Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 17. júLí 20198 Störf í boði hjá sveitarfélaginu BORGARBYGGÐ: Um þessar mundir auglýsir Borgarbyggð eftir starfsfólki í nokkur störf á vegum sveit- arfélagsins. í Skessuhorni í síðustu viku var auglýst nýtt starf verkefnastjóra atvinnu-, markaðs- og menningarmála hjá sveitarfélaginu. Um fullt stöðugildi er að ræða, en ráðið til eins árs í fyrstu með möguleika á framlengingu. Starfið heyrir undir nýja at- vinnu-, markaðs- og menn- ingarnefnd. Auk fyrrgreinds starfs var auglýst starf um- sjónarmanns Hjálmakletts. Umsóknarfrestur um fyrr- greind störf er til og með 28. júlí. Þá vantar einnig í hluta- starf í Frístund í Borgarnesi og húsvörð við Grunnskóla Borgarfjarðar. -mm Óska tilboða í eignir á Laugum DALIR: Dalabyggð hef- ur auglýst eftir tilboðum í eignir Dalabyggðar á Laug- um í Sælingsdal. Þannig skal nú gera aðra tilraun til sölu eignanna. „Sveitarstjórn hef- ur ákveðið að bjóða til sölu allar húseignir Dalabyggð- ar á Laugum í Sælingsdal. Eignirnar telja m.a. skóla/ hótel, íþróttahús, sundlaug ásamt íbúðarhúsnæði og seljast í einu lagi. Gera skal aðgreint tilboð í einbýlishús- ið Laugafell,“ segir í frétt á vef sveitarfélagsins. Tilboðs- frestur er til 1. september nk. -mm Meira fyrir fiskinn LANDIÐ: útflutningsverð- mæti sjávarafurða var 239,8 milljarðar á síðasta ári. Er það 17,8% meira en árið 2017, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Flutt voru út rúmlega 670 þúsund tonn af sjávarafurðum á árinu 2018, sem er 61 þúsund tonni meira en árið áður. Fryst- ar sjávarafurðir voru 42,7% af útflutningsverðmætinu, ísaðar 13,8% og mjöl/lýsi 27%. Sé litið til einstakra tegunda var verðmæti ísaðra þorskafurða mest, eða tæp- lega 39,4 milljarðar. Frystur þorskur var næstverðmæt- astur, eða um 35,3 milljarðar króna. Alls fengust 15,3% af heildarútflutningsverðmæti vegna útflutnings til Bret- lands, 11,3% til Frakklands og þar á eftir koma Spánn, Noregur og Bandaríkin með rétt undir 10% hvert land. Eru það álíka hlutföll og árið 2017. Verðmæti útflutn- ingsframleiðslu sjávarafurða, sem er samtala útflutnings og birgðabreytinga sjávaraf- urða, var tæpir 240 milljarð- ar á síðasta ári. Er það 22% aukning frá árinu á undan. Á föstu verðlagi jókst útflutn- ingsframleiðsla um 24% miðað við árið 2017. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 29. júní - 5. júlí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 18 bátar. Heildarlöndun: 43.193 Mestur afli: Ebbi AK: 18.932 kg í þremur róðrum. Arnarstapi: 16 bátar. Heildarlöndun: 36.829 kg. Mestur afli: Hrafnborg SH: 5.449 kg í þremur róðrum. Grundarfjörður: 18 bátar. Heildarlöndun: 198.244 kg. Mestur afli: Hringur SH: 64.284 kg í einni löndun. Ólafsvík: 28 bátar. Heildarlöndun: 71.804 kg. Mestur afli: Egill SH: 27.785 kg í þremur róðrum. Rif: 22 bátar. Heildarlöndun: 52.679 kg. Mestur afli: Esjar SH: 19.559 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur: 29 bátar. Heildarlöndun: 97.290 kg. Mestur afli: Blíða SH: 14.437 kg í fimm róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 