Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 17. júLí 2019 19 Heimildamyndahátíðin Icelandic Documentary Film Festival hefst á Akranesi í kvöld, miðvikudaginn 17. júlí, og stendur fram á sunnu- dag. Á hátíðinni verða sýndar 50 heimildamyndir alls staðar að úr heiminum, þar af 30 í fullri lengd. Lagt er upp úr fjölbreyttri dag- skrá, léttum myndum og þung- um auk barnamyndum. „Við ætl- um að hafa sérstaka barnadagskrá á morgnana samhliða hátíðinni,“ sagði Ingibjörg Halldórsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, í sam- tali við Skessuhorn í síðustu viku. Þá verður ratleikur á laugardaginn og fjör á Akratorgi og skemmtiat- riði fyrir alla á kvöldin. Sem dæmi má nefna að á laugardaginn mætir Húlladúllan og skemmtir og börn- in fá að prófa að húlla. Harmon- ikkukóngurinn Reynir jónasson skemmtir gestum með ljúfum tón- um og Blaðrarinn býr til furðuhluti úr blöðrum fyrir börnin. Hald- in verður snú snú keppni og boð- ið upp á andlitsmálningu, hoppað í París og krítað. Enn fremur verða stuttar heimildarmyndir verða sýndar á hátíðinni, ætlaðar börnum og ungmennum á aldrinum 10 til 16 ára og eru þær sýningar án að- gangseyris. Heimildarmyndirnar á hátíðinni verða sýndar í Bíóhöllinni, Tón- bergi og Byggðasafninu í Görð- um. Dagskráin er nokkuð þétt en þó verða allar myndir sýndar tvisv- ar sinnum. Opnunarmynd hátíðar- innar ber heitið In Touch, en það er heimildarmynd um þorpið Stare juchy í Póllandi. Stór hluti íbúa þaðan hefur flutt til íslands undan- farna áratugi og ekki snúið aftur. Sú mynd verður sýnd í Bíóhöllinni kl. 19:30 í kvöld, miðvikudaginn 17. júlí. Nánar um dagskrá hátíðarinnar í auglýsingu í Skessuhorni vikunnar og á heimasíðunni www.icedocs.is. kgk Hvalaskoðunarbáturinn Láki fór með ferðamenn í lundaskoðun og sjóstangveiði miðvikudaginn 10. júlí síðastliðinn. Það sem var óhefð- bundið við þessa ferð er að einung- is kvenmenn voru í áhöfn skipsins. josephine Mayr var í sinni fyrstu ferð sem skipstjóri þennan dag og Sandra Hörbst var með henni í áhöfn. Þá sigldu þær með farþega að Melrakkaey í fuglaskoðun og svo renndu farþegar fyrir fisk. Ekki var annað að sjá í andlitum farþeg- anna enn þeir hafi skemmt sér vel og fengið einstaka upplifun. tfk Nýir eigendur tóku við Hvernum og tjaldsvæðinu á Kleppjárnsreykj- um í Borgarfirði í lok aprílmánaðar. Það eru mágkonurnar Kristín Por- ter og Guðrún Inga Bjarnadóttir sem reka staðinn. Þær höfðu báð- ar brugðið sér af bæ þegar blaða- mann bar að garði svo það er Birg- ir, eiginmaður Kristínar, sem sit- ur fyrir svörum. „Ég kem til með að verða hér með annan fótinn og aðstoða eftir þörfum. Kristín og Guðrún sjá um reksturinn, veit- ingaskála, tjaldsvæði og gistingu. Guðrún er reynslumikill bókari og menntaður leiðsögumaður. Kristín er heilsunuddari að mennt,“ seg- ir Birgir þegar blaðamaður Skessu- horns kom við í kaffi í Hvernum. „Kristín hefur um tíma verið að leigja út gistingu fyrir ferðamenn og þótt það skemmtilegt. Það var því ákveðið að prófa eitthvað nýtt og taka ferðaþjónustustarfið skref- inu lengra og það má segja að við höfum fengið fangið fullt. Ætla að draga lærdóm af fyrsta sumrinu Aðspurður segir Birgir ekki mikl- ar breytingar fyrirhugaðar í Hvern- um þetta árið. „Við vildum upp- haflega taka við þessu í byrjun árs en það gekk ekki upp. Við kom- um hér í lok apríl og opnuðum tíu dögum síðar svo það var ekki mik- ill tími fyrir breytingar. Reksturinn verður því með sama sniði og ver- ið hefur út þetta tímabil. Lærdóm- ur verður síðan dreginn af sumr- inu. Þegar er ljóst að við erum að reka okkur á eitt og annað sem bet- ur mætti fara og munum við vinna að úrbótum úr því fyrir næsta vor,“ segir Birgir og bætir við að stefnt sé á að hafa meiri vetraropnun en hefur verið. „Bragi, fyrrum