Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 17. júLí 201922
Nítján manna hópur á vegum
hlaupahópsins Flandra í Borgar-
nesi tók þátt í hinu árlega Lauga-
vegshlaupi síðastliðinn laugardag.
Hlaupaleiðin er frá Landmanna-
laugum niður í Þórsmörk, samtals
um 53 km, og var hlaupið nú haldið
í 23. sinn. Aðeins fimm úr hópnum
höfðu tekist á við þessa þrekraun
áður, en engu að síður náði allur
hópurinn að skila sér í mark inn-
an tilskyldra tímamarka. Alls luku
513 keppendur hlaupinu. Bestum
árangri Flandrara og föruneytis
þeirra náðu Strandamaðurinn Birk-
ir Þór Stefánsson, sem endaði í 28.
sæti á 5:48:21 klst. Þá varð Stefán
Gíslason í fyrsta sæti í aldurshópn-
um 60-69 ára á tímanum 6:05:48.
Undirbúningur Flandrara fyrir
Laugavegshlaupið hófst, að sögn
Stefáns Gíslasonar, fyrri hluta síð-
asta vetrar, en þá var ljóst að stór
hluti hlaupahópsins hugði á þátt-
töku. „Gengið var frá skráning-
um strax og miðasala hófst í janú-
ar, en miðar í hlaupið seldust upp
á nokkrum klukkustundum. Þegar
voraði var tekið til við langar utan-
vegahlaupaæfingar, svo sem upp og
niður Hafnarfjallið og fram og til
baka eftir Skarðsheiðarveginum á
milli Melasveitar og Hreppslaugar.
Á þessu tímabili heltist aðeins einn
úr lestinni vegna meiðsla, sem má
telja vel sloppið þegar haft er í huga
að nokkrir í hópnum höfðu litla
reynslu af löngum hlaupum áður
en ákvörðun um þátttöku var tek-
in,“ segir Stefán.
Laugavegsferð Flandra hófst í
Borgarnesi klukkan 3:30 aðfarar-
nótt laugardags, en þaðan var ekið
á tveimur fjallabílum upp í Land-
mannalaugar þar sem hlaupið var
ræst klukkan 9 árdegis. Veðrið
þennan dag var þurrt og óvenju
milt, en þó var golan heldur í fangið
og þegar leið á daginn var hitastig-
ið komið upp fyrir þægindamörk
margra hlaupara. Margir lentu í
erfiðleikum vegna krampa í fótum
og gilti það jafnt um Flandrara sem
aðra þátttakendur. Sem fyrr segir
skiluðu allir sér þó í mark heilu og
höldnu og um miðnætti voru flest-
ir komnir til síns heima eftir anna-
saman dag. mm
Stefán Gíslason (í miðjunni) varð fyrstur í mark í flokki 60-69 ára. Með honum á
myndinni eru Jón Grímsson úr ÍR (3. sæti) og Halldór Brynjarsson úr UFA (2. sæti).
Ljósm. Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir.
Nítján Flandrarar í Laugavegshlaupinu
Á meðfylgjandi töflu má sjá samantekt á árangri nítjánmenninganna, en því
má svo bæta við að fjögurra manna karlasveitin „Flandrar“ varð í 4. sæti (af 11) í
sveitakeppni karlasveita.
Nokkrir af fljótustu hlaupurunum tilbúnir í verkefni dagsins. F.v. Gunnar Viðar,
Almar, Kristinn og Bjarni. Hlaupurum var skipt í fjóra ráshópa eftir ætluðum
árangri og var fyrsti ráshópur auðkenndur með gulum númerum.
Ljósm. Ingveldur H. Ingibergsdóttir.
Stefán Gíslason og Bjarni Þór Trausta-
son komnir að fyrstu drykkjarstöð við
Hrafntinnusker, 10 km að baki.
Ljósm. Sigurbjörg Hulda
Guðjónsdóttir.
Kristinn Óskar Sigmundsson fisléttur
við endamarkið í Þórsmörk eftir 53 km
hlaup um óbyggðir.
Ljósm. Kristín Gísladóttir.
Landslið íslands í hestaíþróttum,
sem keppir á Heimsmeistaramóti
íslenska hestsins í Berlín 4.-11.
ágúst, var kynnt á mánudag. Sig-
urbjörn Bárðarson landsliðsþjálf-
ari fór yfir val á knöpum og hest-
um liðsins. Þar var litið til árangurs
á þremur WorldRanking-mótum
og var íslandsmótið í byrjun mán-
aðarins það síðasta af þeim mótum.
