Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2019, Side 5

Skessuhorn - 18.09.2019, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 18. SEpTEMBER 2019 5 Knattspyrnudeild Skallagríms í Borgarnesi stendur fyrir hoppi og híi, glensi og gamni og ýmsum ólátum á Hausthátíð laugardag- inn 5. október og fram eftir nóttu. Hátíðin tekur nú við af Sauða- messu sem haldin var um árabil í Borgarnesi á þessum tíma, en í síðasta skipti í fyrrahaust. Sauða- messu hafa margir burtfluttir Borgnesingar nýtt til að koma saman og ákvað því knattspyrnu- deildin að grípa boltann á lofti og boða til hátíðar. „Klukkan 14, að staðartíma, hefst leikjadagskrá í og við Menntaskóla Borgarfjarð- ar í Borgarnesi. Þar geta gestir og gangandi keppt í stígvélakasti án atrennu, trönubolta, nýmjólk- urhlaupi, skeifnakasti og ýmsum öðrum ólympískum íþróttagrein- um. Þá verða í boði allskonar leik- ir fyrir unga sem aldna og alla þar á milli. Síðan verður boðið upp á bráðlifandi tónlist inn á milli og saman við. Sumsé taumlaus gleði fyrir heilbrigðar sálir í hraustum líkömum. Já, það verður gott veð- ur,“ segir í tilkynningu frá deild- inni. Síðdegis á milli klukkan 17 og 18 verður dansleikur fyrir yngstu kynslóðirnar í Hjálmakletti með hlómsveitinni Bland. Kl. 20.00 hefst Kótilettukvöld Skallagríms. Þess má geta að knattspyrnudeild Skallagríms hélt kótilettukvöld í fyrsta sinn í fyrra og tókst það svo vel að þekktir matmenn eru enn að sleikja útum. Rúsínan í pylsuvagn- inum er síðan stórdansleikur með hljómsveitinni Bland úr Borgar- firði. Danleikurinn hefst kl. 23.00 og lýkur kl. 03.00. Þar verður 18 ára aldurstakmark. „Eitthvað fyrir alla og sumt fyr- ir alla og allt fyrir suma á einum degi. Kveðjum sumarið og haust- ið og fögnum komandi vetri með glensi og gleði.“ mm Rúsínan í pylsuvagninum verður stórdansleikur með hljómsveitinni Blandi. Hausthátíð Skallagríms verður 5. október SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Verkefnastjóri Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) óska eftir að ráða verkefnastjóra. Viðkomandi starfar að verkefnum á öllu Vesturlandi. Starfssvið: • Ráðgjöf við fyrirtæki, einstaklinga og sveitarfélög varðandi menningarmál • Umsjón með styrkveitingum Uppbyggingarsjóðs Vesturlands til menningarverkefna • Vinna við áhersluverkefni sóknaráætlunar Vesturlands og önnur byggðaþróunarverkefni • Eftirfylgni með velferðarstefnu Vesturlands Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi • Þekking á menningarlífi og sveitarfélögum á Vesturlandi er mikils virði • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum • Frumkvæði, fagmennska og geta til að vinna sjálfstætt • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Góð tölvukunnátta Upplýsingar veita: Geirlaug Jóhannsdóttir geirlaug@hagvangur.is Gyða Kristjánsdóttir gyda@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2019. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Einn, tveir og elda er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að útbúa marar- pakka sem eru til sölu á www.einnt- veir.is og ætlar fyrirtækið að færa út kvíarnar í þessum mánuði og gefa Vestlendingum tækifæri á að njóta þjónustunnar sem hefur til þessa eingöngu verið í boði á höf- uðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Einn tveir og elda útbýr matar- pakka fyrir ýmist tvo, þrjá, eða fjóra og fær viðskiptavinurinn þrjá rétti í sinn matarpakka með öllu hrá- efni sem til þarf ásamt uppskrift- um með ítarlegum leiðbeiningum. „Við hófum starfsemi í byrjun árs 2018 og gengur bara mjög vel. Frá byrjun höfum við boðið uppá lág- kolvetna, klassíska og vegan-pakka en núna fyrir haustið 2019 gáfum við heimasíðunni okkar smá útlits- lega yfirhalningu ásamt því að við bættum úrvalið fyrir viðskiptavin- ina. Við höfum frá byrjun aðgreint okkur frá samkeppnisaðilum með því að gefa viðskiptavininum meira svigrúm til að velja,“ segir Jenný Sif Ólafsdóttir, verkefnastjóri Einn, tveir og elda í samtali við Skessu- horn. „Hingað til hafa viðskiptavinir getað valið þrjár af sex mögulegum uppskriftum og réttum í Klassíska pakkanum, en núna í byrjun sept- ember ákváðum við að auka úrvalið enn frekar og bjóða upp á tólf val- möguleika. Þannig gefum við við- skiptavinum okkar meira vald til að setja saman sinn matarpakka eft- ir eigin smekk eða eftir smekk fjöl- skyldunnar og valið úr fleiri klass- ískum, lágkolvetna og vegan rétt- um hverju sinni,“ bætir hún við. Opið fyrir pantanir af landsbyggðinni Til viðbótar við þessa breytingu hefur fyrirtækið opnað fyrir pant- anir af landsbyggðinni, þar á meðal Vesturlandi, og geta viðskiptavinir nú pantað hvaðan sem er af landinu þar sem Samskip er með afhend- ingarstöð. „Við höfum fengið ótal fyrirspurnir frá því að við opnuðum hvort við ætlum ekki að dreifa út á land líka. Við höfum verið að velta þessu fyrir okkur og sáum ekkert annað í stöðunni en að byrja á því af fullum krafti,“ útskýrir verkefna- stjórinn. Fyrirtækið hefur frá byrj- un boðið upp á heimkeyrslu á höf- uðborgarsvæðinu og á Suðurnesj- unum, en Einn, tveir og elda ætl- ar núna að bjóða upp á heimsend- ingu á Akranesi. „Við sjáum mikla möguleika í dreifingu á Akranesi og höfum ekki trú á öðru en að Skaga- menn taki vel í þetta hjá okkur. Við erum því spennt að kynna Skaga- mönnum fyrir starfsemi okkar,“ segir Jenný Sif vongóð að lokum. glh Hægt er að velja um þrenns konar matarkassa. Þeir eru; lágkolvetna, klassíski og vegan. Einn, tveir og elda færir út kvíarnar Nú býðst Vestlendingum að fá tilbúna matarkassa

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.