Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 17. júLí 201926 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað fer í taugarnar á þér? Spurni g vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Erlendur Samúelsson „Ekki neitt.“ Auður Þórðardóttir „Frekja.“ Egill Hansson „Raki.“ Snjólaug Guðmundsdóttir „Um þessar mundir, ekki neitt.“ Andri Fannar Sigurjónsson og Hendrik Birnir Andrason „Tuð.“ Bandaríska körfuknattleikskonan Chand- ler Smith hefur samið við Snæfell. Mun hún leika með Stykkishólmsliðinu í Dom- ino‘s deildinni næsta vetur. Chandler hefur leikið við góðan orðstír með liði Gonzaga háskólans í Bandaríkj- unum undanfarin fjögur ár og getur leyst margar stöður á vellinum, hvort heldur í vörn eða sókn. „Það er mikil tilhlökkun hjá Chandler að hefja sinn atvinnumannaferil og sömuleiðis í herbúðum Snæfells að fá hana í hópinn,“ segir í tilkynningu á Fa- cebook-síðu kkd. Snæfells. kgk Káramenn riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Selfyssinga, þegar liðin mættust í elleftu um- ferð 2. deildar karla í knattspyrnu á fimmtudagskvöld. Leikið var á Sel- fossi. Káramenn byrjuðu leikinn ágætlega, léku prýðilega lengst fra- man af fyrri hálfleik og fengu fín færi. Þeim tókst hins vegar ekki að koma boltanum í netið. Það voru Selfyssingar sem brutu ísinn á 41. mínútu þegar Adam Örn Sveinb- jörnsson skoraði eftir hornspyrnu. Á lokamínútu fyrri hálfleiks kom Rafn Ingibergsson heimamönnum í 2-0 með þrumuskoti fyrir utan teig sem söng í netinu efst uppi í fjærhorninu. Selfyssingar fóru því með tveggja marka forystu inn í hléið. Þeir héldu uppteknum hætti eft- ir hléið. Kenan Turudija skoraði stórglæsilegt mark á 52. mínútu. Hann smellhitti boltann af löngu færi svo hann sveif í fjærhornið þar sem hann small í þverslána og inn. Átta mínútum síðar innsiglaði Þór Llorens Þórðarson síðan 4-0 sigur heimamanna þegar hann skoraði úr þröngu færi. Selfyssingar búnir að gera út um leikinn með fjórum mörkum á 20 mínútna leikkafla. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur urðu því 4-0, Selfyssing- um í vil. Kári hefur ellefu stig í ellefta sæti deildarinnar. Næst leikur liðið gegn Þrótti V. á morgun, fimmtudaginn 18. júlí. Sá leikur fer fram á Akranesi. kgk/ Ljósm. Knattspyrnufélag Kára. Körfuknattleikskonurnar Maja Michalska og Gunnhildur Lind Hansdóttir hafa samið við körfu- knattleiksdeild Skallagríms. Munu þær leika með liði Borgnesinga í Domino‘s deild kvenna næsta vet- ur. Maja lék með Skallagrími síð- asta vetur, skoraði 11,1 stig, tók 6 fráköst og gaf 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún er 24 ára göm- ul og leikur stöðu bakvarðar. Gunnhildur er uppalin hjá Skalla- grími og á að baki fjölda leikja fyr- ir meistaraflokk. Hún snýr til baka eftir erfið meiðsli, en hún lék síð- ast með liðinu veturinn 2017-2018. Gunnhildur er 29 ára gömul og leikur stöðu framherja. „Mikil ánægja er með þessa samninga og munu Maja og Gunn- hildur Lind styrkja Skallagrím vel í baráttunni framundan,“ segir í til- kynningu á Facebook-síðu kkd. Skallagríms. kgk/ Ljósm. Skallagrímur Fjórða umferð íslandsmótsins í tor- færu, Bílanaustartorfæran, fer fram í gryfjunum við Fellsenda við Akra- fjall laugardaginn 20. júlí næstkom- andi. Það er Torfæruklúbbur Suð- urlands sem annast framkvæmd keppninnar. Helga Katrín Stefáns- dóttir, formaður klúbbsins, á von á harðri keppni og miklum tilþrif- um: „Keppnin í sumar hefur verið hörð og þrír ökumenn