Skessuhorn - 31.07.2019, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 31. júLí 201914
Danshöfundurinn Anna Kolfinna
er einn þeirra listamanna sem
tekur þátt í listahátíðinni Plan-B
sem haldin verður í Borgarnesi í
ágúst. Á hátíðinni stendur hún
fyrir gjörningi í Borgarneskirkju
9. ágúst og leitar hún að konum
á aldrinum 12 til 80 ára frá Borg-
arnesi og nágrenni til að taka þátt
í honum. Gjörningurinn Önnu er
hluti af röð gjörninga undir yf-
irskriftinni „Yfirtaka“, þar sem
listakonan gerir tilraunir til að
taka yfir rými með hjálp kvenna úr
mismunandi áttum í samfélaginu.
Sýningin í Borgarneskirkju verð-
ur þriðja yfirtakan, en um er að
ræða verk sem er einfalt að upp-
byggingu og hugsað sem nokk-
urs konar athöfn þar sem hópur
kvenna á ólíkum aldri notar okur,
samstöðu og raddbeitingu til að
taka yfir rýmið.
Allar konur sem hafa áhuga á
að taka þátt geta haft samband
við Önnu Kolfinnu í tölvupósti
á annakolfinna@gmail.com. Fyr-
ri sviðsreynsla er ekki skilyrði,
né íslenskukunnátta. Tvær æfin-
gar verða í kirkjunni dagana fyrir
sýningu.
kgk
Óskar eftir konum til
að taka þátt í gjörningi
Plan-B Art Festival verður hald-
in í þriðja sinn í Borgarnesi helgina
9.-11. ágúst næstkomandi. Listahá-
tíðinni verður þó þjófstartað degi
fyrr. Fimmtudaginn 8. ágúst heldur
Inga Björk Margrétar Bjarnadótt-
ir erindi í Safnahúsi Borgarfjarð-
ar þar sem hún útskýrir samtímalist
og hvers vegna erfitt getur reynst
að skilja hana. Inga Björk er einn
af stofnendum og skipuleggjend-
um hátíðarinnar. Hún, ásamt Sig-
ursteini Sigurðssyni, Báru Dís Guð-
jónsdóttur, Sigrúnu Gyðu Sveins-
dóttur og Loga Bjarnasyni, hefur
frá byrjun árs hægt og rólega verið
að setja saman dagskrá hátíðarinn-
ar sem nær hápunkti eftir tvær vik-
ur. Skessuhorn hitti á einn af skipu-
leggjendunum Plan-B listahátíðar-
innar, Sigurstein Sigurðsson, fyrir
helgi sem segir undirbúninginn hafa
gengið vel.
Tryggir bakhjarlar
„Plönin ganga vel og það eru eng-
in vandamál í gangi,“ segir Sigur-
steinn sem er líka einn af stofnend-
um hátíðarinnar. „Við höfum aðeins
þurft að hliðra til dagskránni en það
er eðlilegt á svona hátíðum að at-
riði detti út einhvern tímann í und-
irbúningnum. Þá setjum við annað
atriði í staðinn. Þetta eru ákveðnar
hrókeringar. En við vorum til dæm-
is að enda við að skipuleggja partý-
ið.“ í ár verður aðal sýningarrýmið á
neðstu hæð í húsnæði Arion Banka
við Digranesgötu 2 í Borgarnesi.
„Það er virkilega flott rými, bjart
og gott og æðislegt að hafa klettana
þarna á bakvið. Mjög smart rými
fyrir listina og við erum sannarlega
spennt fyrir því. Arion Banki er að
standa vel við bakið okkar í ár og við
erum rosalega stolt og ánægð með
það. Við erum að fá góða og trygga
bakhjarla í ár. Landnámssetrið hef-
ur verið bakhjarl hátíðarinnar frá
upphafi og styrkir okkur mjög höfð-
ingjalega ár hvert. Að auki er B59
hótel að styrkja okkur mjög rausn-
arlega eins og Arion Banki. Svo eru
önnur fyrirtæki sem leggja líka til
hátíðarinnar, eins og þau geta, og
það er mikil gleði hjá okkur skipu-
leggjendum að fá þennan stuðning
frá atvinnulífinu,“ segir Sigursteinn
stoltur og bætir jafnframt við að eft-
ir opnunardaginn, síðar um kvöld-
ið, verði slegið upp opnunarpartýi
þangað sem allir eru velkomnir.
Listahátíðin Plan-B verður haldin í Borgarnesi
Nokkrir sýningarstaðir
Sýningarstaðirnir eru dreifðir um
Borgarnes í ár. Eins og fyrr seg-
ir verður aðalsýningarrýmið í hús-
næði Arion Banka. Á laugardeg-
inum verður gjörningakvöld sem
fram fer í gamla fjósinu í Einars-
nesi, rétt fyrir utan Borgarnes en
þar er sýningarrýmið Space of Milk
sem Sigríður Þóra Óðinsdóttir rek-
ur, og er gjörningakvöld hátíðar-
innar ávallt vel sótt að sögn Sigur-
steins. „í fyrra voru um 150 manns
sem mættu og það var geggjuð
stemning sem myndaðist í gamla
fjósinu. Þetta er í rauninni algjör
yfirtaka af listamönnum á rýminu
sem sýna listir sínar og gjörning í
einn og hálfan til tvo tíma. Þetta er
alveg dásamlega stund.“
Auk þess er gott samstarf við
Borgarneskirkju sem styrkir há-
tíðina um sýningarrými. Þar verð-
ur kórverk sýnt sem gjörningur og
sviðslistaverk sem Sigursteinn segir
vera skemmtilegt sjónarspil og eitt-
hvað fyrir eyrun á sama tíma en í
verkinu koma konur úr Borgar-
byggð fram.