Þá var sömuleiðis litið til árangurs
knapa á stórmótum erlendis.
Fjórir knapanna urðu heims-
meistarar árið 2017 og hafa rétt á
að verja sína titla á komandi heims-
meistaramóti. Þeir eiga því öruggt
sæti í liðinu. Sjö knapar eru valdir
í flokki fullorðinna og fimm í ung-
mennaflokki. Þá verða sex hross frá
íslandi í kynbótasýningu á mótinu.
Meðal keppenda eru Vestlend-
ingarnir jakob Svavar Sigurðsson
og Máni Hilmarsson, sem báð-
ir urðu heimsmeistarar árið 2017.
jakob Svavar og júlía frá Hamarsey
keppa í fjórgangi og tölti og Máni
og Lísbet frá Borgarnesi keppa í
fjórgangi og slaktaumatölti.
Aðrir ríkjandi heimsmeistarar
eru Gústaf Ásgeir Hinriksson, sem
keppir á Sprota frá Innri-Skelja-
brekku í fimmgangi, gæðingaskeiði
og slaktaumatölti. Þeir eiga báðir
rætur sínar á Vesturlandi sem og
Konráð Valur Sveinsson sem keppir
á Losta frá Ekru í 100 m skeiði,
gæðingaskeiði og 250 m skeiði.
í flokki fullorðinna keppa Árni
Björn Pálsson og Flaumur frá Sól-
vangi í fjórgangi og slaktauma-
tölti, Ásmundur Ernir Snorrason
og Frægur frá Strandarhöfða í fjór-
gangi og slaktaumatölti, Bergþór
Eggertsson og Besti frá Upphafi í
250 m skeiði, gæðingaskeiði og 100
m skeiði, Guðmundur Björgvins-
son og Glúmur frá Þóroddsstöðum
í 100 m skeiði og 250 m skeiði, jó-
hann Rúnar Skúlason og Finnbogi
frá Minni-Reykjum í tölti og fjór-
gangi, Olil Amble og Álfarinn frá
Syðri-Gegnishólum í fimmgangi,
tölti og gæðingaskeiði og Teitur
Árnason og Dynfari frá Steinnesi í
gæðingaskeiði, 100 m skeiði og 250
m skeiði.
í flokki ungmenna keppa Ás-
dís Ósk Elvarsdóttir og Kolt-
inna frá Varmalæk í tölti og fjór-
gangi, Benjamín Sandur Ingólfs-
son og Messa frá Káragerði í gæð-
ingaskeiði, 250 m skeiði og 100 m
skeiði, Glódís Rún Sigurðardótt-
ir og Trausti frá Þóroddsstöðum í
fimmgangi, gæðingaskeiði, slak-
taumatölti og 100 m skeiði, Hákon
Dan Ólafsson og Stirnir frá Skriðu í
fjórgangi og slaktaumatölti og Ylfa
Guðrún Svafarsdóttir og Bjarkey
frá Blesastöðum í fimmgangi og
gæðingaskeiði.
Kynbótahross frá Ís-
landi verða eftirfarandi:
Elja frá Sauðholti, 7 v. og eldri,
knapi Árni Björn Pálsson
Nói frá Stóra-Hofi, 7 v. og eldri,
knapi Árni Björn Pálsson
Eyrún Ýr frá Hásæti, 6 v., knapi Ey-
rún Ýr Pálsdóttir
Spaði frá Barkarstöðum, 6 v., knapi
Helga una Björnsdóttir
Mjallhvít frá Þverholtum, 5 v.,
knapi Þórður Þorgeirsson
Hamur frá Hólabaki, 5 v., knapi
Tryggvi Björnsson.
„Mikill hugur er í liðsmönnum
og væntingar um góðan árangur
í mótinu,“ segir á vef Landssam-
bands hestamannafélaga. Hestarn-
ir fljúga áleiðis til Berlínar 29. júlí
í fylgd nokkurra knapa og fulltrúa
landsliðsnefndarinnar. Landslið-
ið flýgur síðan út tveimur dögum
síðar, en mótið hefst sem fyrr seg-
ir sunnudaginn 4. ágúst næstkom-
andi.
kgk
Landsliðið í hestaíþróttum sem keppir á heimsmeistaramótinu í Berlín. Ljósm. Landssbamand hestamannafélaga.
Landsliðið í hestaíþróttum kynnt