Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2019, Síða 15

Skessuhorn - 11.09.2019, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPtEMBER 2019 15 Einar Eylert Gíslason fyrrver- andi bóndi, ráðunautur og bú- stjóri, er látinn 86 ára að aldri. Ein- ar var fæddur 5. apríl 1933 á Akra- nesi. Foreldrar hans voru Gísli Ey- lert Eðvaldsson hárskerameistari og Hulda Einarsdóttir kaupkona. Einar lauk búfræðiprófi frá Hvann- eyri, var síðan í verklegu búfræði- námi í Danmörku og Svíþjóð og út- skrifaðist sem búfræðikandídat frá Hvanneyri 1955. Einar var ráðu- nautur í nautgriparækt fyrir Naut- griparæktarsamband Borgarfjarð- ar 1955-58, bóndi á Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðarhreppi 1958-60, bú- stjóri og tilraunastjóri fjárræktar- búsins á Hesti í Borgarfirði 1960-74 en fluttist eftir það norður í Skaga- fjörð þar sem hann bjó og starfaði alla tíð síðan. Hann gerðist fyrst héraðsráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Skagfirðinga 1974-84 en var jafnframt bóndi á Syðra-Skörðugili 1974-2000. Hann stundaði sauð- fjárrækt, hrossarækt og loðdýra- rækt. Einar á Skörðugili lét mikið til sín taka í félagsstörfum fyrir bændur og var raunar frumkvöðull á því sviði. Meðal annars sat hann í stjórn Fé- lags hrossabænda, sat í stjórn Sam- bands íslenskra loðdýraræktenda, var framkvæmdastjóri Hrossarækt- arsambands Skagfirðinga, vann að stofnun Loðdýraræktarfélags Skag- firðinga og var stofnandi og for- maður Félags hrossabænda í Skaga- firði. Einar var aðalhvatamaður að stofnun fóðurstöðvarinnar Mel- rakka hf. á Sauðárkróki, vann að stofnun Félags sauðfjárbænda í Skagafirði og var aðalhvatamað- ur að stofnun Landssamtaka sauð- fjárbænda og sat í stjórn félagsins fyrstu árin. Útför Einars Eylerts Gíslasonar verður gerð frá Glaumbæjarkirkju í Skagafirði föstudaginn 13. septem- ber klukkan 14.mm/ Ljósm. Eiðfaxi. Alls bárust 44 athugasemdir vegna tillögu að breyttu aðalskipulagi Reykhólahrepps vegna legu nýs Vestfjarðarvegar. Sveitarstjórn samþykkti sem kunnugt er í vetur að svokölluð Þ-H leið yrði sett inn á aðalskipulag, en þar er gert ráð fyrir vegagerð um teigsskóg. Í 33 athugasemdum af 44, eða 75%, taka þeir sem þær rita það skýrt fram að þeir séu mótfallnir Þ-H leiðinni. Ástæðurnar eru fyrst og síðast umhverfissjónarmið, að því er fram kemur í athugasemd- unum og mjög margir vísa til nátt- úruverndarlaga máli sínu til stuðn- ings. telja margir þeirra sem eru mótfallnir Þ-H leiðinni að hún hafi í för með sér langmest nei- kvæð umhverfisáhrif, hvort sem lit- ið er til lífríkis teigsskógar sjálfs, plöntu- og fuglalífs þar á svæð- inu eða fjarðanna sem áætlað er að þvera. Sömuleiðis vöktu nokkr- ir máls á því að þverun fjarðanna kæmi í veg fyrir nýtingu þeirra í framtíðinni, nema tryggð væru full vatnaskipti fjarðanna og þeir þver- aðir með stórum brúm sem væru skipagengar, en ekki uppfyllingu langt út á firðina. Langflestir þeirra sem tóku afstöðu til annarra leiða lýsa yfir stuðningi við leið D2, með jarðgöngum undir Hjallaháls. Meðal þeirra sem eru mótfallnir Þ-H leið eru Landvernd, Náttúru- fræðistofnun og Ungir umhverf- issinnar. Skipulagsstofnun leggur áherslu á að móta þurfi stefnu um endurheimt þess votlendis sem tap- ast og Veðurstofa Íslands kallar eft- ir upplýsingum um hvort gert hafi verið ráð fyrir eins metra hækkun sjávarmáls á öldinni í hönnunar- ferlinu, eins og kveðið er á um í nýjum viðmiðunarreglum