Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 17. júLí 201916 B59 Hótel í Borgarnesi stefnir að því að opna ísbúð í húsnæði sínu í næsta mánuði. Verður það í rým- inu þar sem gjafavöruverslunin Fok var til skamms tíma, áður en hún flutti starfsemi sína yfir í Hyrnu- torg í byrjun sumars. Nýja ísbúðin fær nafnið ísbúð Ömmu Gógó og segir Hendrik Björn Hermanns- son hótelstjóri nafnið koma úr persónulegri átt, en móðir hans er oftar en ekki kölluð Amma Gógó af barnabörnum sínum. „ísbúðin verður í svona ömmu anda, ef svo má segja. Við ætlum að bjóða upp á vöfflur upp úr uppskrift frá ömmu og svo pönnukökur úr uppskrift frá mömmu. Við viljum skapa hlýja, skemmtilega og lifandi stemningu fyrir viðskiptavini ísbúðarinnar,“ segir Hendrik spenntur. Ætla að vera með gamla og nýja ísinn Það hefur verið í umræðunni á meðal bæjarbúa í Borgarnesi og ná- grenni að það vanti ísbúð í pláss- ið. Einu staðirnir til að verða sér úti um þennan vinsæla, kalda eft- irrétt er á bensínstöðvunum. Auk þess sem að hægt er að kaupa sér dall af ís í kjörbúðunum, sem marg- ir eru sammála að sé ekki það sama og að fá sér ís í brauði. „Við ætl- um að bjóða upp á ís af öllum gerð- um. Það verður rjómaís, gamli ís- inn, sykurlaus ís, jarðaberjaís og súkkulaðiís. Einnig verður hægt að fá kúluís og svo allskonar nammi og sætindi til að skreyta ísinn að utan eða setja í bragðaref. Einnig ætl- um við að vera með ís frá Laufey ísgerð í Brekkukoti, svo það verð- ur fjölbreytt úrval í ísbúðinni,“ seg- ir Hendrik. Hægt verður að leigja veislusal Ásamt ísbúð þá verður veislusal- ur inni í sama rými, en settur verð- ur upp skilveggur á milli til þess að bjóða upp á þann valmöguleika að halda afmælisveislur eða fundi eða hvað það er sem fólk vill, að sögn Hendriks. „Það verður hægt að loka hérna á milli svo fólk getur fengið næði fyrir sínar samkomur. Einnig er sér inngangur inn í salinn sem er stór plús fyrir svona veislu- aðstöðu.“ Eins og fyrr segir er stefnt á að opna ísbúðina í ágúst en Hend- rik segir að ísvélarnar komi í hús skömmu eftir verslunarmannahelgi. „Það verður allt sett á fulla ferð þá. Við tilkynnum opnunardag þegar nær dregur og stefnum á að bjóða ísinn á opnunardeginum sjálfum, á 59 krónur, en auðvitað á með- an birgðir endast. Við vonum að bæjarbúar og gestir sem eiga leið í gegnum bæinn nýti sér þetta óspart og fái sér ís hjá Ömmu Gógó,“ seg- ir Hendrik að lokum. glh Valdís Þóra jónsdóttir og Stef- án Orri Ólafsson fögnuðu sigri í meistaraflokkum kvenna og karla á meistaramóti Golfklúbbsins Leynis 2019, en mótinu lauk á laugardag. Valdís lék best allra í mótinu, spilaði á samtals átta höggum undir pari á fjórum keppnishringjum. Hún fór hringina fjóra á samtals 280 högg- um og sigraði í meistaraflokki kvenna, en Hulda Birna Kjærnes- ted Baldursdóttir varð önnur á 359 höggum. Stefán sigraði meistaraflokk karla á 305 höggum, Þórður Emil Ólafs- son varð annar á 309 höggum og Björn Viktor Viktorsson þriðji á 311 höggum. Alex Hinrik Haraldsson sigraði í 1. flokki karla á samtals 298 högg- um, Viktor Elvar Viktorsson