Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 17. júLí 201918 Það er ekki óalgengt að sjá börn jafnt sem fullorðna bregða sér nið- ur á bryggju með veiðistöng síð- degis og á kvöldin, sér til ánægju eða til að veiða í soðið, nema hvort tveggja sé. Algengt er að draga mar- hnúta upp úr höfninni en stundum bíta aðrar tegundir á krókinn, stöku þyrsklyngar og makríll á sumrin, sem dæmi. jafnan eru þessi fiskir í smærri kantinum. Þeir verða því að teljast heldur fengsælir lithá- ísku starfsmennirnir sem voru við kvöldveiði á Akraneshöfn á þriðju- daginn í síðustu viku. Drógu þeir myndarlega lúðu upp úr höfninni sem vigtaði hvorki meira né minna en 11 kíló. Meðfylgjandi mynd af fisknum tók Engilbert Runólfsson. Kvaðst hann í samtali við Skessuhorn vart hafa trúað eigin augum þegar hann sá vigtina á fiskinum og taldi með hreinum ólíkindum að svo stór fiskur hafi veiðst í höfninni. kgk Það rigndi dálítið á sunnudaginn en það var ekki nógu mikil úrkoma til að gera gagn, það þarf miklu meira en þetta Við vorum í Hítará við veiðar,“ sagði júlíus Bjarni Bjarna- son í samtali við tíðindamann Skessuhorns. Nokkrir laxar veidd- ust þann daginn. „Ég var að koma úr Kjarará og þegar ég fór heim voru komnir ell- efu laxar í hollinu, en hollið á und- an veiddi fimm laxa,“ sagði Baldur Hermannson en Þverá og Kjarará hafa gefið um 190 laxa og veiðin togast rólega upp á við þessa dag- ana. „Það er mikið af löxum í djúpu hyljunum í ánni, eins og í Horn- hyl og Hellgate. í Réttarhyl vit- um við um risafisk, líklega um 30 punda ferlíki.“ Baldur segir að lax- inn bunki sig í dýpstu hyljina og taki mjög illa því sem veiðimenn bjóða þeim. „já það hefur mest ver- ið sól og hægviðri síðustu daga. Það rignir lítið hjá okkur líkt og víðar í landshlutanum,“ sagði Baldur. Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum eru byrjaðar að gefa fiska og síðasta holl nældi í þrjá laxa og 33 bleikjur. Veiðimenn sáu töluvert af fiski nið- ur í lóninu, bæði laxa og bleikjur. Veiðin er því rétt að komast af stað og fiskurinn farinn að gefa sig. gb Bæjarráð Akranes fór yfir fram- kvæmd írskra daga á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag. ísólfur Har- aldsson, forsvarsmaður Vina hallar- innar sem heldur Lopapeysuballið á laugardagskvöldi hátíðarinnar, mætti á fundinn. „Bæjarráð vill þakka öll- um þeim sem tóku þátt í að skipu- leggja og taka þátt í að gera upp- lifun íbúa og gesta á írskum dög- um á Akranesi eins vel heppnaða og raun bar. Bæjarráð þakkar ísólfi fyr- ir greinargóðar upplýsingar á fund- inum og tekur undir orð hans um að skerpa þurfi á undirbúningi fyrir næsta ár svo öryggi gesta verði tryggt þegar svo mikill fjöldi kemur saman til skemmtanahalds.“ Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í liðinni viku varð talsverður troðning- ur við miðasölu á Lopapeysuna þegar margir komu að á sama tíma. Skapað- ist um tíma hættuástand. Nú er stefnt á að það endurtaki sig ekki að ári. mm Sumarferð Félags skógarbænda á Vesturlandi verður að þessu sinni farin 7. ágúst, hringferð um innan- vert Snæfellsnes og Skógarströnd. „Rútan fer frá Búðardal um kl. 8:50 að Lindartungu í Kolbeinsstaðar- hreppi og fer þaðan kl. 09:30, en þar getur fólk geymt bíla sína. Stefnt er að því að vera komin aftur að Lind- artungu um klukkan 17. Fyrsti við- komustaður er Landgræðsluskóg- urinn í Hrossholti. Þvínæst er far- in Vatnaleið, þá um Álftafjörð og á Skógarströnd. Þar verða heim- sóttar skógarjarðir og bændur segja frá sínu. Sumsstaðar verður farið í stuttar skoðunargöngur. Um há- degisbil verður áð hjá Guðrúnu og Kristni á Hálsi. Þau hafa góðfús- lega boðið fram Hlöðusal sinn en stjórn FSV leggur til matföng. Það- an verður ekið áfram inn ströndina rétt innfyrir Heydalsvegamót. Síð- an haldið suður Heydal að Lindar- tungu og loks í Búðardal. Lifandi lýsingar og jafnvel skemmtisögur verða í rútunni. Kostnaður fer eft- ir fjölda en reikna má með 5.000 - 7.000 kr. á mann. -fréttatilk. Flestar laxveiðár á Vesturlandi eru í sumar langt undir meðalveiði, sum- ar vart svipur hjá sjón. Veiðin er snöggtum skárri í ánum á Norður- landi og Rangánum á Suðurlandi. Þurrkar með tilheyrandi vatnsleysi, auk lélegra árganga í laxabúskapn- um, eru stærsta ástæðan fyrir lítilli veiði á Vesturlandi. Veiðitölur sem Landssamband veiðifélaga gefur út vikulega vitna um erfiðar aðstæð- ur til veiða. úr Norðurá í Borgar- firði voru komnir 83 laxar á land á miðvikudaginn í síðustu viku, sem er tíundi hluti þess sem var á sama tíma í fyrrasumar. Líklega hefur upphaf veiðitímabilsins aldrei ver- ið jafn slæmt þar og nú. úr Þverá og Kjarará voru komnir 140 laxar á land á miðvikudaginn, en viku- veiðin var 49 laxar svo heldur hefur glæðst þar yfir. í Haffjarðará höfðu 133 laxar veiðst, en ársveiðin þar í fyrrasumar var 1545 laxar. Urriðafoss í Þjórsá er efst á lista íslensku ánna með 502 laxa síðast- liðinn miðvikudag, en vikuveiðin þar var 75 laxar. Þar sem þetta er fremur nýtt stangveiðisvæði er ekki hægt að bera saman mörg ár aftur í tímann. Nýjustu veiðitölur er alla mið- vikudaga hægt að finna á angling.is. mm Lúðan er líklega með stærri fiskum sem veiðst hafa í Akraneshöfn í gegnum tíðina. Ljósm. er. Drógu ellefu kílóa lúðu úr höfninni Skógarbændur stefna á ferð um Snæfellsnes og Skógarströnd Svipmynd úr safni af Laxfossi í Norðurá. Veiðin í Norðurá tíundi hluti þess sem var í fyrra Veiðimaður kastar flugunni í Selstrengnum í Kjarará. Ljósm. Baldur. Risafiskur í Réttarhylnum Skerpa á undirbúningi fyrir næsta Lopapeysuball Svipmynd frá Lopapeysunni 6. júlí. Ljósm. Mummi Lú.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.