Vega- gerðarinnar. Umhverfisstofnun er jákvæð fyr- ir Þ-H leið, Samgöngufélagið seg- ir hana skynsamlega og raunhæfa og Vesturbyggð fagnar skipulags- breytingunni, segir um brýna sam- göngubót að ræða fyrir íbúa og fyr- irtæki á Vestfjörðum. Landeigendur á Skálanesi eru mótfallnir legu Þ-H leiðar þar sem hún liggur um Melanes og kveðast ekki munu heimila efnis- töku eða frekara rask á landareign sinni en þegar hefur orðið. Þeir láta þó fylgja bráðabirgðauppdrátt að breyttri veglínu þar sem undirlendi Skálaness er hlíft, sem er að mestu birkivaxið og víða mjög blautt. Landeigendur í Gröf og á Hall- steinsnesi eru mótfallnir Þ-H leið og varpa fram hugmynd að nýrri leið sem þeir kalla D3, með 2,8 km göngum undir Hjallaháls í 100-110 m hæð. „Sú leið gæti orðið góð sátt milli manns, náttúru og kostnaðar,“ eins og segir í athugasemd Gunn- laugs Péturssonar fyrir hönd fólks- ins frá Gröf. Einnig er í þeirri at- hugasemd vakin athygli á plöntu sem kallast ferlaufungur og hefur fundist á svævðinu. Sú er alfriðuð, á válista og því óheimilt að skerða búsvæði hennar. Þá er sömuleiðis gagnrýnt að gögn um gróður- og sérstaklega fuglalíf á svæðinu séu af verulega skornum skammti. Lífríki svæðisins hafi ekki verið rannsakað nægilega vel. Í athugasemd landeig- enda á Hallsteinsnesi lýsa þeir sig mótfallna Þ-H leið og taka heils- hugar undir athugasemdir Gunn- laugs og fólksins frá Gröf. kgk Yfirgnæfandi meirihluti athugasemda gegn Þ-H leið Einar á Skörðugili fallinn frá inn 3X og Marel. En þar sem tækn- in vinnur í báðar áttir nefndi Garð- ar einnig dæmi um hið gagnstæða. Annars vegar Atla Örvarsson sem framleiðir tónlist fyrir kvikmynda- iðnaðinn í Hollywood, en býr og starfar á Akureyri. Hins vegar nýtt gagnaver á Blönduósi. Hvatti hann að endingu stjórnvöld til að efla ný- sköpun, tryggja hvarvetna gott net- samband, byggja fleiri tónlistar- og menningarhús og almennt að ala ungt fólk upp í tækni. Kennsla breytist hratt Álfhildur Leifsdóttir, kennari í Ár- skóla á Sauðárkróki, fjallaði um tækni í skólastarfi. „Hefðbund- ið nám snerist um bóklestur en nú snýst allt um að vera flinkur að afla þér þekkingar, eða öllu held- ur að vita hvar upplýsinga er að leita. Nemendur í dag hafa allir að- gang að ótrúlega fjölbreyttum upp- lýsingum í gegnum netið. Þann- ig hafa skilyrði þeirra sem glíma við ýmsa námsörðugleika batn- að, þeir standa jafnfætis þeim sem hafa getu til „gamaldags“ utanbók- arlærdóms.“ Þá nefndi Álfhildur kosti þess að nota sýndarveruleika í kennslu. „Þú getur verið með hóp barna staddur í flóttamannabúðum eða horft ofan í lungu reykinga- manns, allt með aðstoð tækninnar. Því má setja að tæknin sé að koma í stað blýants og blaðs og landa- mæri í þessum skilningi eru horf- in. Þessu fylgir því óneitanlega breyting á kennsluháttum og það er hlutverk kennarans og skólanna að kenna börnum að nýta tæknina.“ Sagði hún að kennsla í forritun ætti að vera skyldufag í skólum þar sem þeir sem stjórna tækninni eru þeir sem kunna að forrita. Benti hún á mikilvægi fjarnáms, en þar er eina sem til þarf þokkaleg nettenging og tölva. „Símenntun opnar á fjöl- margar námsleiðir í hinum dreifðu byggðum. Nám þarf að vera í takti við tíðarandann og það án staðsetn- ingar. Það eru því ekki síst kenn- ararnir sem þurfa að vera í stöð- ugri endurskoðun,“ sagði Álfhildur Leifsdóttir. Agnes kom inn í líf þeirra Eva Björk Harðardóttir oddviti Skaftárhrepps fjallaði um áhrif tækninnar á mannlíf og atvinnu í hinum dreifðu byggðum. „Við þurfum að leyfa fjórðu iðnbylting- unni að taka yfir. En til þess þurfa innviðir að vera í lagi. Við þurfum til dæmis þriggja fasa rafmagn til að geta notfært okkur nýjustu tækni, og enn vantar ljósleiðara í dreif- býli. Í þessu felst mikil misskipt- ing.