Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 17. júLí 2019 15 Fríform ehf. Askalind , Kópavogur. 6 – Friform.is Mán.–Fös. 09–17 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Keppt verður í Álmanninum svo- kallaða á Akranesi miðvikudaginn 24. júlí, eftir rétta viku. Álmaðurinn er óhefðbundin þríþrautarkeppni þar sem synt er, hlaupið og hjólað. Keppnin hefst á íþróttasvæðinu við jaðarsbakka kl. 19:00. Þaðan er hjólað upp að Akrafjalli. Þegar þangað er komið hlaupa keppendur frá Akrafjallsrótum upp á Háahnúk og aftur niður. Því næst er sest aftur á hjólið og hjólað sem leið liggur á Langasand þar sem við tekur síðasti hluti þríþrautarinnar; 400 metra sjósund. Keppt er bæði í einstaklings- og liðakeppni, en þá eru þrír í hverju liði; einn sem hjólar, einn sem hleypur og einn sem syndir. kgk Keppendur í Álmanninum bíða þess að keppnin verði ræst. Ljósm. úr safni. Keppt í Álmanninum í næstu viku Meðfylgjandi mynd var tekin í Borgarfirði síðastliðinn fimmtudag. Þar má sjá bústna bláberjagrænjaxla á lyngi. Svo virðist sem langvarandi þurrkar í sumar hafi ekki haft áhrif á sprettu þeirra, en nú eiga þeir ein- ungis eftir að blána. Gera má ráð fyrir að um eða eftir næstu mán- aðamót megi halda til berja víða um vestanvert landið. mm Gott útlit með berjasprettu í sumar Á leiðinni norður hafði verið svo mikið óveður, snjór og vont veður í Öxnadal og fylgt honum alveg til Akureyrar. Hélt veðrið sama hætti fram að helginni þegar loksins var hægt að moka. „Maður lifði bara eins og kóngur á Hótel Kea og lét fara vel um sig á meðan á óveðrinu stóð. Þarna var maður hálfpartinn þvingaður í frí, það er svona öðru- vísi hangs.“ Var rekinn heim úr vinnunni 8. júní síðastliðinn hélt júlíus upp á 70 ára afmæli sitt í Þinghamri á Varmalandi. Þar komu saman um hundrað manns til þess að fagna deginum með honum. „Ég var hálf- partinn rekinn heim úr vinnunni til þess að fara heim og hvíla mig smávegis fyrir veisluna,“ segir júlli. „Það var mikið dansað og mik- ið stuð og var veislan virkilega vel heppnuð,“ bætir Inga Finna við. „Ég fékk í afmælisgjöf aðra leið- ina út, ég ætla að bíða þangað til ég verð áttræður, þá kannski gefa þau mér fyrir farinu heim,“ segir júlli að endingu og hlær. glh Júlli við Man flutningabíl M-11, á þeim árum þegar hann starfaði hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Mynd er frá 1984. Hluti af bílaflota Flutningastöðvar Borgarness ehf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.