Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 17. júLí 201914 júlíus jónsson fagnaði sjötíu ára af- mæli sínu 8. júní í sumar en litlu mátti muna að afmælisbarnið sjálft missti af sinni eigin afmælisveislu sökum mikilla anna í vinnunni. Velta margir fyrir sér af hverju í ósköpunum ástandið hafi verið svo- leiðis hjá karlinum. Það vill svo til að fyrsta júní, viku fyrir afmælið, þá tók júlíus við rekstri Flutninga- stöðvar Borgarness ehf. að Engjaási 1 í Borgarnesi, sem er flutningafyr- irtæki og þjónustar fyrirtæki í Borg- arnesi og Borgarfirði. Þrátt fyrir að vera kominn á eftirlaunaaldur- inn, þá hefur aldrei verið jafn mik- ið að gera hjá júlíusi og nú, en sjálf- ur er hann hæstánægður með að hafa nóg að gera. Fyrir mann sem ver jafn miklum tíma undir stýri og júlli þá reyndist erfitt að ná hon- um kyrrum á sama stað lengur en tíu mínútur. Það hafðist þó á end- anum og blaðamaður náði í stélið á júlla kvöld eitt í liðinni viku, en þá var hann nýkominn í Borgarnes úr Reykjavíkurferð og gaf sér tíma fyr- ir stutt spjall. Hefur ekið í 50 ár „Ég byrjaði að keyra hjá kaupfélag- inu árið 1971. Hafði þá verið að keyra áætlunarferðir hjá Sæmundi eitthvað áður, en hjá kaupfélag- inu var ég mikið að keyra slátur og gærur,“ rifjar júlli upp. Hann hefur verið að keyra frá því hann var tví- tugur að aldri og hefur alla tíð ver- ið í flutningageiranum. júlli kveðst hafa ekið allar útgáfur af leiðum milli Borgarness og Reykjavíkur. Þegar hann hóf feril sinn tvítugur að aldri þá var hvorki Borgarfjarð- arbrú né Hvalfjarðargöng til stað- ar svo Borgarfjörður og Hvalfjörð- ur voru eknir eins og þeir lögðu sig á sínum tíma. „Þegar ég keyrði hjá Sæmundi þá fór maður uppfyrir. Maður var í klukkutíma út á Akra- nesvegamót og í klukkutíma þaðan, með stoppinu í Olísstöðinni, um Hvalfjörð og klukkutíma þaðan til Reykjavíkur. Þetta voru þrír tímar aðra leiðina og þá var bara ein ferð farin á dag,“ segir júlli. „Stundum lenti ég í því hjá kaupfélaginu, að vera með ansi stóran farm í bíln- um og þá gat ferðin tekið allt upp í fimm klukkutíma aðra leiðina.“ Samgöngur á milli Borgarness og höfuðborgarinnar hafa því tekið stakkaskiptum síðan á kaupfélags- dögum júlla. Borgarfjarðarbrúin var opnuð haustið 1981 og sömu- leiðis þá voru Hvalfjarðargöng opn- uð sumarið 1998 og styttist þannig leiðin á milli Borgarness og Reykja- víkur um tvo tíma. „í dag er þetta bara klukkutíma akstur. Ég fer oft- ast tvær ferðir á milli og stundum þrjár ef nauðsyn ber til.“ Hefur reynt að bjóða mönnum símann sinn Þegar blaðamaður spyr hvort júlli hafi tölu á hversu margar ferð- ir hann hefur ekið á milli Borgar- ness og Reykjavíkur síðan hann hóf feril sinn, þá svarar hann neitandi, hristir hausinn og hlær. „Nei, það veit ég ekki. Ég hins vegar vissi það lengi framan af. Eftir að ég byrjaði að keyra göngin 1998 skrifaði ég alltaf númer hvað ferðin var hverju sinni. Ég var búinn að fara yfir 200 ferðir eins og skot en missti töluna fljótlega upp úr því.