Skessuhorn - 31.07.2019, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 31. júLí 2019 5
Ert þú
áskrifandi?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík
Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is
Mikið úrval varahluta í Ifor Williams kerrur
og allar aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu
Ifor Willams Kerrur
í öllum stærðum og útfærslum
Skagamaðurinn Andri Snær Axels-
son keppti ásamt fimm öðrum ís-
lendingum á Ólympíuleikunum í
stærðfræði sem fram fóru í Bath á
Englandi nú fyrir skömmu. Náði
Andri Snær þar frábærum árangri
og hlaut heiðursviðurkenningu.
„Þetta var alveg rosalega skemmti-
legt. Það var mjög sérstakt að taka
þátt og eiginlega smá súrrealískt,“
segir Andri Snær þegar Skessu-
horn heyrði í honum. „Á Ólympíu-
leikunum keppa sex keppendur frá
hverju landi sem tekur þátt. Þarna
voru keppendur frá stórum löndum
eins og Kína og Bandaríkjunum og
eru þeir taldir vera meðal þeirra
bestu í heimi og það var virkilega
gaman að fá að keppa við þá,“ held-
ur Andri Snær áfram.
Á Ólympíuleikunum leysa kepp-
endur sex dæmi á tveimur dögum og
hafa þau samtals níu klukkustund-
ir til að leysa öll dæmin. „Þetta er
í rauninni bara próf og hæsta ein-
kunn vinnur. Þetta er samt gjör-
ólíkt öllum stærðfræðiprófum sem
þú myndir sjá í skólum, ekki bara
erfiðara heldur líka ólíkt stærð-
fræðilega séð.“
Andri Snær stundar nú nám í
Menntaskólanum í Reykjavík og
stefnir á að útskrifast næsta vor og
tekur þá stefnuna á stærðfræði í há-
skóla. Aðspurður segir hann stærð-
fræðina þó ekki alltaf hafa legið vel
fyrir sér. „í grunnskóla, áður en ég
fór í unglingadeild, þoldi ég alls
ekki stærðfræði. Þegar ég var svo
kominn í unglingadeild fór ég að fá
áhuga á henni og sjá betur hversu
flott grein þetta er,“ segir hann.
Auk Andra Snæs voru í liði ís-
lendinga þau Arnar Ágúst Krist-
jánsson, Árni Bjarnsteinsson og
Vigdís Gunnarsdóttir nemendur
í MR, Friðrik Snær Björnsson úr
MA og Tómas Ingi Hrólfsson úr
MH. Þjálfari íslenska liðsins er Álf-
heiður Edda Sigurðardóttir og far-
arstjóri var jóhanna Eggertsdóttir,
stærðfræðikennari í MR.
arg
Þau Katrín Guðjónsdóttir og Mar-
ius Ciprian Marinescu hafa fest
kaup á Kaffihúsinu Lesbókinni
á Akranesi og munu á morgun,
fimmtudaginn 1. ágúst, opna þar
nýtt kaffihús undir nafninu Skaga-
kaffi. Katrín hefur lengst af unnið
hjá Símanum en núna síðast vann
hún á innkaupasviði hjá Landspít-
alanum. Marius er línukokkur og
hefur unnið víða en kom til íslands
til að vinna fyrir tveimur árum. „Við
búum eins og er í Reykjavík en okk-
ur langar að flytja á Akranes. Ég er
sjálf frá ísafirði en Marius frá Rúm-
eníu, svo það verður breyting fyrir
hann að flytja svona í smábæ,“ seg-
ir Katrín kímin þegar blaðamaður
Skessuhorns heyrði í henni.
Hjá Skagakaffi verður hægt að fá
alla hefðbundna kaffidrykki og kök-
ur auk þess sem boðið verður upp á
smá a la carte matseðil. „Við mun-
um bjóða upp á nokkrar tegundir af
kökum hverju sinni og á matseðl-
inum verðum við með léttan mat,
taco, salat og eitthvaði í þeim dúr,“
segir Katrín.
En hvernig vildi það til að þau
ákváðu að fara í kaffihúsarekstur á
Akranesi? „Við fórum í smá bílferð
upp á Skaga. Marius hafði aldrei
farið þangað og varð yfir sig hrif-
inn. Daginn eftir sáum Lesbókina
auglýsta til sölu. Við öfluðum meiri
upplýsinga og eftir það ákváðum við
bara að slá til,“ svarar Katrín. „Við
sáum tækifæri í þessu fyrir okkur að
gera eitthvað saman. Marius mun
sjá um matinn og mitt hluverk er
að sjá til þess að viðskiptavinir okk-
ar fái sitt. Þetta er alveg nýtt fyr-
ir mér en mig hlakkar til að taka á
móti fólki og veita góða þjónustu,“
segir Katrín. Af tilefni opnunar-
innar verður tilboð fram á laugar-
dag þar sem 20% afsláttur verður
af þremur tacoum á matseðli. „Við
viljum þakka öllum sem hafa að-
stoðað okkur, sérstaklega foreldr-
um mínum og eigendum og yfir-
kokki á Bastard veitingahúsi,“ segir
Katrín að endingu.
arg/ Ljósm. aðsendar.
Andri Snær Axelsson keppti fyrir
skömmu á Ólympíuleikunum í stærð-
fræði sem fram fóru í Englandi.
Ljósm. aðsend
Hlaut heiðursviður-
kenningu á Ólympíu-
leikunum í stærðfræði
Síðustu daga hafa þau Katrín og
Marius staðið í ströngu við að taka
kaffihúsið í gegn fyrir opnun.
Skagakaffi verður opnað á morgun
Katrín Guðjónsdóttir og Marius Ciprian Marinescu opna kaffihúsið Skagakaffi á
Akranesi á morgun.