varð annar á 304 höggum og Trausti Freyr jónsson þriðji á 308 högg- um. Arna Magnúsdóttir sigraði í 1. flokki kvenna á 329 höggum, Bára Valdís Ármannsdóttir varð önnur á 346 höggum og Eva jódís Péturs- dóttir þriðja á 350 höggum. í 2. flokki karla varð Gabríel Þór Þórðarson hlutskarpastur á 327 höggum, jón Vilhelm Ákason var annar á 330 höggum og Vilhjálmur Birgisson þriðji á 332 höggum. Klara Kristvinsdóttir fagnaði sigri í 2. flokki kvenna á 348 högg- um, Elsa Maren Steinarsdóttir varð önnur á 361 höggi og Ellen Ólafs- dóttir þriðja á 383 höggum. Kári Kristvinsson sigraði í 3. flokki karla á 340 höggum, Einar Gíslason varð annar á 350 höggum og Sölvi Már Sigurjónsson þriðji á 355 höggum. jóna Björg Ólsen sigraði í 3. flokki kvenna á 324 höggum og Helena Rut Steinsdóttir varð önn- ur á 330 höggum. Þórir Björgvinsson sigraði 4. flokk karla á 404 höggum, Ægir Mar jónsson varð annar á 414 höggum og Einar Brandsson þriðji á 450 höggum. Karlar 55-69 ára léku þrjá hringi. Björn Bergmann Þórhallsson sigr- aði á 250 höggum, Reynir Sigur- björnsson varð annar á 260 högg- um og þeir Tryggvi Bjarnason og Sigurður Grétar Davíðsson deildu þriðja sætinu á 261 höggi hvor. Konur 50 ára og eldri léku þrjá hringi. Hrafnhildur Geirsdótt- ir sigraði á 297 höggum, Ingunn Þóra Ríkharðsdóttir varð önnur á 305 höggum og Ólöf Agnarsdóttir þriðja á 319 höggum. í flokki 65 ára og eldri voru sömuleiðis leiknir þrír hringir. Guðrún Kristín Guðmundsdóttir sigraði í kvennaflokki á 290 högg- um. Haukur Þórisson sigraði karla- flokkinn á 248 höggum en Reyn- ir Þorsteinsson varð annar á 250 höggum og Þórður Elíasson þriðji á 256 höggum. Rósa Björk Lúðvíksdóttir sigraði í opnum flokki kvenna á 220 högg- um, en þar voru leiknir tveir hring- ir. jónína Rósa Halldórsdóttir varð önnur á 224 höggum og Gunnhild- ur Björnsdóttir þriðja á 240 högg- um. Punktakeppni yngri kylfinga í flokki yngri kylfinga voru leikn- ar níu holur. Guðlaugur Þór Þórð- arson sigraði í karlaflokki með 38 punkta, Birkir Hrafn Samúels- son varð annar með 37 punkta og Hilmar Veigar Ágústsson, Sigurður Brynjarsson og Árni Daníel Grét- arsson deildu þriðja sætinu með 36 punkta hver. Vala María Sturlu- dóttir sigraði í kvennaflokki með 35 punkta, Elína Anna Viktorsdóttir varð önnur með 31 punkt og Vikt- oría Vala Hrafnsdóttir þriðja með 14 punkta. í flokki 18 ára og yngri voru leiknir tveir hringir. Björn Viktor Viktorsson sigraði með 78 punkta, Kári Kristvinsson varð annar með 75 punkta og Ingimar Elfar Ágústs- son þriðji með 67 punkta. kgk/ Ljósm. Golfklúbburinn Leynir. Valdís og Stefán eru Akranesmeistarar í golfi Valdís Þóra Jónsdóttir og Stefán Orri Ólafsson, Akranesmeistarar í golfi 2019. Efstu þrjár í 1. flokki kvenna. F.v. Eva Jódís Pétursdóttir, Arna Magnúsdóttir og Bára Valdís Ármannsdóttir. Efstu þrír í 1. flokki karla. F.v. Viktor Elvar Viktorsson, Alex Hinrik Haraldsson og Trausti Freyr Jónsson. Ísbúð ömmu Gógó verður opnuð í Borgarnesi í ágúst. Ísbúð Ömmu Gógó opnuð í Borgarnesi í ágúst

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.