„Það hefur líka verið draumur
hjá mér að vera með mikið af úti-
listaverkum. Hingað til hefur ver-
ið takmarkað magn af slíkum um-
sóknum en mun meira í ár. Það eru
svona trend sem myndast í lista-
heiminum. Til dæmis í fyrra þá var
annar hver maður sem sótti um á
hátíðinni með vídeó listaverk, en í
ár var mjög mikið af fólki með úti-
listaverkum, sem er eins og tón-
list í mín eyru,“ segir Sigursteinn
ánægður með þróunina.
Vegglist er ekki
skemmdarverk
Götulistadúóið og handhafar
Hönnunarverðlauna íslands, Krot
& Krass, verða með á Plan-B há-
tíðinni í ár og er Sigursteinn yfir
sig spenntur með þátttöku þeirra í
hátíðinni. „Þeir hafa verið að gera
góða hluti með götulist. Það var
planið að fá þau til okkar í fyrra en
sumarið hreinlega bauð ekki upp á
þær aðstæður sem þarf til að vinna
svona verk. Núna í ár er andstæðan
og við sjáum fram á að geta verið
með verk eftir þau sem kemur þá til
með að prýða Borgarnes um ókom-
in ár. Eins og er þá erum við að
leita að vegg, hann er ekki fundinn
en það eru nokkrir álitlegir vegg-
ir sem eru í sigtinu og koma vel til
greina. Það er bara spurning hvaða
veggflötur verður fyrir valinu. Við
viljum hafa þetta áberandi í bæn-
um enda mikið prýði,“ segir Sigur-
steinn áhugasamur.
Oft hefur vegglist verið gagn-
rýnd fyrir að vera krot en Sigur-
steinn þvertekur fyrir að svo sé.
„Það er algengur misskilningur að
þetta séu skemmdarverk. Það er
eitthvað sem heitir veggjakort þar
sem úðað er á veggi í hugsunarleysi
og aðal markmiðið er að skemma
frekar en að fegra. Vegglist aftur á
móti er eitthvað sem stíllinn hefur
verið í einhver ár að þróast og er
útpælt hverju sinni. Þetta er líka
mjög áhrifarík leið til að hafa já-
kvæð áhrif á umhverfið. Til dæm-
is þá er borin meiri virðing fyr-
ir veggjum sem búið er að skreyta
með vegglistaverki og síður krot-
að á slíka veggi,“ útskýrir Sigur-
steinn sem gerði rannsókn á veggl-
ist í námi sínu sem arkitekt á sínum
tíma og því vel kunnugur efninu.
Listamenn fá greitt
Hátíðin hefur verið að sækja í sig
veðrið síðan hún var sett á laggirn-
ar árið 2016. Plan-B hefur fengið
góðar viðtökur, bæði meðal íbúa í
Borgarbyggð en einnig í listasen-
unni á íslandi. „Plan-B hefur ver-
ið lýst sem því ferskasta sem er að
gerast í samtímalist á íslandi í dag.
Við fengum til dæmis tilnefningu
til Eyrarrósarinnar sem er ákveðin
staðfesting á gæðum hátíðarinnar,
en það eru verðlaun sem veitt eru
framúrskarandi menningarverkefn-
um á starfssvæði Byggðarstofnunar.
Við erum himinlifandi með þessar
viðurkenningar sem hátíðin er að
fá,“ segir Sigursteinn stoltur. „Þetta
er grasrótarhátíð, alþjóðleg hátíð,
og við viljum að þetta sé vettvangur
fyrir upprennandi listamenn, ekki
síður en þá sem reyndari eru. Við
þekkjum til nokkurra sem hafa ver-
ið að gera góða hluti í listaheim-
inum og jafnvel tilnefnd til verð-
launa og hvað eina, sem voru að
stíga sín fyrstu skref hjá okkur. Þar
viljum við vera, þarna í byrjuninni
hjá listafólki. Að auki borgum við
öllum listamönnum fyrir framlag-
ið sitt, það hefur verið prinsipp frá
fyrsta degi sama hversu blönk við
höfum verið. Þetta eru ekki háar
upphæðir en með því að borga sýn-
um við verðskuldaða virðingu fyrir
framlag sitt til hátíðarinnar. Sömu-
leiðis þá setja listamenn á sín CV að
þeir hafa tekið þátt í hátíðinni og
það gleður okkur að listamenn séu
stoltir af því að sýna hjá okkur.
Góð bæjarkynning
Skipuleggjendur hátíðarinnar segja
hátíðina vera góð kynning fyrir
Borgarnes og nærsvæði og leggja
mikla áherslu á að koma bænum á
kortið. „Það eru margir sem koma
hingað á hátíðina sem hafa aldrei
komið til Borgarness. Flestir þeirra
þekkja ekkert annað en sjoppurnar
við inngang bæjarins. Við reynum
að fá fólk til að staldra við, anda að-
eins og njóta umhverfisins, í stað-
in fyrir að vera í þessu stress um-
hverfi sem umlykur sjoppurnar og
ýtir eingöngu undir það að fólki
drífi sig áleiðis,“ segir Sigursteinn
og hristir hausinn. Það hefur ver-
ið stígandi með hátíðinni síðustu
árin og fleiri sem koma á Plan-B
ár hvert. „Það kostar ekkert inn á
hátíðina, það er bara að koma og
njóta,“ segir Sigursteinn að end-
ingu. Upplýsingar um hátíðina má
finna á öllum helstu samfélagsmiðl-
um undir Plan-B Art Festival og á
heimasíðu þeirra, www.planbart-
festival.is.
glh
Sigursteinn Sigurðsson, einn af stofnendum og skipuleggjendum Plan-B.