Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 18.09.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 20192 Hraðakstur hefur verið við- varandi í landshlutanum allt árið, bæði innanbæjar og úti á þjóðvegunum. Ástæða er til að minna fólk á að flýta sér hægt og aka á löglegum hraða. Sunnanátt, 8-13 m/s og tals- verð rigning verður á morgun. Styttir upp á norðausturhorn- inu um kvöldið. Hiti 8-14 stig. Suðlæg átt og rigning á föstu- dag og laugardag. Úrkomulít- ið norðaustanlands. Hiti 9-17 stig, hlýjast á norðausturhorn- inu. Fremur suðlæg eða breyti- leg átt og dálítil væta á Suður- og Vesturlandi á sunnudag. Hiti 6-13 stig. Útlit fyrir austlæga átt með vætu á mánudag. Milt í veðri. „Ætlar þú í göngur og/eða réttir í haust?“ var spurning- in sem lesendur gátu svarað á vef Skessuhorns í liðinni viku. „Nei, ætla ekki“ sögðu flest- ir, eða 54% en næstflestir, 35%, sögðu „já, örugglega.“ „Veit það ekki“ sögðu 6% og „já, líklega“ sögðu 5%. Í næstu viku er spurt: Hlakkar þú til vetrarins? Smalar landsins hafa ekki átt sjö dagana sæla á fjöllum und- anfarna viku. Þeir sem fóru til fjalla í rigningu og kulda og heimtu fé af fjalli eru Vestlend- ingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Baulan innsigluð BORGARFJ: Vegfarend- ur sem ætluðu að koma við í verslun Baulunnar í Borg- arfirði síðdegis á mánudag komu að lokuðum dyrun- um. Hafði staðurinn verið innsiglaður af lögreglu. Að- spurður segir Ásmundar Kr. Ásmundsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn að Lögreglan á Vesturlandi tjái sig ekki um einstök mál af þessu tagi. -kgk Með hvellhett- ur á heimilinu BORGARNES: Ökumað- ur var stöðvaður við Olís í Borgarnesi á mánudag, grunaður um akstur und- ir áhrifum ávana- og fíkni- efna. Að sögn lögreglu kom í ljós að sá grunur var á rökum reistur. Maðurinn var hand- tekinn og fluttur á lögreglu- stöðina. Hann heimilaði leit í bíl sínum og heimili. Við þá leit fannst ætlað amfeta- mín og e-töflur. Á heim- ili mannsins fundust hvell- hettur sem að sögn lögreglu geta verið stórhættulegar. Þær innihalda örlítið magn af sprengiefni enda notaðar til að vekja upp sprengiefni eins og dínamít. „Þær geta tekið af manni handarbak eða fingur ef maður heldur á þeim þegar þær springa. Einnig er hætta á að fá flís- ar í augun,“ segir Ásmund- ur Kr. Ásmundsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn í sam- tali við Skessuhorn. Hvers vegna maðurinn hafði hvell- hettur á heimili sínu er ekki vitað. Málið er til rannsókn- ar. Á þriðjudaginn í síðustu viku var annar maður stöðv- aður grunaður um fíkniefna- akstur á sama stað, við Olís í Borgarnesi. -kgk Hlíðasmára 19, 2 hæð, 201 Kópavogur Sími: 534 9600 | Netfang: heyrn@heyrn.is Heyrðu umskiptin fáðu heyrnartæki til reynslu Löggiltur heyrnar- fræðingur SK ES SU H O R N 2 01 9 Þessa dagana er á vegum Veitna verið að ljúka við endurnýjun 7,8 kílómetra stofnæðar hitaveitunnar frá Kjalardal að miðlunartönkum á Akranesi. Nýja lögnin er í 400 mm stálröri, einangruð og með plast- kápu yst. Lögnin var tengd síðast- liðinn miðvikudag. Það var Þróttur hf. sem var verktaki í þessum hluta endurnýjun aðveituæðarinnar. Að sögn Helga Helgasonar verkefnis- stjóra hjá Veitum, gekk verkið vel. Næsti áfangi í endurnýjun stofn- æðarinnar verður 2,7 km lögn frá Kjalardal að Urriðaá sem liggur í Óhapp varð á veginum á móts við Höfn í Melasveit síðdegis á föstu- daginn. Hjól losnaði undan flutn- ingabíl með þeim afleiðingum að það lenti af miklum þunga framan á litlum fólksbíl. Fólksbíllinn hafn- aði utan vegar og er gjörónýtur. Mildi þykir að fólkið í bílnum slapp ómeitt frá þessu óheppi, en var að vonum talsvert skelkað. Meðfylgj- andi mynd tók Stefán Guðmunds- son úr Ólafsvík, sem varð sjónar- vottur að óhappinu, og birti á Fa- cebook síðu sinni. „Þökk sé ör- yggisbeltum og loftpúðum þá gekk unga fólkið í bílnum óslasað út, en í miklu sjokki,“ skrifaði Stefán. mm Tvennt var í bílaleigubíl sem lenti utan vegar og á hvolfi á fimmtudag- inn á Snæfellsnesvegi milli bæjanna Stóru-Þúfu og Grafar í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ekki urðu alvar- leg slys á fólkinu, en það var engu að síður flutt undir læknishend- ur til skoðunar. Sjúkraflutninga- menn frá Grundarfirði, sem voru í sjúkraflutningi komu að slysstað og aðstoðuðu fólkið þar til aðr- ir viðbragðsaðilar komu á staðinn. Slydda og snjókrap hafði sest á veg- inn og var staðbundin ísing á vegin- um þar sem óhappið varð. Líklega er þetta fyrsta óhappið sem rekja má til hálku í landshlutanum þetta haustið. mm Nú er að ljúka stórum áfanga í endurnýjun aðveituæðarinnar; 7,8 km kafla frá Kjalardal að miðlunargeymunum við Akranes. Myndin var tekin fyrir þremur vikum. Eftir er að endurnýja rúman þriðjung asbestlagnarinnar gegnum land Kjalardals og Litlu- Fellsaxlar og að botni Grunna- fjarðar. Helgi segir að það verk verði boðið út innan tíðar. Næstu áfangar þar á eftir verða 2,9 km lögn í landi Grjóteyrar, Klaustur- tungu og Skógarkots í Andakíl sem lögð verður í 450 mm. stálpípu. Samhliða þeim áfanga verður boð- ið út að leggja nýja 150 mm heim- taug að Hvanneyri, rúmlega kíló- meters lögn. Lögnin frá Deildartungu að Akranesi er alls um 75 kílómetrar og þar af voru 66 kílómetrar lagðir í asbesti. Helgi segir að nú sé búið að skipta út um 62% af upprunalegu asbestlögnunum; eða 41 kílómetra og 25,5 km eru því eftir. Gömlu as- bestlagnirnar eru teknar úr jörðu og þær urðaðar í Fíflholtum. Veitur ganga síðan frá, slétta og sá í gömlu lagnastæðin. mm Fengu dekk af flutningabíl framan á bíl sinn Fyrsta óhappið sem rekja má til hálku

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.