Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2019, Page 4

Skessuhorn - 18.09.2019, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Föstudagurinn þrettándi - alla daga Hjúkrunarfræðingurinn Elín Tryggvadóttir starfar á bráðamóttöku Land- spítalans í Fossvogi. Hún er ein af þessum hvunndagshetjum sem þar starf- ar við aðstæður sem eru hreint út sagt ótrúlegar og alls ekki mönnum bjóð- andi. Þar er sífellt yfirálag á starfsfólki, þröngur og úrsérgenginn húsakost- ur og ástandið raunar líkara vígvelli en heilbrigðisstofnun. Ofan á veikindi bætast slys og raunar nánast öruggt að flesta daga eru sjúklingar fleiri en aðstæður leyfa. Svo þegar dagurinn er föstudagurinn þrettándi batnar það ekki. Elín skrifaði pistil þar sem hún sagði m.a.: „Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni.“ Bætti hún við að; „nýtt og ömurlegt“ met hafa verið slegið á deildinni þegar 41 sjúklingur var lagður inn, en á móttökunni eru 36 rúm. „Það þýðir að deild sem veltir um 100 skjólstæðingum á sólarhring var yfirfull af sjúklingum sem hefðu átt að liggja á legudeildum og ekkert svigrúm var fyrir starfsfólk að taka á móti nýjum sem samt streymdu á spítalann bæði í einkabílum sem sjúkrabílum,“ skrifaði Elín og benti á að þetta þýði einfaldlega að eina bráðamóttaka suð- vesturhornsins hafi verið óstarfhæf þennan dag. Sjálfur hef ég farið nokkrar ferðir á bráða- og slysadeildina á liðnum vikum, sem aðstandandi. Konan mín varð fyrir því óláni fyrir um mánuði að fótbrotna illa. Þurfti hún að fara í aðgerð til að hægt væri að láta beinin gróa rétt saman. En þegar þetta henti kom í ljós að það voru 22 einstak- lingar í bið til að komast í bráðaaðgerð á spítalanum. Kvöldið sem óhappið varð fékk hún gifs en ekki innlögn. Það var allt fullt. Ekki var um annað að ræða en að hún færi við illan leik upp í einkabílinn og heim. Svo aftur suður næsta dag til sneiðmyndatöku – og aftur send heim! Tæpum þremur dögum síðar var hún heppin, komst í aðgerð. Þegar fólk þríbrýtur á sér fót finnur það eðli málsins mikið til. Þessu fylgja verkir sem þeir einir vita sem reynt hafa. En íslenska heilbrigðiskerf- ið er bara ekki betur statt en svo að það ræður ekki við ástandið og því þykir sjálfsagt mál að vísa slösuðu fólki út aftur og segja við það; „röðin kemur að þér... einhvern tímann!“ Kerfið er undirmannað, húsakostur er fyrir löngu orðinn úr takti við álagið og þessu fylgir upplausnarástand, líkt og Elín Tryggvadóttir lýsir um föstudaginn þrettánda. En það þarf ekki föstudag- inn þrettánda til. Ástandið er viðvarandi og því allskostar óviðunandi. Í pistli sínum tekur Elín Tryggvadóttir dæmi um aðra ríkisstofnun. Þennan sama föstudag þrettánda var fólk á þeirri stofnun í skemmtiferð, allan daginn, á kostnað okkar skattborgaranna. „Fólk sem vinnur með tölur verður að fá að hvílast og lyfta sér upp. Hlaða batteríin og tengjast vinnufé- lögum. Þessi sama stofnun hefur ítrekað skilað verulegum rekstrarafgangi síðustu ár. Á þessari stofnun er starfsemin alltaf eins, engar óvæntar breyt- ur, enginn óvæntur kostnaður,“ skrifar Elín sem engan veginn er skemmt yfir þessari hrópandi mismunun í boði launagreiðandans. Á fallegum dögum tala stjórnmálamenn um að forgangsraða verði í ríkis- rekstri. Ég held að það sé ekki verið að því. Bara innantóm orð. Ég veit um fullt af stofnunum sem hafa lítið og svo útþynnt hlutverk að rekstur þeirra á engan veginn rétt á sér. Samt halda þær stofnanir áfram að vera til, fjárlög eftir fjárlög. Enginn stjórnmálaflokkur talar lengur um „báknið burt.