“ Blaðamaður veltir þá fyrir sér hvort það verði ekki einhæft til lengdar að aka sömu leiðina hvern einasta dag. „Nei, nei, þetta er ágætt, en mér finnst nú alltaf skemmti- legra að keyra heim og horfa á Reykjavík í baksýnisspeglinum. Ég get samt alveg sagt þér það, ég tala í símann til að stytta mér stundir. Síðan ég tók við nýja rekstrinum þá hef ég verið að fá á annað hundrað símtöl á dag, allt tengt vinnunni og svoleiðis. Það er mikið áreiti sem kemur af þessum síma,“ segir júlli og hefur bílstjórinn meira að segja brugðið á það ráð að reyna að bjóða öðrum símann sinn, þeim að kostn- aðarlausu, en þó án árangurs. „Það vill hann enginn,“ bætir hann við og hlær. „Nei, nei, þetta er mjög mikið samskipti í gegnum símann í sambandi við flutningana og við viðskiptavinina og það er bara hið besta mál. Það er fyrir öllu að hafa kúnnana góða, maður gerir allt sem hægt er fyrir þá,“ segir júlli. Fjölskyldufyrirtæki Hjá Flutningastöð Borgarness ehf. eru um fimmtán bílar sem eru til- tækir og er þetta blanda af stórum, hefðbundnum þriggja öxla vöru- flutningabílum, og svo einhverjum minni bílum. Þá eru ellefu starfs- menn hjá fyrirtækinu og segir júlli reksturinn vera að ná jafnvægi eft- ir heilmikla vinnutörn síðan í vor. „Á þessum tíma er mikið að gera og mikið um að vera í héraðinu. Veiðihúsin, hótelin og allt fullt af fólki. Ég sé um að koma vörunum til þeirra og út um allt hérað. Það hreinlega vantaði fleira starfsfólk hérna fyrst og fyrir vikið var vinnu- tíminn ansi langur hjá manni í júní- mánuði. Það er hins vegar að ræt- ast úr þessu og þetta er að taka á sig mynd hjá okkur,“ segir hann og bætir jafnframt við að hann ætli að reyna að minnka við sig keyrsluna en þó ekki of mikið. Það er mikil fjölbreytni í því sem er ekið á milli staða og getur það verið allt frá byggingarefni til nýj- ustu húsgagna sem leynist í bílun- um. „Maður er að skrölta hérna á milli með þakjárn og matvör- ur. Við til dæmis keyrum allt fyrir Límtré-Vírnet. Við erum líka með afgreiðslu við Landflutninga, Flytj- anda og Fraktlausnir í Reykjavík. Svo er maður auðvitað að hlaða inn sófasettum í héraðið,“ segir hann og brosir. Vill vinna á meðan heilsan leyfir Eins og fyrr segir þá hefur aldrei verið jafn mikið að gera hjá júlla og nú, þrátt fyrir að vera kominn á átt- ræðisaldur. Blaðamaður spyr hvort hann ætli sér að hætta að vinna í nánustu framtíð? „Fer maður ekki bara í kör ef maður fer að setj- ast einhvers staðar niður í ruggu- stól að lesa Moggann eða hvað það er,“ svarar hann samstundis. „Á meðan heilsan leyfir, af hverju ekki að vinna? Svo er alltaf spurn- ing hvað þú getur gert þetta lengi. Það er kannski ekkert vit í því að gera þetta lengi svona eins og ég er búinn að gera í júní og það sem af er júlí. Maður er kominn í vinn- una upp úr hálf sjö á morgnanna og ekki kominn heim fyrr en um tíu á kvöldin,“ segir júlli hugsi. Eiginkona júlla, Inga Kolfinna Ingólfsdóttir, tekur undir að það sé búið að vera aðeins of mikið álag á eiginmanninum. „Ég hitti hann oftast á hlaupum, kem með nesti til hans svo hann passi sig nú að borða eitthvað,“ segir Inga Finna eins og hún er oftast kölluð. júlli og Inga Finna eru bæði hreinræktaðir Borgnesingar eins og þau orða það sjálf. Bæði eru þau fædd og uppalin í Borgarnesi og höfðu þau alltaf vitað af hvoru öðru og voru nágrannar í fleiri ár. Árið 2005 fóru þau að kynnast betur og byrjuðu saman síðar það ár. Þau