64.284 kg. 3. júlí. 2. Sigurborg SH - GRU: 46.235 kg. 1. júlí. 3. Helgi SH - GRU: 44.475 kg. 1. júlí. 4. Farsæll SH - GRU: 19.545 kg. 1. júlí. 5. Esjar SH - RIF: 14.169 kg. 2. júlí. -kgk Þrenns konar störf eru í boði hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði. Samkvæmt auglýsingu í Skessu- horni í síðustu viku vantar starfs- mann hjá fyrirtækinu í starf verk- og gæðastjóra og netagerðamann. Þá er einnig auglýst eftir fólki til starfa í nýrri hátæknifiskvinnslu fyrirtækisins í Grundarfirði. kgk Eins og áður hefur verið greint frá hafa staðið yfir framkvæmdir á Snæ- fellsnesvegi um Fróðárheiði síðan í vetur. Verið er að leggja nýjan veg frá Valavatni að vegamótum út- nesvegar Ólafsvíkurmegin. Verkið er í höndum verktakafyrirtækisins Borgarverks ehf. og ganga fram- kvæmdir vel, að því er fram kem- ur á Facebook-síðu Snæfellsbæj- ar. Áætlað er að fyrsta áfanga verði lokið í haust en umferð verður þó ekki hleypt á veginn strax. Verk- inu á síðan að verða að fullu lok- ið haustið 2020, eins og áður hefur verið greint frá. kgk Fjármála- og efnahagsráðherra hefur samþykkt nýja eigandastefnu fyrir jarðir, land, lóðir og auðlind- ir í ríkiseigu. Var eigendastefnan kynnt á fundi ríkisstjórnar í vik- unni sem leið. Ekki hefur áður ver- ið í gildi eigandastefna fyrir þenn- an málaflokk. í samræmi við lög um opinber fjármál fer fjármála- og efnahagsráðuneytið með fyrir- svar flestra eigna í eigu ríkissjóðs, þ.m.t. eignarhlut ríkisins í fasteign- um, jörðum, auðlindum og öðrum fasteignatengdum réttindum. Meg- inmarkmið í eignaumsýslu ríkisins undanfarin ár hefur verið að stuðla að skýrri, skilvirkri og hagkvæmri meðferð á ríkiseignum hvort sem um er að ræða fasteignir, jarðir eða auðlindir í eigu ríkisins, ásamt því að bæta yfirsýn og fjárhagslegt gagnsæi við meðferð allra eigna. „Með nýrri eigandastefnu eru meginmarkmið ríkisins með eign- arhaldinu nánar útfærð til að stuðla betur að markmiðum um faglega umsýslu jarða, lands og auðlinda í eigu ríkisins,“ segir í kynningu. Á vef ráðuneytis fjármála má finna Eigandastefna vegna jarða, landa, lóða og auðlinda í eigu ríkisins. mm Fyrir helgi var byrjað að lagfæra veginn frá Akrafjallsvegi, meðfram Berjadalsá og að Akrafjalli. Að sögn Sævars Freys Þráinssonar bæjar- stjóra á Akranesi er verkið unnið á kostnað bæjarfélagsins en í góðri sátt við hlutaðeigandi landeigend- ur. Fjöldi fólks fer daglega að fjall- inu til útivistar og umferð því tals- verð. Vegurinn er grófur og óslétt- ur á köflum. Verður yfirlag bætt og vegurinn heflaður. mm/ Ljósm. ki. Góður gangur á Fróðárheiði Unnið við vegagerð á Fróðárheiði síðastliðinn fimmtudag. Ljósm. Snæfellsbær. Úr vinnslusal nýrrar fiskvinnslu G.Run í Grundarfirði. Ljósm. úr safni/ tfk. Atvinnutækifæri hjá G.Run í Grundarfirði Ríkið samþykkir eigendastefnu fyrir ríkisjarðir Kirkjubæjarklaustur. Hér má sjá efsta hluta leiðarinnar sem búið er að lagfæra. Vegurinn lagfærður að Akrafjalli Víða er stórgrýti sem stendur uppúr veginum og viðhald hans því orðið tímabært.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.