“ Það er ekki í tísku. Af því leiðir að það er orðin brýn nauðsyn að stofna emb- ætti umboðsmanns almennings, sem fengi fullt vald til þess að leggja niður slatta af stofnunum, til að heilbrigðiskerfið fái þá peninga sem það þarf. Ef við ekki þorum að hagræða í opinberum rekstri, rétt eins og í rekstri heim- ila eða fyrirtækja, verða allir daga eins og föstudagurinn þrettándi á bráða- og slysadeild Landspítalans. Viljum við það? Magnús Magnússon Nú standa yfir framkvæmdir á hús- næði Brekkubæjarskóla á Akranesi. Unnið er að endurnýjun starfs- mannaaðstöðu og bókasafni skól- ans. Stefnt er að því að starfs- mannaaðstaðan verði tilbúin í næsta mánuði og bókasafnið í upp- hafi næsta árs, að því er fram kemur á vef Akraneskaupstaðar. Framkvæmdirnar á starfsmanna- aðstöðu snúa að því að gera hana betri, með betri lýsingu og hljóð- vist. Skipt verður um gler í þeim gluggum sem tilheyra þeim rým- um sem framkvæmdir ná til. Lagn- ir verða sömuleiðis endurnýjaðar. Á næsta ári verður því sem áður var bókasafn skólans og tölvustofa breytt í kennslustofur í austurhluta hússins. kgk Um 40 kíló af kartöflum hurfu úr kartöflugörðum við Kalmansvík á Akranesi í síðustu viku. Auður Lín- dal, starfsmaður Grundaskóla á Akranesi, vakti máls á þessu á íbúas- íðu Akurnesinga á Facebook. Kart- öfluræktunin var hluti af styrktar- verkefni barna í Grundaskóla til styrktar börnum í Malaví. Þær voru settar niður í vor en þegar átti að taka upp það sem eftir var úr görð- um nr. 7 og 8 síðastliðinn miðviku- dag var gripið í tómt. Auður segist í færslunni vonast til að um misskil- ing sé að ræða sem hægt sé að finna út úr og biður þá sem vita eitthvað um málið að hafa samband. kgk/ Ljósm. úr safni. Framkvæmdir eru hafnar við bygg- ingu nýrrar kjötvinnslu á Gríms- stöðum í Reykholtsdal. Bændurnir Hörður Guðmundsson og Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir standa fyrir framkvædum og hafa stofnað fyrir- tækið Grímsstaðakjet ehf. Þau ætla að opna kjötvinnslu í húsinu þeg- ar framkvæmdum lýkur og öll til- skilin leyfi verða komin í hús. „Við ætlum að einblína á vinnslu á kjöti sem við framleiðum sjálf á búinu; lambakjöt og folaldakjöt, en auk þess verður hægt að vinna kjöt hér frá öðrum búum. Þá stefnum við að opna hér löggilt matvinnslueldhús sem við getum þá leigt út til ým- issar vinnslu, svo sem sultugerð- ar, kremframleiðslu eða annarrar vinnslu. Nú setjum við stefnuna á að ljúka framkvæmdum eins fljótt og hægt er. Varðandi nánari tíma- ramma er best að segja sem minnst enda byggist það á vottun og leyf- um. Við höfum hins vegar kynnt teikningar og annað fyrir vænt- anlegum umsagnar- og leyfisveit- endum til að standa sem réttast að þessu. Vonandi getum við svo byrj- að að vinna folaldakjöti í haust eða vetur, en stefnum á að húsið verði í það minnsta komin með öll tilskilin leyfi til matvælavinnslu eigi síðar en næsta haust,“ segir Jóhanna Sjöfn í samtali við Skessuhorn. Húsið er byggt með þeim hætti að þremur fjörutíu feta gámum er rað- að upp hlið við hlið og þak reist yfir. Húsið er því um 85 fermetrar að grunnfleti. Jóhanna Sjöfn segir þetta hagkvæman byggingarmáta. Í húsinu verður kælir og frystir, eldhús og að- staða til móttöku á vörum til vinnslu. mm/ Ljósm. Josefina Morell. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hef- ur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir jörðina Iðunnarstaði í Lundarreykj- ardal. Þar er gert ráð fyrir að byggja hótel með viðeigandi veitingaað- stöðu auk tjaldsvæðis. Stefnt er að því að byggja hótelið úr forsteypt- um einingum, gert ráð fyrir þrem- ur nýjum samtengdum byggingum, tveimur gistiálmum og byggingu sem hýsir veitingaaðstöðu. Bygg- ingar verða tengdar saman. Há- marksstærð samanlagðra gólfflata bygginga verður að hámarki 1350 fermetrar. Þá gerir skipulagsáætlun ráð fyrir 2,6 ha tjaldsvæði. Engar athugasemdir bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og athugasemdatíma- bili vegna deiliskipulagsins og stað- festi sveitarstjórn það formlega sí- ðatliðinn fimmtudag. mm Lýst eftir horfnum kartöflum Reisa hús fyrir nýja kjötvinnslu Horft til norðurs. Iðunnarstaðir í Lundarreykjadal fremst á mynd en fjær er m.a. Brenna. Ljósm. úr safni: Mats Wibe Lund. Stefnt að hótelbyggingu á Iðunnarstöðum Frá framkvæmdum í skólanum. Ljósm. Akraneskaupstaður. Framkvæmdir í Brekkubæjarskóla

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.