákarhlíð. Pennagrein Lausaganga og lausamennska

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.