“ Þakkaði Eva Björk fyrir átaks- verkefnið Ísland ljóstengt, sem nú er farið að sjá fyrir endann á. Mark- aðsöflin ráða hins vegar enn för, til dæmis í þrífasavæðingu rafmagns á landinu. Eva Björk fór yfir hvern- ig ýmsir máttarstólpar samfélag- anna hafa horfið samhliða fækkun í sveitum. Nefndi hún lækna, presta og lyfsala sem dæmi. Þessu fylgdi áskorun fyrir samfélagið sem eftir stendur. Skaftárhreppur hafði árið 2013 frumkvæði að kaupum á henni Agnesi, en það er tæki með ýmsum búnaði, þar sem hinir ýmsu sér- fræðingar geta vitjað fólks þótt fjöll og lækir skilji að. „Með Agnesi var hægt að draga úr sjúkraflutningum, betri nýting fékkst á tíma sérfræð- inga og í dag er Agnes stór hluti af samfélaginu okkar í Skaftárhreppi, því með tækninni er unnt að fram- kvæma fjarheilbrigðisþjónustu og bæta lífsgæði íbúa. Nú þurfum við ekki að ferðast í sex tíma til að fá tíu mínútna viðtal við sérfræði- lækni sem gerir jafnvel ekki annað en ávísa lyfseðli. Þannig hefur Ag- nes sparað á ýmsan hátt og jafnvel bjargað mannslífum.“ tók hún þó fram að tækið kæmi þó aldrei í stað nærveru læknis eða annars heil- brigðisstarfsfólks, en fámennið úti- lokaði að þetta ágæta fólk gæti búið í sveitinni. Inn í framtíðina Sævar Freyri Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, hélt erindi fyrir hönd Vestlendinga. Hann kaus að lýsa framtíðarsveitarfélaginu Akranesi árið 2040 og um margt útópískri sýn sinni á hvernig hlutirnir gætu átt eftir að breytast. Sló hann menn dáldið út af laginu, eins og Sigurð- ur Ingi Jóhannsson sveitarstjórnar- ráðherra sagði í ávarpi næstur á eft- ir: „Hann Sævar Freyr kom mér í smástund út fyrir þægindaramm- an,“ sagði ráðherrann og uppskar hlátur. Sagði Sævar að stór hluti starfa muna eiga eftir að breytast eða leggjast af á þessum árafjölda til 2040. „Hér verða sjálfkeyrandi bílar og bílaframleiðendur eiga eft- ir að fara á hausinn vegna þess að það mun leggjast af að hvert og eitt heimili eigi og reki bíl. Þú munt bara panta sjálfkeyrandi bíl þegar þú vilt fá flutning frá A til Ö. Börn barna okkar munu aldrei eignast bíl, tryggingafélög munu því tapa töl- unni og fjölmargt þessu líkt á eftir að breytast. Fólk á ekki að vona að ekkert breytist, heldur spila með í breytingunum. tæknin mun breyta svo ótalmörgu. Það sem engu að síður verður erfiðast við fjórðu iðnbyltinguna er að breyta okkur mannfólkinu. Margir voru seinir að nýta sér kosti tölvutækninnar, þeg- ar þriðja iðnbyltingin reið yfir. Hins vegar mun fjórða iðnbyltingin ger- ast miklu hraðar og þá verður fólk að vera móttækilegt fyrir breyting- unum.“ Sævar sagði að tæknin muni lengja lífaldur fólks og eftir tvo ára- tugi geti þeir sem fæðast vænst þess að lifa í að minnsta kosti hundr- að ár. „Við þurfum fyrst og fremst gagnrýna hugsun, lipurð og áræðni til að mæta þeim áskorunum sem fjórða iðbyltingin hefur í för með sér,“ sagði Sævar Freyr og benti á að menntakerfið þyrfti fyrst og síð- ast að sýna snerpu í þeim breyting- um sem framundan eru. mm Skýringarmynd af fjarbúnaðinum Agnesi á Kirkjubæjarklaustri sem oddviti Skaftárhrepps lýsti í erindi sínu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.