Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. júLí 2019 13 S K E S S U H O R N 2 01 9 ÚTBOÐ SNÆFELLSBÆR – ÓLAFSVÍK LENGING NORÐURGARÐS, 2019 Hafnarstjórn Snæfellsbæjar óskar eftir tilboði í ofannefnt verk. Um er að ræða lengingu Norðurgarðs í Ólafsvík um 80 m. Helstu magntölur: Útlögn grjóts og kjarna samtals um 36.000 m• 3 Upptekt og endurröðun um 2.000 m• 3 Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. september 2020. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka), og á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi, frá og með mánudeginum 15. júlí 2019. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 30. júlí 2019 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. m i d i . i s FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 20.00 OPNUNARTÓNLEIKAR REYKHOLTSHÁTÍÐAR Oddur Arnþór Jónsson, barítón Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó Auður Hafsteinsdóttir, fiðla Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla Anna Magdalena den Herder, víóla Bryndís Halla Gylfadóttir, selló Kynnir: Guðni Tómasson Oddur Arnþór Jónsson hlaut Íslensku tónlistar- verðlaunin á þessu ári sem söngvari ársins. Á opnunartónleikum Reykholtshátíðar munu Oddur og Anna Guðný Guðmundsdóttir flytja tvo ljóðahluta úr Svanasöng Franz Schuberts ásamt tveimur mögnuðum verkum, Let us Garlands Bring eftir Gerald Finzi og Dover Beach eftir Samuel Barber en hið síðastnefnda er samið fyrir barítón og strengjakvartett. LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 13.00 FYRIRLESTUR Á VEGUM SNORRASTOFU Dr. Bjarni Guðmundsson flytur fyrirlestur um bústörf Gísla Súrssonar og fólks hans í Haukadal. 16.00 Ó, LJÚFA SÓL – ÍSLENSKAR KÓRPERLUR Kvennakórinn Vox feminae Stjórnandi: Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað Efnisskráin er alíslensk, m.a. kórperlur eftir mörg okkar þekktustu tónskáld eins og Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Báru Grímsdóttur og Hildigunni Rúnarsdóttur. 20.00 RÉTTTRÚNAÐUR OG RÓMANTÍK – KAMMERTÓNLEIKAR Auður Hafsteinsdóttir, fiðla. Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla. Anna Magdalena den Herder, víóla Bryndís Halla Gylfadóttir, selló Sigurgeir Agnarsson, selló. Kynnir: Guðni Tómasson Efnisskráin samanstendur af einstaklega áheyri- legum en sjaldheyrðum kammerverkum. Sérstakur gestur á tónleikunum er hollenski víóluleikarinn Anna Magdalena den Herder sem kemur í ár í fyrsta sinn fram á Reykholtshátíð. SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 14.00 HÁTÍÐARMESSA 16.00 HEIMSKRINGLUR OG HETJUDÁÐ – LOKATÓNLEIKAR REYKHOLTSHÁTÍÐAR Hljóðfæraleikarar Reykholtshátíðar Guja Sandholt, mezzósópran Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sópran Oddur Arnþór Jónsson, barítón Kynnir: Guðni Tómasson Á efnisskrá er hinn stórkostlegi Píanókvintett í f-moll eftir Johannes Brahms, en verkið er oft nefnt drottning kammerverka þessa magnaða tónskálds. Á tónleikunum fá áheyrendur að heyra sögu Haralds konungs harðráða í stystu óperu í heimi, eftir Judith Weir. Sagan er byggð á Heimskringlu Snorra Sturlusonar og einstakt að fá að upplifa flutning á verkinu í Reykholti, bústað Snorra um árabil. Annars konar Heimskringla, sönglagaflokkur Tryggva M. Baldvinssonar við ljóð Þórarins Eldjárns, slær botninn í Reykholtshátíð. Þessi Heimskringla einkennist af hnyttni og húmor, bæði í textum og tónsmíðum og mun senda tónleikagesti út í sumarið með bros á vör. r e y k h o l t s h a t i d . i s Hin árlega söguganga fór fram á írskum dögum á Akranesi fyrr í mánuðinum. Gangan var á veg- um Bókasafns Akraness og Skaga- leikflokksins. Að þessu sinni voru óvenju margir þátttakendur, eða um 100 talsins, að sögn Hall- beru jóhannesdóttur, sem er ein af ,,Kellingunum,” eins og þær kalla sig. Stansað var á nokkrum stöðum sem tengjast Braga Þórðarsyni og skrifum hans í gegnum tíðina. Les- ið var úr bókum Braga og sungnir söngvar. Fyrsti viðkomustaður var Skátaheimilið. Síðan var haldið á Kirkjubraut og rifjaðar upp minn- ingar úr Ævisögu Odds fréttaritara. Næsti viðkomustaður var Prent- smiðjan. Síðan haldið að Brekku- bæjarskóla og rifjaðar upp skóla- minningar Braga, einnig sungnar ,,úmbrassavísur” - vísur Ólafs í Mýrarhúsum. Næst var stansað við gamla bókasafnshúsið á Heiðar- braut, en þar var Bragi stjórnarfor- maður um árabil. Þvínæst á horni Stekkjarholts og Kirkjubrautar (við Landakot) andspænis húsnæði Bókaskemmunnar og Hörpuútgáf- unnar. Loks var haldið í Bókasafn- ið. Þar var boðið upp á hressingu og skemmtilegt söngatriði. Voru þátttakendur þakklátir ,,Kelling- unum” fyrir skemmtilega stund. mm/bþ/ Ljósm. aðsendar. Kellingar hylltu heiðursborgara

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.