hafa verið í harðri baráttu um íslandsmeistara- titilinn. Það eru þeir Haukur Við- ar á Heklunni, Ingólfur á Guttan- um og Þór Þormar á Thor. Haukur er kominn með smá forskot en það má ekkert út af bregða hjá honum síðustu tvær umferðirnar í mótinu. Það stefnir því í hörkukeppni á laugardaginn,“ segir Helga í sam- tali við Skessuhorn. Þegar hafa 16 keppendur boðað komu sína þegar þessi orð eru rituð síðdegis á fimmtudag. Helga reikn- ar með að fleiri bætist við áður en skráningu lýkur. „Ég veit af tveim- ur sem eru að púsla saman vélum þessa dagana og fleirum í kringum allt land sem eru að íhuga þátttöku. Þannig að ég vona að það bætist nokkrir bílar til viðbótar í hópinn fyrir keppni,“ segir hún. Undanfarið hefur klúbburinn verið að vinna í keppnissvæðinu og það farið að taka á sig mynd. „Við erum búin að vera að grafa og vinna í brautinni í gryfjunum. Ég ligg á bæn þessa dagana og vona að það verði þurrt á keppnisdegi. En svæð- ið lítur mjög vel út og ég á von á hörku sjóvi á laugardaginn,“ segir Helga Katrín að endingu. kgk Bandaríski markvörðurinn Tori Or- nela og Knattspyrnufélag íA hafa komist að samkomulagi um starfs- lok hennar hjá félaginu. Frá þessu er greint á vef KFíA. Tori hefur verið einn af lykil- mönnum íA bæði í ár og í fyrra. Hún hefur leikið fimm leiki með íA í sumar og lék alla deildarleiki liðsins í Inkasso deildinni á síðasta ári. „Af öllu hjarta langar mig að biðjast afsökunar á þeirri skyndi- legu ákvörðun að yfirgefa félagið á miðju tímabili. Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka, en þetta er ekki endirinn á mínum ferli,“ er haft eftir Tori á vef KFíA. „Mig langar að þakka félaginu fyr- ir allt sem það hefur gert fyrir mig undanfarin tvö keppnistímabil. jafnframt langar mig að þakka Hel- enu, Anítu og liðsfélögum mínum fyrir að láta mér líða eins og hluta af fjölskyldunni,“ segir Tori sem þakkar jafnframt stuðningsmönn- um liðsins fyrir veittan stuðning og áhuga á kvennaknattspyrnunni. kgk Körfuknattleiksdeild Snæfells samdi á dögunum við tvo körfu- knattleiksmenn um að leika með liðinu í 1. deild karla í körfuknatt- leik á næsta tímabili. Fyrst var samið við Pavle Kral- jic. Pavle er 19 ára gamall, 207 cm á hæð og leikur stöðu miðherja. Hann er nýútskrifaður úr fram- haldsskóla og verður komandi vet- ur hans fyrsta tímabil sem atvinnu- maður. Mun Pavle leika bæði með meistaraflokki og unglingaflokki næsta vetur. Þá var einnig samið við Banda- ríkjamanninn Brandon Lee Ca- taldo. Hann er 27 ára gamall, 215 cm á hæð og hefur leikið sem at- vinnumaður undanfarin fimm ár á ítalíu, Þýskalandi, í Mongólíu og Ekvador. „Hann og Pavle munu án efa gera liðið betra undir körfunni sem var svæði sem okkur vantaði að bæta frá fyrra ári,“ segir á Facebo- ok-síðu Snæfells. „Næsta tímabil verður án efa spennandi þar sem strákarnir okkar hafa öðlast meiri reynslu og fá inn tvo stóra leik- menn til að passa körfuna.“ kgk Tori Ornela í leik með ÍA fyrr í sumar. Ljósm. úr safni/ gbh. Tori hætt hjá ÍA Maja og Gunnhildur sömdu Chandler Smith í Snæfell Maja Michalska í leik með Skallagrími. Gunnhildur Lind Hansdóttir á vítalínunni. Brandon Lee Cataldo með knöttinn. Tveir stórir í Snæfell Pavle Kraljic í baráttu um frákast. Svipmynd frá torfærukeppni í gryfj- unum við Fellsenda síðasta sumar. Ljósm. úr safni/ Guðbjörg Ólafsdóttir. Torfærukeppni í Akra- fjalli á laugardaginn Fjögurra marka tap á Selfossi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.