Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 17. júLí 20192 Gott er að minna á að drekka vatn yfir daginn, oftar en ekki gleymist það. Enn fremur er mikilvægt að fá sér vatn ef koffíndrykkja er mik- il yfir daginn, en þá þarfnast líkam- inn enn meiri vökva en ella. Ekki viljum við skrælna upp. Á morgun er spáð súld eða rign- ingu. Bjart verður suðvestan- og vestanlands. Hiti 10 til 18 stig. Á föstudag verður úrkomulítið vest- anlands og hiti breytist lítið. Á laugardag má búast við austan- og norðaustanátt. Úrkomulítið á norðan- og vestanverðu landinu. Á sunnudag er spáð norðaustanátt og rigningu en þó þurru veðri á norðvestan- og vestanverðu land- inu. Hlýjast á Vesturlandi. Á mánu- dag má búast við einhverri vætu en mildu veðri. Á vef Skessuhorns var spurt í síð- ustu viku; „hyggst þú sækja endur- menntun eða fara í skóla á árinu?“ Alls voru 361 sem gáfu sér tíma og greiddu atkvæði. Mikill meirihluti, eða 66%, sögðust ekki búast við því að sækja sér menntun á árinu. 16% sögðu það nokkuð öruggt og 11% töldu það líklegt. Fæstir eða 8% voru ekki vissir. Í næstu viku er spurt: Klæðist þú öðruvísi fötum á sumrin en vet- urna? Það er gott að hafa traust fólk í flutningastarfsemi. Það hafa íbúar í Borgarnesi og nágrannahéruðum kynnst í honum Júlla Jóns, sem ný- verið fagnaði 70 ára afmæli sínu, en hefur aldrei haft meira að gera. Júlli fékk í afmælisgjöf miða aðra leiðina til útlanda, en ætlar ekki að fara í ferðina fyrr en eftir áttatíu ára afmælið, því þá vonast hann til að fá heimferðarmiðann. Júlli er Vest- lendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Blöðin framundan SKESSUHORN: Skessu- horn verður gefið út næstu tvo miðvikudaga, þ.e. 24. og 31. júlí. Starfsfólk fer eftir það í viku sumarfrí og kemur því EKKI út blað miðvikudaginn 7. ágúst, en hefðbundin útgáfa verður eftir það. -mm Þrettán prósent með erlent ríkisfang LANDIÐ: Alls voru 46.717 erlendir ríkisborgarar búsett- ir hér á landi 1. júlí síðastlið- inn og hefur þeim fjölgað um 2.561 frá 1. desember 2018 eða um 5,8%. Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem búsettir eru hér á landi um 0,4%. Erlendir ríkisborgarar eru því 13% mannafla, en alls voru 360.384 búsettir í land- inu 1. júlí. Flestir erlendir rík- isborgarar búsettir hér á landi eru frá Póllandi eða 19.909 og 4.388 einstaklingar eru með litháískt ríkisfang. -mm Datt af baki BORGARFJ: Hestaslys varð á sunnudaginn skammt frá Helgavatni í Borgarfirði. Mað- ur um sextugt féll af baki þeg- ar hestur sem hann reið fældist. Kallað var eftir aðstoð björgun- arsveitar sem mætti á vettvang og fór með manninn í veiði- hús við Helgavatn. Þaðan var hann fluttur til aðhlynningar á heilsugæslustöð HVE í Borgar- nesi. Virðist honum ekki hafa orðið stórlega meint af bylt- unni, að sögn lögreglu. -kgk Víðtæk bilun AKRANES: Bilun kom upp í búnaði fjarskiptafyrirtækisins Mílu á Akranesi á þriðja tím- anum á mánudaginn. Bilunin hafði áhrif á fjarskipti á Akra- nesi og nærliggjandi svæðum, að því er fram kom í tilkynn- ingu á vef Mílu. Viðgerð lauk tæpum tveimur tímum síðar. -mm Frá 2017 hafa sauðfjárbændur þurft að sætta sig við verulega raunlækk- að afurðaverðs vegna sölutregðu og offramleiðslu. Nú er hvorugt til staðar. Sala lambakjöts hefur auk- ist á þessu ári á sama tíma og dreg- ið hefur úr framleiðslu. Erlend- ir markaðir hafa opnast og landinn velur sem fyrr lambakjöt á grillið. Ýmsir