gengu svo í það heilaga árið 2008. „Við erum 30 í fjölskyldunni núna. Við júlli, börnin okkar, tengdabörn og barnabörn. Hann á þrjár dætur og ég fjögur börn úr fyrri hjóna- böndum,“ segir Inga Finna stolt af hópnum þeirra. En þess má geta að elsta dóttir júlla ætlar að flytja í Borgarnes í haust ásamt fjölskyldu sinni frá Akureyri, til þess að geta starfað hjá fjölskyldufyrirtækinu. Fer með í sveitarúnt „Ég hef aldrei þurft að kvarta yfir því að hafa ekki nóg að gera. Ég held að Ingu Finnu hafi fundist það mætti vera aðeins minna ef eitthvað er. Það er hins vegar þannig að þeg- ar maður starfar svona sjálfstætt þá verður maður hreinlega að fara eitthvað erlendis til þess að komast í frí,“ segir júlli um starfið sitt, en bætir því við að hann sé vanur því að hafa nóg að gera. „Hún tók nú í hnakkadrambið á mér í vetur og fór með mig til Tenerife. Það var hel- vítis hangs,“ segir júlli kíminn og lítur til Ingu Finnu sinnar sem bros- ir til baka. „Nei, nei, það var ágætt. Ég fer hins vegar ekkert ofan af því, þetta var helvítis hangs,“ segir júlli hreinskilinn. „Hann sagði það oft. En þetta voru mikil viðbrigði fyr- ir mann sem vinnur yfir 12 tíma á dag. Hann skildi ökuskírteinið eftir heima og keyrði ekki bíl í tvær vik- ur,“ bætir Inga Finna við og hlær. Það er örlítið meiri áskorun fyr- ir hjónin að eiga góða stund saman heimavið þar sem það er svo mik- ið að gera hjá júlla, en Inga Finna fer þá bara einn sveitarúnt með manninum sínum. „Ef mig lang- ar að hitta hann þá verð ég að fara sveitarúnt með honum. Það er æð- islegt. Það kemur stundum fyrir að við tökum saman nesti og stoppum svo einhvers staðar afsíðis á leið- inni og borðum úti í náttúrunni, þá er maður kannski ekkert búinn að hitta hann fyrr en blánóttina í ein- hverja daga.“ Glímir oft við blessað Hafnarfjallið Eftir óteljandi margar ferðir um árin þá hefur íslenska veðrið stund- um gert júlla erfitt fyrir á þjóðveg- unum, en alltaf hefur allt endað vel. „Það eru margar ferðir sem sitja í manni. Þú manst ekki eftir ferðun- um sem ekkert gerist í, en þú manst eftir ferðunum þar sem að eitthvað hefur bjátað á og verið eitthvað erf- iðari. Það er til dæmis oft í vond- um veðrum sem eitthvað skilur eft- ir sig,“ segir júlli sem hefur ekið í allskonar veðri. „Maður er búinn að glíma oft við Hafnarfjallið bless- að og Kjalarnesið. Það hefur hins vegar alltaf sloppið til. Manni hefur tekist að semja við fjallið þannig að þetta hefur allt reddast.“ júlli rifjar upp þegar hann ók um tíma fyrir kaupfélagið en þá fór hann oft ferðir norður á Akureyri. „Ég man einu sinni að hafa farið til Akureyrar einn veturinn á mánu- degi með gærur. Ég kom þangað um þrjúleytið aðfararnótt þriðju- dags. Morguninn eftir þegar ég var búinn að losa átti ég að fara á áætlun aftur suður. Allt kom fyrir ekki og fór ég ekki heim fyrr en á laugardegi, þegar loksins var búið að opna leiðina,“ rifjar hann upp. „Skemmtilegra að keyra heim og horfa á Reykjavík í baksýnisspeglinum“ Júlíus Jónsson rifjar upp flutningabílstjóraferil sinn sem spannar rétt um hálfa öld Júlíus Jónsson og Inga Finna. Júlli og Inga Finna við nýjasta flutningabílinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.