eigandi, hefur gert margt gott hér sem við búum að, en það má alltaf gera bet- ur og við munum leggja okkar af mörkun til að bæta aðstöðu ferða- manna enn frekar. Eitt af því sem við viljum er að geta boðið upp á opnun á veturna. Það verður svo bara að koma í ljós hversu mikið verður opið. Við sjáum það betur þegar líður á haustið og veturinn. Við erum í rauninni opin fyrir öllu, hvort sem við verðum með opið ákveðna daga eða jafnvel bara eft- ir pöntunum. Ætli við stillum okk- ur ekki bara eftir traffíkinni en við vitum að hér er fólk á ferðinni allt árið og við höfum hugleitt að hafa tjaldsvæðið opið fyrir bíla á veturna líka. Þetta verður skoðað í haust,“ segir hann. Sérstök tenging við Borgarfjörðinn Aðspurður segir Birgir tengingu þeirra við Borgarfjörðinn nokkuð sérstaka, en afi Guðrúnar og Birg- is er ættaður úr Flókadal í Borgar- firði. „Afi okkar hét Magnús Pét- ursson og pabbi hans bjó í Geirs- hlíð. Hann ólst ekki upp hjá föð- ur sínum og börn Péturs Magnús- sonar í Geirshlíð voru ekki alsystk- ini hans. Sjálfur þekki ég söguna ekki nógu vel til að segja frá en það er samt skemmtilegt að hafa þessa tengingu hingað. Við fengum líka ættingja okkar á ættarmót hér um daginn sem var mjög gaman. Það komu margir og spjölluðu við okk- ur og kunnum við vel að meta það,“ segir Birgir og brosir. „Okkur finnst Borgarfjörðurinn frekar vanmetinn og efum ekki að umferð um svæðið eigi nokkuð inni. Hér er fjölbreytt afþreying og eftir því sem fólk áttar sig á öllu sem hér er í boði teljum við að svæðið muni sækja á. Aukin dreifing mun stuðla að ánægjulegri upplifun af landinu okkar fyrir alla þá sem það sækja.“ Aðspurður segir hann vorið hafa verið fínt á tjaldsvæðinu. „Þetta fór hægt af stað, sem hentaði okkur vel. „Hér var frábært veður í sex vikur og ég er viss um að það hafi haft sitt að segja. En við tökum þetta fyrsta sumar í að læra og svo sjáum við til hvernig næsta sumar verður. Það hefur verið nóg að gera hér til að halda okkur á tánum og við erum fegin að vera ekki að kaffæra okkur strax fyrstu dagana. Við erum kom- in hingað til að vera svo við erum alveg þolinmóð þó fyrsta sumarið fari hægt af stað,“ segir Birgir. Fjölskyldufyrirtæki „Við leggjum mikla áherslu á súp- urnar okkar. Ræktum sjálf gulræt- ur í gúlrótarsúpu og tínum sveppi í villisveppasúpu. Þessar tvær súp- ur eru alltaf á boðstólnum og hafa fengið gott lof frá gestum okk- ar. Auk þess erum við með stuttan en góðan matseðil. „Ekkert okkar hefur mikla reynslu af svona eld- hússvinnu, ekki nema bara eldun í heimahúsi,“ segir Birgir og brosir. „Við erum að læra jafnóðum. En okkur langar að bjóða upp á fjöl- breyttara úrval og stefnum á að hafa rétt dagsins og eitthvað að- eins meira úrval,“ bætir hann við. Þau sjá sjálf um alla vinnuna og hafa ekki ráðið til sín starfsfólk til að létta undir. „Við sjáum sjálf um matinn og við erum að vinna þetta allt sjálf en búum svo vel að eiga góða að til að hlaupa undir bagga þegar mikið er að gera, þetta er því fjölskyldufyrirtæki með sanni,“ segir hann „Við höfum eitt mottó og það er; „höfum gaman af þessu“. Heimamenn hafa tekið okkur ákaf- lega vel og alltaf gaman þegar þeir líta við í kaffi,“ segir Birgir að end- ingu. arg Hverinn í Borgarfirði. Ljósm. úr safni frá í vor/mm. Nýir eigendur Hversins segja sumarið byrja vel Kristín Porter við afgreiðsluborðið í Hvernum. Hún er önnur af nýjum eigendum staðarins, ásamt Guðrúnu Ingu Bjarnadóttur, mágkonu sinni. Ljósm. aðsend. Láki kemur að bryggju þar sem að Arnar Guðlaugsson tekur á móti þeim Söndru og Josephine. Kvenkyns áhöfn í fyrsta sinn hjá Láka Josephine Mayr og Sandra Hörbst ánægðar með sína fyrstu ferð saman á Láka. IceDocs hefst á Akranesi í kvöld

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.