kjöthlutar, eins og hryggir eru því ófáanlegir í verslunum. í ljósi þessa hefur Norðlenska gefið út verðskrá fyrir komandi dil- kaslátrun í haust þar sem gert er ráð fyrir 15% hækkun afurðaverðs til bænda. „Verðskráin er talsvert breytt frá fyrra ári og er það mat Norðlenska að hún endurspegli enn betur raunvirði gerðar og fitu- flokka en verðskrá síðasta árs. Stefna Norðlenska er sú að þoka verðsk- rám í átt að hlutfallslegu raunvirði innleggs fyrir sölu og vinnslu og er þessi breyting liður í því. Félagið hvetur bændur til að kynna sér verðskrána með þetta í huga. Með því lágmarksverði sem hér er kynnt hækkar meðalverð til innleggjenda um rúm 15% frá árinu 2018, sé tek- ið mið af raun innleggi til félagsins árið 2018,“ segir í tilkynningu frá Norðlenska. Greitt er yfirverð fyrir innlagt kjöt frá viku 35 en það stig- lækkar og lýkur í viku 39. Sláturfélag Suðurlands tilkynnti í lok júní um 8% hækkun afurða- verðs til bænda. Þá er von á að aðrir sláturleyfishafar tilkynni um verð- breytingar á næstu dögum. Mið- að við tilkynningar þessara tveggja fyrirtækja er engu að síður langur vegur frá að bændur fái sama raun- verð fyrir lambakjöt og þeir fengu t.d. haustið 2016. Verð á algengum flokki, R3 í viku 40, er samkvæmt vef Sláturfélags Suðurlands 421 króna fyrir kílóið. Hjá Norðlenska fá bændur í Búsæld 425 kr. fyrir kíló af sama flokki, en bændur utan Bú- sældar 408 kr/kg. Aðrir sláturleyfis- hafar höfðu ekki tilkynnt um slát- urverð í haust þegar þessi frétt var unnin. mm í Samráðsgátt stjórnvalda var síð- astliðinn föstudag birt drög að frumvarpi þar sem lagt er til að aflaheimildum í grásleppu verði út- hlutað til skipa sem eru með rétt til að veiða grásleppu samkvæmt gildandi lögum. í núgildandi fyr- irkomulagi grásleppuveiða er veið- unum stjórnað á grundvelli leyfa og með dagatakmörkunum, en lagt til að veiðistjórn verði breytt úr sókn- arstýringu í aflamarksstýringu. ÚTSALA ENN MEIRI VERÐ- LÆKKUN! SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Lagt til að aflamarksstýring verði tekin upp á grásleppuveiðum „Með því að breyta veiðistjórn á grásleppu mun fara um stjórnunina eftir lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða,“ segir í kynningu. Þá er í frumvarpinu mælt fyrir um að afla- hlutdeild skuli úthlutað út frá veiði- reynslu en ekki á einstök skip eða báta. úthluta skal aflaheimildum á grásleppu til allra þeirra sem hafa rétt til grásleppuveiða samkvæmt núgildandi lögum. Lagt er til að viðmiðunartími verði þrjú bestu veiðitímabil af árunum 2013 til og með 2018. í greinargerð með frumvarpinu segir að stjórn grásleppuveiða með sóknarmarki, eins og tíðkast hefur undanfarin ár, hafi „sætt gagnrýni fyrir að vera ómarkviss og ófyrirsjá- anleg fyrir þá sem stunda veiðarn- ar.“ Um mat á áhrifum frumvarps- ins segir í greinargerð með því: „Ábyrg fiskveiðistjórn er almanna- hagur og með hlutdeildasetningu á grásleppu er stefnu stjórnvalda í fiskveiðistjórn fylgt. Kostirnir eru ótvíræðir; ábyrgari og fyrirsjáan- legri fiskveiðistjórn, meiri sveigjan- leiki fyrir þá sem stunda veiðarnar og einfaldari stjórnsýsla.“ Frumvarpsdrögin verða til um- sagnar á Samráðsgátt stjórnvalda til 26. júlí næstkomandi. mm Grásleppu landað í Stykkishólmi. Ljósm. úr safni/ sá. Svipmynd úr Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey. Bændur geta vænst hærra verðs fyrir dilkakjöt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.